Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, apríl 28, 2009

Jæja.. Rikke er búinn að læra íslensku markvisst í ekki nema tvær vikur, og strax búin að skrifa sína fyrstu sögu. Hér er hún:

"Einu sinni var maður. Maðurinn vinnur á banki. Því miður var bankinn gjaldþrot, og maðurinn var að taka við mútur. Þessu var bjarnargreiði! Maðurinn fá blóðtappi. Núna situr hann á bekkur, borðar brjóstsykur, spilar blokkflauta og hugsar um brúðkaupsferðin sín."

ekki slæmt!

föstudagur, apríl 24, 2009

I. Á morgun ætla ég að kjósa, spila fótbolta, drekka vodka, spila á gítar, drekka meiri vodka og elda súpu. Svo ætla ég að syngja hani krummi hundur svín.

II. Vissuð þið að lagið sem er þekkt sem "tetrislagið" er raunar gamalt rússneskt þjóðlag um eitthvað að rússneskt dót?
Hér má heyra hinn rússneska Ivan Rebroff/Gunnar I. Birgisson baula það. þetta lag dansa ég við nakinn á hverjum morgni og geri auk þess hreyfingarnar við höfuð herðar hné og tær með.

III. Þessa stundina er ég að lesa Gyllta Áttavitann því Rikke skipaði mér að gera það. Hún er um einhverja stelpu og einhver dýr og einhvern Asríel sem er á þeirri skoðun að fræðimenn megi vera með skítugar hendur því þeir eru fræðimenn. Svo er einhver kona sem rænir börnum eða étur þau eða eitthvað. Það minnir mig á sögu sem ég heyrði einusinni en man ekki alveg.

IV. Í dag hlustaði ég á formenn stjórnmálaflokkana tala um dót í sjónvarpinu. Með öðrum orðum horfði ég á Ástþór Magnússon segja formönnum hinna flokkanna til syndanna. Áfram Ástþór.

V. Ég enda þessa færslu á brandara sem Frank sendi mér um daginn

A Christian, an Atheist, and a Jew walk into a bar.

They had several drinks and then went on their separate ways, but by this time their blood alcohol level was slightly elevated.

fimmtudagur, apríl 16, 2009

I. Ég bý ekki lengur einn.

II. Eftir tvær vikur hætti ég að vinna á leikskólanum og fer aftur á raunvísindastofnun. Svo tek ég líklega master í þjóðfræði í haust

III. Ég ætla að taka upp plötu í sumar.

IV. OM NOM NOM

fimmtudagur, apríl 02, 2009

Héðan í frá ætla ég bara að skrifa listrænar færslur. Færslur sem verða dýrmætur menningararfur eftir 700 ár. Áður en ég posta hverja færslu mun ég spyrja sjálfan mig "er þessi færsla nógu listræn"? Ef ekki fer hún á haugana.


ég ætla líka að skrifa
allar færslurnar

svona.