Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Enn gengur erfiðlega að finna æfingarhúsnæði, en eins og fólk veit förum við að flytja á næstu vikum og neyðumst því til að finna annan stað en bílskúrinn til að framleiða okkar óhljóð og sarg.
Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að það hefur ekkert af viti verið að gerist í þessu tónlistarveseni hjá okkur þessi sex ár sem við erum búin að vera að stússast í því (Auður reyndar bara þetta eina ár), fyrr en núna á undanförnum mánuðum. Og þá þurfum við einmitt að vera að flytja. Reyndar urðu innbrotsraunir mínar til þess að ég flutti allar græjurnar upp í herbergi í einhverju paranojukasti... ég ætla þó aftur með það út næstu helgi þar sem við erum líklega að fara að taka upp, en þá mun ég líka eins og áður sagði, sofa í skúrnum alla helgina með nátthúfu vopnaður frethólki.

Eftir sirka 2-3 vikur verð ég fluttur úr foreldrahúsum, og orðinn meðleigjandi þeirra Krumma og Loru einhversstaðar í miðbænum. Mér finnst það undarlegt, en það er líklega kominn tími á það. Þessa dagana er ég engu að síður í þeim fasa að steyta hnefann út í loftið minnst fimm sinnum á dag, og öskra "hvað varð um þig, ó glataða æska" með tárin í augunum. En það gengur vonandi yfir.

Annars ætla ég að vera sammála henni systur minni varðandi bolludag og bollur. Það er reyndar ein og ein bolla sem er ágæt, en almennt séð eru þær ekkert sérstaklega góðar.
Í dag er svo sprengidagur, sem er með alfáránlegri fyrirbærum alheimsins. Dagur helgaður því að borða sem mest af einhverjum þriðjaflokks mat. Þetta er eins og að helga heilan dag því að hlusta á eins mörg lög með Ríó Tríóinu á einum degi og maður mögulega getur. wtf?

Að lokum. Heimspekihúmor er almennt ekki að mínu skapi, en þetta finnst mér alveg ógeðslega fyndið. "And here come the Germans now, led by their skipper, Nobby Hegel."

ps. djöfull er Craig Bellamy mikill fáviti ahhahah

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim