Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, október 25, 2007

ég man þá daga þegar bloggið mitt var skemmtilegt. Áður en ég skipti persónuleika mínum út fyrir fullan frysti af Sunlolly :(

Sunlolly er samt frábært

lag dagsins: Animal Collective - Peacebone
- Treat Williams virðist vera að leggja undir sig sjónvarpið eins og það leggur sig.

- Football Manager 2008 er kominn út og því miður sogast ég að honum án þess að hafa nokkuð um það segja. Að minnsta kosti 3 dagar farnir til spillis.

- Ég bjó til kjúklingasúpu aleinn í gær (eftir Hrafnsuppskrift). Hún var stórkostleg og fyllti mig af stolti. Ég át þó allt of mikið og lá veikur í hálftíma eftir það. Á þeim tíma dreymdi mig furðuleg munstur og gamla dauða breta.

- Ég er svona hugsanlega næstum því búinn að finna eitthvað sem mig langar að skrifa BA ritgerð um.

- Ég er að verða búinn með reykelsin mín.

- Það er eitthvað skáld frá New York að tala við mig á msn því honum finnst töff að ég sé frá Reykjavík. Ég nenni eiginlega ekki að tala við hann.

þriðjudagur, október 23, 2007

úff... allt of langt síðan ég bloggaði. Það er að hluta til útaf þessu word verification drasli hérna fyrir neðan sem ég hata.
En já airwaves að baki, Rikke farin aftur til dk, og ég byrjaður í Football manager 2008
ég er búinn að gera Create post síðunna að upphafssíðunni minni þannig að kannski blogga ég meira í framhaldi af því

fimmtudagur, október 04, 2007

Jæja þá er ég fluttur í mjög huggulega íbúð á Ásvallagötunni og er gríðarsáttur við lífið. Þann 1. október breyttist ég þó úr Agli venjulega sem þið þekkið öll og elskið, yfir í Egil óþolandi nískupúka sem vatnsþynnir drykki og rífst útaf tíköllum. Það er ekkert grín að þurfa að borga leigu þessa dagana, fuss og svei.
Og ef maður er ungur maður sem vill kaupa íbúð þessa dagana þá er það líka fjandans vesen.. þetta samfélag sem við búum í í dag er hannað fyrir 45 ára fólk.

Annars eignuðust Eyjó og Ásta gullfallegt stúlkubarn þann 21. september síðastliðinn. Innilega til hamingju krúttípúttin mín.