Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, janúar 08, 2009

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Í gær skrifaði ég fjórar innantómar færslur og er í fýlu því enginn kommentaði á þær.

Mér líður eins og ég sé 19 ára aftur.Í dag hefst nýr dagskrárliður: Moggabloggsfyrirsögn/fréttatengingar vikunnar.

Sigurvegari vikunnar er enginn annar en Börkur Hrólfsson fyrir tengingu sína við fréttina "Vestmannaeyjabær með danska ferju í sigtinu":

"Þvílíkt rugl !"


Í öðru sæti þessa vikuna lendir Börkur Hrólfsson fyrir tengingu sína við fréttina "Jóhanna tekur fyrstu skóflustunguna":

"Hvílík vitleysa"

Í þriðja sæti lendir Börkur Hrólfsson fyrir tenginu sína við fréttina "Jesús fæddist 17. Júní":

"Enn ein moggalygin !"

Í fjórða sæti lendir Börkur Hrólfsson fyrir tengingu sína við fréttina "Frumvarp um launalækkun ráðherra":

"Hvílíkir andskotans aular !!"

Í fimmta sæti lendir Víðir Benediktsson fyrir tengingu sína við fréttina "Flokksforystan fái opið umboð":

"Mín afstaða er skýr"


Við hjá Kærleikslandi óskum þeim Berki og Víði til hamingju með árangur á sviði moggabloggunar og vonum að þessi viðurkenning hvetji þá til enn frekari dáða.

Hvernig er það, er enginn búinn að stofna hagsmunasamtök moggabloggara?

mánudagur, janúar 05, 2009

Egill Viðarsson skekur undirstöður samfélagsins!
Klukkan er 5:15 og ég var að enda við að skutla Rikke út á BSÍ. Lalalala fjöldfærslur tralalalaa
Fokk, þetta er svo innilega frelsandi að þurfa ekki að slá inn þetta helvítis securitytékk, fjöldabloggun, já takk!
ég er búinn að finna hlutfallslegt samhengi milli bloghnignunar minar, og þessu helvítis orðastaðfestingarbulli sem maður þarf að gera hér fyrir neðan færslugluggann. Sama hvað ég gerði það rétt þá kom af einhverjum ástæðum alltaf error í fyrsta skipti og ég þurfti því alltaf að slá þetta helvíti inn tvisvar.
Að skrifa bloggfærslu var því helvítis vsen á latur-internetnotandi mælikvarðann, g undirmeðvitund minni hefur greinilega verið nóg boðið. Núna er það þó farið og ég get látið gaminn geysa að nýju.

Áramótaskaupið fær 7,15 í einkunn hjá mér. Byrjaði sterkt og hafði sterka punkta, en fjaraði svolítið út. Nasdaq 8, Dow Jones 8,1, Indiana Jones 4.

Ég er búinn að enduruppgötva Pacman.

Á morgun geri ég síðbúna nýársfærslu.

Lag dagsins: TV on the Radio - Family Tree