Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, september 29, 2009

Flateyri er afar huggulegur staður
Hey vill einhver koma í afmælispartí næstu helgi?

mánudagur, september 28, 2009

Ég er að horfa á senu úr Bad Santa þar sem John Ritter og Bernie Mac eru að tala saman. Þeir eru báðir dánir.

Tilviljun?
Úff.. fyrst ég er byrjaður í HÍ, búinn að dusta rykið af heilanum á mér og farinn að skrifa dót, þá er kannski ágætis hugmynd að ég byrji aftur að skrifa hérna af einhverju viti?

Nokkrar staðreyndir um undanfarnar vikur:
1. Ég er búinn að taka upp plötu með hljómsveitinni minni. Hún er komin í mix og verður líklega tilbúin í október/nóvember. Ekki vitað hvenær hún kemur út samt.
2. Við spiluðum á Nasa á föstudaginn og fengum svo fína umsögn í Fréttablaðinu í dag. Jibbíjei.
3. Næta færslan mín verður nöldurfærsla
4. Ég er að taka master í þjóðfræði
5. Ég átti afmæli í síðustu viku. Það var gaman. Ég og Hrafn ætlum kannski að halda upp á það um næstu helgi.