Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Ég hélt ég væri að deyja í fyrradag sökum verks í bringu og fór því til læknis. Hann tjáði mér að ég væri með millirifjagigt því ég væri búinn að hósta stanslaust í tvær vikur. Svo gaf hann mér læknadóp að bryðja.
Og núna finn ég ekki fyrir neinu! Húrra fyrir læknadópi!

lag dagsins: Húrra fyrir læknadópi - John Patrick Stevens

fimmtudagur, janúar 24, 2008

blogg? ha?

jaaaaaá

o_O

mánudagur, janúar 14, 2008

Svokallaðar súpergrúppur er eitthvað sem hefur nánast undantekningalaust alltaf verið ömurlegt drasl. Hinsvegar var hljómsveitin Traveling Wilburys sem starfaði á 9. áratug síðustu aldar og skartaði þeim George Harrison, Tom Petty, Bob Dylan, Roy Orbison, og Jeff Lynne að mínu mati skemmtileg undantekning. Þeir áttu a.m.k. tvo slagara (Handle with Care og End of the Line) og nokkur önnur flott lög t.d. Tweeter and the monkey man og Not alone anymore (hér fyrir neðan).

Ég held líka að Roy Orbison hafi verið það góður söngvari að það skipti engu máli í hvaða hljómsveit hann var...

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Jæja hann Krummi er byrjaður að blogga aftur. Almennt séð þá er ég löngu hættur að sýna því einhverja athygli ef alræmdir lotubloggarar eins og hann byrja aftur (hann verður líklega hættur eftir 2 vikur), en þar sem síðustu færslur hans eru vel yfir meðallagi í gæðum hef ég ákveðið að láta umheiminn vita af því.
Annars er ég í pínupásu frá bloggun. Rikke er hérna fram á sunnudag og við erum að gera heilsusamlega hluti, en eftir það mun últrabloggarinn Egill snúa aftur af firnakrafti með minnstu 20 færslur á dag. TUTTUGU FOKKINGZ FÆRSLUR Á DAGZR!1!11!1!!1!!

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Hnaus?

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Allir íslendingar sem fæddust á 19. öld eru látnir.