Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, september 29, 2004

Jón Steinar orðinn hæstaréttardómari.. hvað er í gangi..
stórfelldar breytingar eru í bígerð á bloggstíl mínum... málfarsvillum mun fjölga, punktum mun fækka og færslurnar verða kannski örlítið lengri.. og tíðari jafnvel! annars er afmæli okar Hrafns á Glaumbar á föstudaginn og að sjálfsögðu er öllum boðið.
Við erum í smá vandræði með tónlist þar sem playlistinn á Glaumbar er að öllum líkindum eitthvað sorp sem Ástþór Magnússon hefur sett saman (hann er fastakúnni þar), og þar sem tónlistarsmekkur okkar Hrafns gæti drepið stemningu á fótboltaleik, þá vitum við ekki alveg hvað skal gjöra. En kvíði ei, við munum bjarga því einhvernveginn.
(þið munuð líka sjá orðið "ei" oftar en áður. Ei er vanmetið orð. Líka plóma.)

sunnudagur, september 26, 2004

já.. hún Auður systir mín skrifaði á bloggið sitt æskuminningar úr lífi okkar í tilefni af tvítugsafmæli.. þær eru mjög skemmtilegar..

í dag var svo fjölskylduboð. Ég fékk köku. Jei.
hahah.. já eins og ég sagði er mjög gaman að bíða í biðröðinni á Sirkus.. ég hef gert það svona þrisvar sinnum og virðist í hvert einasta skipti lenda fyri framan/aftan eitthvað gjörsamlega húmorslaust pakk.. án gríns, ég held að indíplebbar sé leiðinlegasta fólk jarðríkis og ég tel það vera borgaralega skyldu mín að vera með leiðindi við þá.. í gær lenti ég líka fyrir framan últra steríótýpu.. sona 25 ára gaur með smá skegg í sona grænum jakka með sona loðinni hettu.. og djöfull var hann dull og leiðinlegur.. það endaði með því rétt áður en ég fór inn að ég neyddist til að segja honum það
þessa stundina er ég í því að skrifa erfiðasta bréf sem ég hef nokurntíman skrifað á ævi minni.. en ég held að þegar það verður tilbúið & þegar ég verð búinn að senda verði skemmtilegir tímar framundan.. jei
vá... kvöldið í kvöld var eitt skemmtilegasta djamm sem ég hef farið á á ævi minni.. s.s. ég og Kiddi með einkahúmor og hálvitaskap í u.þ.b. 4 klukkutíma... ég held það sé ekkert skemmtilegra en að fara á Sirkus og rugla í plebbunum sem hola sig þar... vá..´héðan í frá ætla ég að vera hrokagikkur og hálviti í hvert einasta skipti sem ég fer að djamma í bænum.. held það sé ekkert sekmmtilegra

fimmtudagur, september 23, 2004

jei! ég er kominn með nýjan síma! allir að hringja í mig í dag \o/ (8658798)
en já.. afmæli í dag... pabbi kom með ábyrgðarfyllstu setningu dagsins/vikunnar/ársins: "Jæja nú er ég loksins kominn með löglegan drykkjufélaga!"

miðvikudagur, september 22, 2004

ég sendi the arcade fire ímeil í gær og fékk í dag svar frá söngvaranum... kosturinn við svona indie hljómsveitir er að það er ekkert alltof mikið mál að komast í samband við þær

þriðjudagur, september 21, 2004

vá.. heimurinn er fullur af tilviljunum... núna er verið að skipa nýjan hæstaréttardómara og meirihluti hæstaréttarins telur að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir.. allir NEMA Ólafur Börkur Þorvaldsson, frændi Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, en hann er á þeirri skoðun að Jón Steinar Gunnlaugsson sé hæfastur þeirra allra... en svo skemmtilega vill til að Jón Steinar er einmitt lögmaður og góðvinur Davíðs Oddssonar! alltaf er heimurinn að koma manni á óvart!

mánudagur, september 20, 2004

jæja ég og rabs (hrafn) ætlum líklega að halda ammæli 1.október
erum ekki alveg búnir að ákveða hvar en það kemur í ljós.. öllum sem lesa þetta er allavegana boðið \o/ (nema ef ég hef aldrei séð ykkur áður)

sunnudagur, september 19, 2004

það vantar fleiri albínóa á íslandi

miðvikudagur, september 15, 2004

djöfull er ég orðinn bitur.. þetta er farið að ná stórhættulegum hæðum..

annars er ég að fara í klippingu á morgun... ég ætla ekki að leyfa hárinu á mér að verða jafn rídikkjúlus og það var í byrjun júní.. ég gæti svo svarið að það var byrjað að lifna við..

