Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, desember 14, 2009

Ég hef ákveðið að fara að ráðum Jens hins vitra. Hann ætti að vita hvað hann er að tala um, enda barnaði hann konu.

Ég flyt mig því um set með allt mitt færsluhafurtask í fyrsta skipti í 7 ár og 4 mánuði.

Nýja bloggið má finna á http://nailthesnail.com . Af einhverjum ástæðum virkar ekki að skrifa www., en það þykir mér asnalegt.

Bless.

sunnudagur, desember 13, 2009

I. Ég hef gríðarlega löngun til að hressa aðeins upp á þessa síðu, gera hana hressilegri og óbældari, henda jafnvel inn linkum hjá fólki sem mér finnst skemmtilegt. Ég vil ekki færa mig frá blogspot nema ég geti fært með mér allar færslur frá upphafi.

II. Ég er búinn með fyrstu önnina í mastersnáminu mínu (er í þjóðfræði) og er bara furðusáttur. Er betur og betur að skilja út á hvað þjóðfræði gengur og er mjög hrifinn af því. Ég er sérstaklega ánægður með þann grunn sem heimspekinámið hefur gefið mér í þeim efnum, sem kemur fram þannig að mér finnst það gefa mér ákveðna jarðtengingu. Að auki finn ég í fyrsta skipti hjá mér einhverja löngun til að tjá mig um þjóðfélagsmál, og að ég hafi ákveðna afstöðu til lífsin sem ég get miðað mig við.

III. Annars verður janúar aldrei þessu vant frábær mánuður. Það allra besta er að sjálfsögðu að ég er að verða frændi þar sem systir mín er að eignast barn, en að auki er Lost að byrja aftur, sem mun ljá lífi mínu skammtímatilgangi í allavegana 5 mánuði. Svo förum við að huga að plötuútgáfu og það verður stuð. Geri ráð fyrir því að allir sem lesi þetta mæti á útgáfutónleikana sem verða vonandi í febrúar. Vúú.

Lag dagsins: Fuck Buttons - Surf Solar