Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, mars 06, 2006

ég og Kommi vorum í dag að ræða um fólkið á bakvið ruslpóst og slíka hluti, og hversu mikið við værum til í að fá nafn/ímeil/heimilisfang hjá þeim sem standa á bak við þetta dót í einhverjum sadistatilgangi...
við furðuðum okkur líka á að það væru ekki löngu komnar einhverjar svona nörda-ofurhetjur til að berjast gegn þessu.. fyrst það fyrirfinnst svona mikið af bitrum forritaranördum sem eyða tímanum í að búa til vírusa og spyware o.s.frv, þá hljóta að vera til einhverjir góðhjartaðir nördar sem berjast gegn illum ruslpósts/vírus/spyware dreifurum í gegn um tölvur með því að birta persónuupplýsingar þá (málið myndi svo bara leysa sjálft uppúr því).. eða jafnvel klíka af svona nördum, og þeir gætu haft eitthvað geðveikt flott crime-fighting logo sem myndi slá tölvuþrjótum víðsvegar um heiminn skelk í bringu
ég trúi ekki öðru en að einhver taki þessa hugmynd upp

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim