Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Koddaslagur í bíómyndum/auglýsingum er með fáránlegri fyrirbærum sem ég veit um, og reitir mig til reiði. Fólk hoppandi í rúminu hjá sér að berja hvort annað með koddum, og í hvert einasta skipti rifnar svo koddinn og fjaðrirnar fara út um allt, en samt heldur fólkið áfram að slást, fullkomlega hamingjusamt með lífið..
Afhverju er það ennþá svona ánægt? Það eru komnar fjaðrir út um allt og það á eftir að eyða miklum tíma og púli í að ryksuga og ganga frá þegar þessum bjánaskap er lokið.. og í hvaða tilgangi? Svo fólkið gæti farið í einhvern "slag" sem enginn getur í raun unnið (nema ef hann endar með dauða) og hefur nákvæmlega ekkert upp á sig? Þetta er án gríns e-ð sem hefur böggað mig frá því ég var barn.. Vitleysa segi ég.. ég mun banna börnunum mínum að horfa á svona myndir.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim