Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, mars 31, 2009

Plötur i spilun þessa dagana:

Sonic Youth - Sister
Portishead - Third
Miles Davis - Kind of Blue
Walkmen - You & Me
Faust - Faust
No Age - Nouns
Roy Orbison - A Black and White Night
Vivian Girls - Vivian Girls
The Velvet Underground - Loaded

og þær eru allar frábærar. Nema kannski Nouns

þriðjudagur, mars 24, 2009

I. Ég er búinn að vera fukking veikur fukking þrisvar sinnum á rétt rúmum mánuði.. ég er ekki frá því að ég sé að fara að deyja.

II. ég er að hlusta á Patti Smith

III. Í gær fór ég í hláturyoga. Mér fannst það ferkar leiðinlegt. Ég hlæ nógu djöfulli mikið (er að reyna að draga úr því ef eitthvað er) án þess að ég þurfi að hlæja einhverjum gervihlátri í stórum hóp. Það er alveg nógu mikið af fyndnu dóti í heiminum.

IV.Ég vorkenni þessum gæja. Ef það er eitthvað sem bitur reynsla táningsáranna kenndi mér þá er það að ástarjátningar til stelpna eru í 99% frekar gagnslausar nema að eitthvað fylgi í kjölfarið (t.d. að maður reki tunguna ofan í kokið á þeim). Sérstaklega ekki ef hún fer fram á internetinu. Ef einhver vill hrekja þessa staðhæfingu mína er honum/henni það velkomið.

þriðjudagur, mars 17, 2009

Það getur verið ótrúlega hressandi að breyta húsgögnunum heima hjá sér. Þegar ég var krakkkki breytti mamma stofunni svona einusinni í mánuði. Manni líður frábærlega, eins og maður sé kominn í nýja íbúð í svona tvo daga. Ég er farinn að gera þetta mikið hérna heima, jafnvel þó íbúðin mín sé ekki nema svona 30 fm.

Ég er heví þurr í augunum.

Lag dagsins: TV on the Radio - Halfway Home

fimmtudagur, mars 12, 2009

Ég man þegar blogg var hressandi vettvangur fyrir spjall um ekki neitt. Núna er blogg orðið samnefnari fyrir nöldur. Það les heldur enginn blogg lengur, það eru allir komnir á þetta fjandans facebook. Flest af þeim bloggum sem ég las hér á mánuðum áður eru komnir í eyði og viðkmandi bloggarar eru bara e-ð að uppfæra statusinn sinn á facebook alln daginn. En sorglegt. Þetta skal sko ekki koma fyrir mig!

In other news, ég er kominn með jafnmikið hár og ég var með fyrir svona 5 árum. Jess!