Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, maí 07, 2003

og dagurinn verður bara betri og betri! ég vann heilan fimmhundruðkall á happaþrennu rétt áðan! guð minn góður! en já ég er ekki nógu ánægður með samfylkinguna... ég var að fá áróðurspakka frá þeim og það var ekkert nema e-ð eitt skitið bréf! ég meina... ég meina.. frá framsókn fékk ég tölvuleik og bíómiða og vann mér inn "ótekjutengdar barnabætur" á skafmiða, og þótt ég hafi líka bara fengið skitið bréf frá íhaldinu, þá ávörpuðu þeir mig þó sem "Kæri Egill" í staðinn fyrir "Kæri félagi" eins og Sf gerir... þannig að ég er ekki nógu ánægður með Samfylkinguna... frá vinstri grænum fékk ég svo blýant og e-ð bréf og dót... núna á ég bara eftir að fá drasl frá Frjálslyndum... ég veðja á að ég fái harðfisk eða kæsta skötu í umslagi...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim