Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, júní 24, 2007

mér finnst að öll lög eigi að vera svona. Norðmenn eru óðir.

Það pirrar mig hvað dagar renna saman því eldri sem maður verður, og þá sérstaklega þegar maður er að vinna. Ég fór því í Eymundsson í síðustu viku og keypti stóra bók, sem ég ætla að skrásetja hvern einasta dag, þ.e.a.s. þau atriði sem skilja hvern tiltekinn dag frá hinum og gera hann á einhvern hátt sér á báti. Þessu lýsi ég í mjög stuttu málu T.d. fann ég myglað kaffi í kaffikönnunni heima um daginn. Það var geðveikt. Svo gef ég dögunum einkunn. Hingað til eru dagarnir aðallega búnir að fá í kring um 5,0 (nema föstudagurinn sem fékk 8,0), sem er svona frekar niðurdrepandi, en vonum að það lagist.

Annars var þetta frekar sveitt helgi. Full af þynnku, svefnleysi, og súrrealískum uppákomum.

þriðjudagur, júní 19, 2007

Hvað varð um síðustu færsluna mína?? Drasl.

Jæja mér leiddist þannig að ég ákvað að gera linkalistann minn gjörsamlega óþolandi og óskiljanlegan. Þeir sem fatta kerfið fá orðu.

Kvót dagsins: "I'd rather have a bottle in front of me than a frontal lobotomy." -Tom Waits

sunnudagur, júní 17, 2007

Gærkvöldið var osom. Hresst kveðju/útskriftarpartí.
Af einhverjum ástæðum þótti mér fyndið að kaupa Gammel Dansk og staupa það með vinkonu minni. Vond hugmynd, þar sem það er líklega viðbjóðslegasta ógeð sem fyrirfinnst í alheiminum. Það slökkti lífsneistann hjá mér það sem eftir var kvöldsins, og núna er ég með dúndrandi hausverk. Fokking Gammel Dansk.

lag dagsins: Aphex Twin - Blue Calx

þriðjudagur, júní 12, 2007

Það er gott veður úti. Ég ákvað að sleppa úr einni bloggviku af því... bara.
Skemmtileg, en jafnframt undarleg helgi að baki.
Ég er hálftómur eitthvað þessa dagana og leyfi tímanum bara að líða án þess að gera mikið í því. Það er hálfgert rútínusumar framundan, og voða lítið á döfinni hjá mér. Engin utanlandsferð, ég er ekki að fara að gifta mig, ekki að eignast barn. Ekki einusinni ferð útá land. Þetta er hálfdöll verð ég að segja. Kannski maður geri eitthvað í því...

Annars er ég búinn að taka hálfgert Bítlaskeið undanfarna daga, og er búinn að hlusta á mestallt sem þeir höfðu fram að færa á sínum tíma. Ég hef í rauninni voða lítið hlustað á þá af viti þannig að það var líklega kominn tími til. Eftir nákvæmar athuganir hef ég þó komist að því að I am the Walrus er líklega besta lagið þeirra.
I Want to Hold Your Hand er líka frábært, þrátt fyrir klámfenginn texta.

sunnudagur, júní 03, 2007

Jæja kisan okkar á hagamelnum er búinn að gjóta. Skaut alveg 5 stykkjum út úr sér. Þau eru voða krúttleg



Svo þurfa þau að finna heimili eftir sirka mánuð. Hildur er víst búin að panta tvo, og pabbi og mamma ætla að halda einum, þannig að það eru tveir up for grabs ef einhver vill.


Ekki viljið þið þó að þau endi með að búa hjá þessum manni?