Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, júní 02, 2005

já.. þá er b-myndasyrpan hafin, og fyrsta myndin sem varð fyrir valinu var Martial Law 2: Undercover, en hún var gerð árið 1991, og skartar þeim Jeff Wincott og Cynthiu Rothrock í aðalhlutverkum. Tagline myndarinnar eru nokkuð mögnuð.. "Urban warriors with a badge... and a mission" og "Their bodies are their weapons", en þessi mynd fjallar s.s. um sérstaka deild innan L.A.P.D. með lögreglumönnum sem eru þjálfaðir í sjálfsvarnaríþróttum sem þeir beita til að lemja vondu kallana. Myndin fjallar svo um baráttu aðalgaurins innan þeirrar deildar, Sean Thompson, og Billie Blake konu hans (sem er einmitt í þessari sérsveit líka), við hinn illa Spencer Hamilton, sem á einhvern næturklúbb og gengur alltaf um með einhverjum þýskum (held ég) lura sem heitir Tanner og er þessi týpíski ofvaxni henchman sem lemur alla. Inn í söguna fléttast svo lögreglustjórinn Krantz og einhverjir fleiri bjánar.

Jæja, þessi mynd var ágætis leið til að byrja þetta maraþon, og er hún hæfilega ömurleg. Bardagaatriðin voru neyðarleg og illa gerð, en ég hefði þó viljað sjá verri leik hjá aðalleikurunum (sem stóðu sig alveg sæmilega), en þó fá þeir plús fyrir það hversu vel þeim tókst að láta mér vera drullusama um persónurnar sem þeir léku. Það er þó kannski frekar handritinu að þakka, sem var hörmulegt og ótrúverðugt. Persónurnar voru leiðinlegar, og aðalvondikallinn hefði varla geta verið minna spennandi (einhver ofvaxinn, slick næturklúbbseigandi með ponytail). Svo ekki sé minnst á þetta óendanlega heimskulega sérsveitakonsept.

Þessi mynd var þó á heildina alveg skítsæmilega gerð, og ég get því ekki gefið henni meira en 5 saurklumpa af 10

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim