Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Það hryggir mig að Eiríkur Hauksson skuli vera á leiðinni til Helsinki, einfaldlega því þá fær maður að öllum líkindum ekki að njóta rauðra lokka hans og silkimjúkrar norsku í þessum stjarnfræðilega ömurlega "Júróvisjonsérfræðingaþætti". Pabbi kom samt með þá ágætu hugmynd að við sendum Dr. Gunna í staðinn. Jafnvel með valdi ef hann hefur ekki áhuga á því. Þá mun fólk líka halda að það búi bara rauðhært fólk á Íslandi.

Annars átti sá hörmulegi atburður sér stað í fyrradag þegar ég var á kaffihúsi með Krumpa Klunnaputta og Loru, að síminn minn til næstum því þriggja ára lét lífið. Ég fékk hann í tvítugsafmælisgjöf á sínum tíma og hann þjónaði mér vel og lengi. Mörg dramatísk símtöl og sms-samskipti áttu sér stað í gegn um hann, þannig að ég er að vonum mjög sorgmæddur...


Mér þykir það líka grimm örlög að hann skyldi hafa verið limlestur á svona groddalegan hátt. Hann átti skilið að deyja með mun meiri reisn t.d. í svefni eða í skíðaferðalagi með fjölskyldunni sinni. En þetta er nú svosem skiljanlegt þar sem hann var að komast á níræðisaldurinn í símaárum, og var búinn að eyða undanförnum mánuðum í að hrynja í sundur strategískt. En ég mun sakna hans.

Æjá, og ég er búinn að ákveða að bæta einum degi við bloggviku mína. Einn af mínum trylltu aðdáendum lýsti í gær yfir óánægju sinni með það að ég bloggaði bara tvisvar í viku. En Egill er maður fólksins þannig að ég ákvað að bregðast við.

Lag dagsins: The Shins - Australia

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim