I. Við tökum kannski upp plötuna á Flateyri. Jibbí!
II. Ég er að fara að passa tvo naggrísi í tvær vikur. Jibbí!
III. Ég horfði á einhvern raunveruleika þátt um hunda og eigendur þeirra áðan. Það var líklega með því fyndnara sem ég hef séð. Hádramatískasta móment kom í lokinn þegar einn dómaranna var að skamma einn þáttakendann fyrir að klæða hundinn sinn í kjól. En eigandinn stóð sko hörð á sínu, hundurinn hennar var einfaldlega í kjól svo hún myndi ekki sólbrenna. Svo fór hún að grenja.
IV. Ég var að taka minn síðasta "bloggrúnt" frá því einhverntíman á síðasta ári og svona 80% af þeim bloggurum sem ég skoðaði á sínum tíma eru hættir þeirri iðju. Ég kenni Facebook um þessa hnignun, og reyndar bara um flest sem slæmt er í heiminum. En það er þó lífsmark með sumum og ég ætla að reyna að koma upp svona linkalista á þá.
II. Ég er að fara að passa tvo naggrísi í tvær vikur. Jibbí!
III. Ég horfði á einhvern raunveruleika þátt um hunda og eigendur þeirra áðan. Það var líklega með því fyndnara sem ég hef séð. Hádramatískasta móment kom í lokinn þegar einn dómaranna var að skamma einn þáttakendann fyrir að klæða hundinn sinn í kjól. En eigandinn stóð sko hörð á sínu, hundurinn hennar var einfaldlega í kjól svo hún myndi ekki sólbrenna. Svo fór hún að grenja.
IV. Ég var að taka minn síðasta "bloggrúnt" frá því einhverntíman á síðasta ári og svona 80% af þeim bloggurum sem ég skoðaði á sínum tíma eru hættir þeirri iðju. Ég kenni Facebook um þessa hnignun, og reyndar bara um flest sem slæmt er í heiminum. En það er þó lífsmark með sumum og ég ætla að reyna að koma upp svona linkalista á þá.
1 Ummæli:
Þann 5:35 e.h. , Hjölli sagði...
Það er samt jákvætt að fólk með skoðannir eigi bloggin og fólk með líf eigi facebook segi ég.
Skrifa ummæli
<< Heim