Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, september 23, 2007

góður afmælisdagur í dag, eins og sést bersýnilega á þessum myndum




ps. þeir sem gleymdu afmælisdeginum mínum, en eru það nátengdir mér að þeir hefðu átt að muna eftir honum, eru hér með ekki lengur vinir mínir, og ég er búinn að eyða þeim útaf símaskrám, msn-listum og öllu saman... það er ekkert grín að vera vinur Egils >:-|

þriðjudagur, september 11, 2007

vá ég gleymdi að ég á blogg.
Skólinn er byrjaður og allt að fara í gang hjá mér þannig að hver veit nema hlutir lifni e-ð við hérna.
Rikke fer aftur til dk á morgun, sem er frekar súrt. Þetta er þó búin að vera nokkuð hress vika hjá okkur. Hver veit hvað hún nennir að vinna lengi í kertabúðinni áður en hún kemur aftur hohoho

En jæja, þá er kærleikslandslagið sem ég og Auður og Kiddi tókum upp loksins komið á síðuna. Einhverjir vilja meina að þetta lag sé einhver mesti hryllingur sögunnar, og meira creepy en heilbrigt sé, en við Auður blásum á sjálfsögðu á allt slíkt og erum ekki í vafa um að þetta muni auka heimsóknafjölda hér til muna. Ýtið á playtakkann hérna til vinstri til að hlusta.