I. Heimsóknarfjöldi á bloggið mitt hefur snarlækkað á undanförnum vikum. Hvernig má þetta vera? Og hvernig á ég að bæta úr þessu? Þetta þýðir væntanlega að ég þurfti að hisja upp um mig buxurnar, pota mér fram hvar sem færi gefst og networka af meiri mætti en ég hef nokkurntíman gert. Blogg eru eins og sjónvarpsþættir, ef áhorf snarminnkar þá er þátturinn bara tekinn af dagskrá og handritshöfundar verða atvinnulausir og allslausir aumingjar. Og mig langar ekkert til að hætta að blogga! En til þess þarf ég lesendur. Ég meina ekki er ég að gera þetta fyrir sjálfan mig. Fólk sem skrifar "eingöngu fyrir sjálft sig" er greinilega með lélegan heila.
II. Ég og hljómsveitin mín héldum okkar fyrstu tónleika á Kaffi Hljómalind á föstudaginn. Ég forðaðist að segja nokkrum manni frá þeim því ég var svo hræddur um að þetta yrði algjört drasl. En blessunarlega sáu hinir hljómsveitarmeðlimirnir um að smala saman fólki og þetta gekk svo bara ljómandi vel þrátt fyrir skipulagsgubb hjá Hljómalind og prumpsánd. Þakka öllum sem mættu og munu mæta í framtíðinni.
III. En snúum okkur aftur að blogglestrarleysi. Maðurinn er mjög egósentrískur í eðli sínu (eins og þessi færsla er gott dæmi um), og til þess að laða að lesendur þarf ég að höfða til þeirra með því að skrifa um eitthvað sem þeir fíla eða eru sammála. Jafnvel að skrifa beint um viðkomandi. Og það er einmitt það sem ég ætla að gera. Síðasti liður í næstu færslum verður því efnisleg umfjöllun um einhvern af vinum/fjölskyldumeðlimum mínum. Ég nenni samt ekki að byrja á því núna en geri það bara í næstu færslu. Það er því eins gott að þið lesið bloggið á hverjum degi því annars er hætta á að þið missið af ykkar umfjöllun. HEYRIÐI ÞAÐ?
IV. Mér tókst að spá hverjum einasta leik í átta liða úrslitunum á EM vitlaust. Ekki slæmt þótt ég segi sjálfur frá. Ég stend þó við spá mína í byrjun móts um að Þjóðverjar vinni dolluna. Þó ég hafi spáð þeim tapi á móti Portúgölum.
V. Og fyrst ég er nú að skrifa um fótbolta ætla ég að gloata aðeins yfir því að Ronaldo sé líklega á leiðinni til Madrid: ha ha ha. Manchester er búið að vera eins manns lið í tvö tímabil og munu núna sökkva aftur ofan í skítinn þar sem þeir eiga heima. Ekki á ég eftir að sjá eftir þessum táfýluskunk.
II. Ég og hljómsveitin mín héldum okkar fyrstu tónleika á Kaffi Hljómalind á föstudaginn. Ég forðaðist að segja nokkrum manni frá þeim því ég var svo hræddur um að þetta yrði algjört drasl. En blessunarlega sáu hinir hljómsveitarmeðlimirnir um að smala saman fólki og þetta gekk svo bara ljómandi vel þrátt fyrir skipulagsgubb hjá Hljómalind og prumpsánd. Þakka öllum sem mættu og munu mæta í framtíðinni.
III. En snúum okkur aftur að blogglestrarleysi. Maðurinn er mjög egósentrískur í eðli sínu (eins og þessi færsla er gott dæmi um), og til þess að laða að lesendur þarf ég að höfða til þeirra með því að skrifa um eitthvað sem þeir fíla eða eru sammála. Jafnvel að skrifa beint um viðkomandi. Og það er einmitt það sem ég ætla að gera. Síðasti liður í næstu færslum verður því efnisleg umfjöllun um einhvern af vinum/fjölskyldumeðlimum mínum. Ég nenni samt ekki að byrja á því núna en geri það bara í næstu færslu. Það er því eins gott að þið lesið bloggið á hverjum degi því annars er hætta á að þið missið af ykkar umfjöllun. HEYRIÐI ÞAÐ?
IV. Mér tókst að spá hverjum einasta leik í átta liða úrslitunum á EM vitlaust. Ekki slæmt þótt ég segi sjálfur frá. Ég stend þó við spá mína í byrjun móts um að Þjóðverjar vinni dolluna. Þó ég hafi spáð þeim tapi á móti Portúgölum.
V. Og fyrst ég er nú að skrifa um fótbolta ætla ég að gloata aðeins yfir því að Ronaldo sé líklega á leiðinni til Madrid: ha ha ha. Manchester er búið að vera eins manns lið í tvö tímabil og munu núna sökkva aftur ofan í skítinn þar sem þeir eiga heima. Ekki á ég eftir að sjá eftir þessum táfýluskunk.