ég var að eignast í nýja uppáhaldshljómsveit.. hún heitir the arcade fire og var að senda frá sér plötuna Funeral.. ég dánlódaði henni í síðustu viku og er búinn að hlusta á hana stanslaust.. fyrir áhugasama bendi ég á lögin Neighborhood #1 (Tunnels) og Neighborhood #2 (Power Out).. svo eru þau eiginlega bara öll góð

þriðjudagur, september 14, 2004

ég hef alveg gleymt að skrifa um yahoo pool sem er mitt líf og yndi þessa dagana.. maður nálgast þann leik í gegnum yahoo (games > pool).. þetta e rmjög sniðugur og einfaldur leikur.. ég er búinn að spila hann í 4 daga og er búinn að spila sona 150 leiki (þess má geta að það eru gaurar þarna sem hafa spilað yfir 20.000 leiki..)

ég náði alveg upp í 1460 í rating en þá byrjaði að ganga illa og núna er ég rétt yfir 1300.. það skilur þetta líklega enginn en mér er alveg sama..

ps. nennir einhevr með mér á blonde redhead?

sunnudagur, september 12, 2004

ég bætti ungfrú Loru við linkalistann minn
síðasta færslan mín fær verðalun fyrir bull og fyrir það að ég muni ekkert eftir að hafa skrifað þetta..
var
hvað varstu
hvað söngstu fyrir mig
ég var byggður úr sandi
fyrir 1100 árum
og ég dansaði meðfram bryggjunni
en sjórinn mun éta mig
og frá hægri til vinstri
er ég sestur að
farið og grafið eitthvað upp
eitthvað sem ég get notað
til að sprengja jörðina í tvennt
llalalalal
babaarrrr

laugardagur, september 11, 2004

Það kviknaði í hárinu á mér í kvöld.

fimmtudagur, september 09, 2004

vá.. einhver gaur í strætó fær verðlaun fyrir mest dull samræður í heiminum.. hann var s.s. að tala við einhvern í síma

"hæ. Hvað segiru? já.. hei veistu hvað.. það var svaka vesen a IRCnet í gær. Já. Það var takeover, það duttu allir opparnir út nema tveir. Hverjir? IceClan maður! En það bjargaðist. og veistu hvað.. þegar opparnir voru búnir að oppa alla hina þá datt einn þeirra út. það kom "cnnection reset by peer". Já. Bless"

>_<

miðvikudagur, september 08, 2004

djöfull hata ég svr.. ég er ekki búinn að nota strætó reglulega í svona 8 ár og það byrjar sosem ekki vel.. búinn að missa af honum svona 5 sinnum eftir að skóli byrjar því stundum kemur ahnn alltof snemma.. stundum alltof seint o.sv.frv.. ég ætlað kaupa mér bíl

mánudagur, september 06, 2004

djöfull eru tvíhöfði að standa sig.. ég hlusta á þá á kannski 2 vikna fresti og það er alltaf e-ð sniðugt í gangi..
annard fékk ég staðfestingu hjá þeim á því að þessi Valur Gunnarsson (gagnrýnandi hjá DV og einn af liðinu hjá grapevine) er bara endalaust mikil gúrka.. Jón Gnarr sagði s.s. frá því að þeir tveir voru e-ð að ræða um þessi tölvupósts-peningasvindlmál öll í Nígeríu.. man ekki alveg afhverju, en Jón spurði allavegana þennan gaur "væri ekki sniðugt að skrifa grein um þetta í grapevine?" og Valur, riddari réttlætis og fordómaleysis svaraði með "neei er það ekki soldið mikill rasismi?"
ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það svona fávitalið sem er svo fullt af political correctness að það kreistist political correctness vökvi út úr eyrunum á þeim (einhverjir muna kannski eftir því sem hann skrifaði um lost in translation)...
það er eitt að vera laus við fordóma en það er annað að vera hálviti með kúk í hausunum.. æi ég nenni ekki að skrifa um þetta

laugardagur, september 04, 2004

fokking næturvaktir

lag dagsins: Devendra Banhart - A Sight To Behold
Tilbúin fegurð

Þú getur gifst konu
sem læknar hafa breytt.

Þú getur gifst konu
sem fyrir fegurð sína hefur greitt.

En mundu…
ósnert er hennar rót.
Börnin ykkar verða ljót.

Henrik Garcia



þetta ljóð fær verðlaun fyrir að vera best..

fimmtudagur, september 02, 2004

jæja það er bara fínt að vera kominn í skóla aftur.. sérstaklega þegar maður er bara í mesta lagi í 3 tímum á dag og alltaf búinn fyrir hádegi ahhah

lag dagsins: Björk - The Pleasure Is All Mine

miðvikudagur, september 01, 2004

komdu nú og hringdú hér í smááásálinaa! komdu nú og hringdu héér, jááá!