Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, september 11, 2008

I. Ég hef í gegn um árin alltaf verið afar góður að hafa ofan af fyrir sjálfum mér þannig að það kemur afar sjaldan fyrir að mér "leiðist". Þegar mjög hart er í ári (þ.e.a.s. ekki rassgat að gerast neinstaðar) þá er mitt bjargræði fólgið í því að gera aftur og aftur eitthvað ákveðið á internetinu. Tékka á pósti, tékka á kommentum á blogginu mínu, tékka á uglunni á HÍ, bíð eftir að Jessica Alba komi inn á MSN. Þetta gat ég gert tímunum saman. Núna er svo komið að ég hef ekkert slíkt til að dunda mér við lengur. Ég á aldrei von á neinum skemmtilegum pósti, fólkið á msn er leiðinlegt, ég er ekki lengur í Háskólanum og það les enginn bloggið mitt. Í gær lenti ég í því í fyrsta skipti í áraraðir að mér "leiddist". Ég sat bara og horfði á klukkuna. Það var ömurlegt.

II. Það entist þó ekki lengi því ég uppgötvaði það skyndilega að klukkan mín mælir tíma, og ég tók því upp á því að mæla hvað ég get haldið lengi niðri í mér andanum. Ég gerði þónokkrar tilraunir og reyndi ýmis afbrigði niður-öndunar-haldi til að ná sem bestum árangri. Að lokum náði ég lengst að halda niðri í mér andanum í 2 mínútur og 10 sekúndur, sem ég tel fjandi gott.

III. Hver var boðskapurinn með þessari sögu? Líklega enginn.

IV. Ég var að fatta að ég á alveg 3-4 gamlar bloggfærslur sem ég hef geymt sem uppköst en aldrei sett inn einfaldlega því ég hef ekki talið mannkynið í stakk búið til að takast á við þær. En nú erum við þó komin á það stig þróunar að vísindamenn eru farnir að skjóta einhverju drasli um einhverja kappakstursbraut í Sviss. Þvílíkt undur. Kannski er því kominn tími að ég setji færslurnar inn.

mánudagur, september 08, 2008

I. Mikið er ég orðinn þreyttur á að vera alltaf í tilvistarkreppu. Kominn tími á að hætta þessari vitleysu og fara bara að smíða kryddhillur eða e-ð.

II. Ég er búinn að fara hamförum í bíómyndaglápi undanfarið. Í gær horfði ég á spænska speennu/hryllings/eitthvað mynd sem hét Munaðarleysingjahælið eða El Orfanato sem situr svolítið í mér. Mæli með henni.

III. Hvernig stendur á því að í hvert skipti sem ég fer í röð í Krónunni eða Hagkaup eða e-ð, þá vel ég alltaf röð fulla af fólki sem er með einhverjar heimskulegar sérþarfir, t.d. að þurfa að fá nótu + afrit, krefjast þess að skoða allt sígarettuúrvalið og þar frameftir götum, þannig að það endar með því að það er búið að afgeriða um 300.000 manns í röðunum við hliðina á mér áður en ég loksins kemst að? Þetta var fyndið þangið til í síðustu viku þegar ég þurfti að bíða í u.þ.b 20 mínútur á meðan kerlingarandskotinn fyrir framan mig sendi alla búðina í leit að einhverjum helvítis Soda stream kútum. Ég held að það sé kominn tími á að hringja í Útvarp Sögu og láta rödd mína heyrast.

fimmtudagur, september 04, 2008

I. Undanfarnir dagar hafa varið í DVD-gláp frá helvíti sökum þess að ég get leigt myndir frítt í mánuð. Það hefur verið gaman þar sem ég er afar ógagnrýninn maður og finnst allar myndir sem ég sé frábærar.

II. Ég verð atvinnulaus þann 1. október nema einhver gefi mér vinnu. Gefið mér vinnu.

III. Ég er ennþá að bíða eftir fokking hljóðkortinu sem ég pantaði frá Exton fyrir 100 árum. Urr.

IV. Ég var alveg handviss um að þetta yrði frábær færsla þegar ég byrjaði á henni en smátt og smátt er annað að koma í ljós.

V. Ég fór í brúðkaup hjá Ernu og Jens síðustu helgi. Það var ææææðiiii.

VI. Þetta word verification dæmi hérna fyrir neðan verður alltaf erfiðara og erfiðara af einhverjum ástæðum