Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, júní 12, 2007

Það er gott veður úti. Ég ákvað að sleppa úr einni bloggviku af því... bara.
Skemmtileg, en jafnframt undarleg helgi að baki.
Ég er hálftómur eitthvað þessa dagana og leyfi tímanum bara að líða án þess að gera mikið í því. Það er hálfgert rútínusumar framundan, og voða lítið á döfinni hjá mér. Engin utanlandsferð, ég er ekki að fara að gifta mig, ekki að eignast barn. Ekki einusinni ferð útá land. Þetta er hálfdöll verð ég að segja. Kannski maður geri eitthvað í því...

Annars er ég búinn að taka hálfgert Bítlaskeið undanfarna daga, og er búinn að hlusta á mestallt sem þeir höfðu fram að færa á sínum tíma. Ég hef í rauninni voða lítið hlustað á þá af viti þannig að það var líklega kominn tími til. Eftir nákvæmar athuganir hef ég þó komist að því að I am the Walrus er líklega besta lagið þeirra.
I Want to Hold Your Hand er líka frábært, þrátt fyrir klámfenginn texta.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim