Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, október 29, 2004

ég lendi stundum í því þegar ég er á milli svefns og vöku að tíminn stoppar... ég gerði tilraun með þetta sem felst í því að ég set e-n þátt sem ég hef séð áður eða lag sem ég hef heyrt áður í gang á meðan ég er að sofna.. svo er ég oft við það að sofna og heyri e-n ákveðinn hluta í þættinum/laginu.. svo finnst mér heillangur tími líða, en svo ranka ég við mér og þá hafa bara 3 sekúndur liðið af því sem ég er að spila.. æ það er frekar erfitt að útskýra þetta, en þetta er mjög undarlegt.. ég ætlað fara að hlusta á Rick James diskinn minn

þriðjudagur, október 26, 2004

eh... rétt kominn úr vinnunni. Ég er svangur og mér leiðist. Fleira var það ekki.

mánudagur, október 25, 2004

uuhh... jæja kennarinn í fyrsta tíma var veik þannig að ég er fastur hérna í skólanum í hálftíma þar til næsti tími byrjar og mér hundleiðist =/

allavegana kláraðist airwaves í gær og ég er bara mjög sáttur við dæmið.. sá slatta af dóti sem ég hafði ekki séð áður og var að fíla (þá helst íslenskt). Fúsi, sem var my partner in crime mest allan tímann var eiturhress einnig (þó ég skuldi honum nokkra þúsundkalla eftir þessa helgi haha) og við lentum í ýmsu.. kynntust t.d. einhverjum svíum, stelpa sem heitir Frida og var hress, og bláhærða vini hennar sem sagði voða lítið.. við höldum kannski einhverju sambandi við þau..
mér fannst samt frekar slappt hvað maður lenti oft í löngum biðröðum.. einhvernveginn grunar manni að það hafi verið selt allt of mikið af miðum, ég missti t.d. af helmingnum af the shins þó ég hafi mætt hálftíma áður en þeir byrjuðu.. ojæja

sunnudagur, október 24, 2004

hún Elín vinkona mín hefur bæst í hóp blogg-hálfvita.. hún er mikið gæðablóð, þó ég sé í fýlu út í hana fyrir að kommenta aldrei á síðunni minni >:-|

laugardagur, október 23, 2004

oy.. jæja ég hef ákveðið að pósta ekki fleiri leiðinlegum færslum af hræðslu við að bloggi mitt falli inn í sjálft sig og deyji úr leiðindum (eins og ég hef grun um að bloggið hans Stefáns Einars gerði)
annars er Airwaves á fullu og gaman gaman fjör. Hápunkturinn í gær var líklega reggíhljómsveitin Hjálmar.. ég bjóst við nákvæmlega engu en þeir voru alveg drullugóðir. Svo sá ég Mínus og þeir stóðu fyrir sínu.. það fór samt í taugarnar á mér hvað raðirnar voru fáránlega langar sumstaðar.. eins og á NASA áður en Hjálmar byrjuðu náði röðin hálfa leið út að Kaffi Reykjavík.. búllsjitt (náði reyndar að svindla mér inn haha)
svo í kvöld er ég að farað sjá The Shins og eikkað hresst

lag dagsins: Hjálmar - Bréfið

föstudagur, október 22, 2004

plata dagsins: Ariel Pink's Haunted Graffiti - Doldrums

guð minn góður...

miðvikudagur, október 20, 2004

Leiðinleg færsla nr. 2:
já ég komst að því hver átti þessa bútasaumssíðu. Það er kona að nafni Guðbjörg Einarsdóttir og býr hún á bænum Flöt í Skagafjarðarsveit. Ég keyrði þangað og heimsótti hana og við ræddum málin

ég: já sæl vertu, Egill heiti ég og er mikill aðdáandi bútasaumssíðunnar þinnar
Guðbjörg: Já sæll vertu, má ekki bjóða þér inn í kleinur og kaffi?
ég: Ekki get ég kleinunum neitað.
Guðbjörg: Já ég var einmitt að steikja kleinur í síðustu viku þar sem bóndi minn og synir okkar eru í göngum þessa stundina. Þeir koma að öllum líkindum heim við sólarlag.
ég: Ég skil, ég skil.
Guðbjörg: Já og svo fundu þeir aumingja Rjúpu fasta í gaddavír. Þeir neyddust til að lóga greyinu á staðnum
Ég: Já það var nú miður. Ég átti eitt sinn rollu sem hét Rjúpa.
Guðbjörg: Já hún rjúpa var mjög ógæfusöm. Lömbin hennar á síðasta ári dóu öll við fæðingu sökum bólgu í anus.
Ég: Það var nú miður. En ég vildi nú spyrja þig út í bútasaumsteppin þín.
Guðbjörg: Já það er eitthvað sem ég hef dundað mér við í mörg ár og lærði ég þessa ágætu list hjá góðvinkonu minni Þórdísi Guðmundsdóttir, dóttur Guðmunds á Bakka.
Ég: Já Guðmundur á Bakka, er hann ekki einmitt bróðir Jóns Steingrímssonar, stórbónda í Hrútafirði?
Guðbjörg: Jú rétt er það.
Ég: já ég hjálpaði honum einmitt við heyskap eitt sumarið. Mikill öðlingur þar á ferð. Mjög sorglegt hvernig fór fyrir börnunum hans.
Guðbjörg: Já ég frétti af því, það var mjög erfitt mál alltsaman
Ég: Já, en nú þarf ég líklega að koma mér, þakka þér kærlega fyrir kleinurnar, þær voru ljúffengar
Guðbjörg: Já, þakka þér fyrir komuna, endilega komdu við einhverntíman seinn aog þá get ég boðið þér upp á kjötsúpu og slátur
Ég: Ég geri það. Vertu sæl.


annars fór ég niður í fjöru í gær að tína steina. Mun ég nú birta myndir af þeim


næsta grein verður svo um frímerkjasöfnun! Sjáumst þá! =D

mánudagur, október 18, 2004

Leiðinleg færsla nr.1:
ég fann alveg guðdómlega bútasaumssíðu á netinu.. kíkið endilega á hana hér!
sjáið bara handbragaðið á fyrsta teppinu.. þetta er alveg magnað! ég er búinn að reyna að komast í samband við þann sem gerði þetta.. ég læt ykkur vita ef það tekst!

svo var ég að horfa á leiðarljós áðan! ó mæ god! ég trúi ekki að Billy hafi játað morðið.. ég meina.. Roger hafði hætt við að ákæra hann! held þetta sé samt erfitt fyrir son hans.
Ég skrifa svo næsta guiding light pistilinn á morgun.. þegar ég er búinn í veggtennis, en það verður að öllum líkindum önnur, löng saga =)

blessbless!
ok ég kem heim.. og sé að ég er búinn að fá 40 heimsóknir í dag... var ég ekki að enda við í síðustu færslu að segja ykkur að drullast burt? (allir nema Bjarni og Fúsi).. út með ykkur!

héðan í frá verða allar færslur yfirgengilega leiðinlegar til að fólk hætti að koma.. ég verð í fýlu þar til fram yfir helgi >:-|

sunnudagur, október 17, 2004

afhverju fer enginn sem ég þekki á airwaves'??!?! hvað er að ykkur??? og þið kallið ykkur íslendinga.. þið eruð bara öll helvítis aumingjar og ég banna ykkur að lesa bloggið mitt.. burt!
jæja.. síðasti vinnudagurinn.. laalalala

miðvikudagur, október 13, 2004

það reynist mér alveg ótrúlega erfitt að rífa mig uppúr sjálfsvorkunn, eftirsjá og aðgerðarleysi.. en ég reyni mitt besta

þriðjudagur, október 12, 2004

jæja þá er allur systkinahópurinn byrjaður að blogga (Bjarki skrifar reyndar aldrei rassgat en samt).. núna er Gunnhildur litla systir kominn með gelgjublogg.. jei!

mánudagur, október 11, 2004

vá.. djöfull er maður búinn að blogga lítið undanfarið... skammdegisþunglyndið og ég nenni nánast ekki neinu..

sunnudagur, október 10, 2004

jæja langar einhverjum í gmail?
það er s.s. e-ð nýtt google ímeil með 1 gb geymslupláss.. maður getur ekki sótt um það sjálfur heldur verður maður að fá svona invite frá einhverjum öðrum sem á það.. og ég á alveg 6 invite hohohoho fráábært..

mánudagur, október 04, 2004

afmælið heppnaðist mjög vel.. er búinn að verað vinna alla helgina þannig að ég hef ekkert getað skrifað um það.. geri það við tækifæri