Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Gubb og piss og e-ð

Úff núna ætla ég að að nota þetta blogg í þeim tilgangi sem það var upphaflega stofnað, áður en einhverjar leiðinlegar reglur um að sýna háttvísi og að vera málefnalegur á internetinu komu fram..

Djöfull hata ég Sýn og þessa forhertu frethana sem stjórna þar. Þessi Pétur er bara heimskt fífl, og þessi rök hans fyrir því að verðið á enska boltanum hafi ekki hækkað eru með þeim ömurlegri sem ég hef heyrt. Hvað er líka málið með þessa þáttarstjórnendur og að leyfa viðmælendum sínum að gefa sé bara forsendur eins og þeim sýnist? Mér er drullusama um "umbunakerfi" Sýnar og hinn mikla ávinning þeirra sem eru í það miklum vandræðum með að eyða peningunum sínum að þeir geti leyft sér að borga 5000 kall á mánuði fyrir að horfa á golf og motorcross. Það er ekki eins og þeir taki eftir því. Ég er bláfátækur námsmaður sem eyðir þeim litlu pening sem ég á eftir á mánuði í enska boltann. En að núna þarf ég að borga fokking 5000 kall í staðinn fyrir 2000 kall. Tippahausar.
Og svo réttlæta þeir þennan tólf mánaða skuldbindingarfasisma sinn (enska leiktíðin er bara í 9 mánuði á ári samtals) með að segja beisikklí "já, en við sýnum nú pre-season leiki og oldboys bolta hina mánuðina." GEÐVEIKT!

Ekki séns að ég ætli að borga þetta okurverð sem þessir heimsku aular setja upp, bara því þeir fengu mikilmennskubrjálæði þegar það var verið að bjóða út útsendingarréttinn. Frekar sætti ég mig við að horfa á leikina á netinu á japönskum sjónvarpsstöðvum í einhverju vafasömu streami.

lag dagsins: R.E.M. - Imitation of Life

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Djöfull voru Fóstbræður fyndnir þættir. Þeir eru eiginlega betri í raunveruleikanum en þeir eru í minninguni. Núna er slatti af brotum úr þeim komin á YouTube og ég er búinn að vera að missa mig í því undanfarið..
11/11
Mússímúss
Leigubílstjóri dauðans
Eldri borgarar
Indriði á stjórnarfundi
Karlahornið
Sturla Magnússon Gimli
Eitthvað á mis
Falin myndavél
Launagreiðsla

Svo er eiginlega allt sem er þarna inni snilld

lag dagsins: Ljótu hálfvitarnir - Dagar koma

fimmtudagur, júlí 05, 2007

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Slayer, Ham og Seabear ráða ríkjum í dag. Ham rokka aðeins of feitt.

Ég týndi veskinu mínu í dag. Það er alveg í fyrsta skipti í 4 ár sem það gerist, sem er ótrúlegur árangur fyrir mig. En samt, það er pirrandi. Ég er búinn að reikna út að það eru 50-50 líkur á að ég finni það aftur. 30% af fólki á íslandi eru hálfvitar sem myndu bara halda veskinu eða ekki nenna að skila því, 10% eru of vitlausir til að vita hvað þeir eiga að gera, og svo eru svona 10% líkur á að það hafi dottið á einhverjum fáránlegum stað þar sem enginn finnur það. Vonum það besta.

Á morgun flyt ég inn til pabba og mömmu í tvær vikur þar sem þau eru að fara til Spánar í tvær vikur og einhver þarf að sjá um kettlingana. Allir velkomnir í heimsókn til að vera með læti \o9 <-- gaur með hanska

lag dagsins: Ham - Partíbær

sunnudagur, júlí 01, 2007

Snapp!

Þetta var nú meiri eðalhelgin...

Ljótu hálfvitarnir og Pig Destroyer eru alveg málið hjá mér þessa dagana.

Ég mundi allt í einu um daginn hvað ég hata Axl Rose og ömurlegu hljómsveitina hans mikið. ég gróf því upp fáránlega fyndið viðtalsbrot frá Kurt Cobain í tilefni af því.

AD: Is there anything about Guns N' Roses' music you like?

KC: I can't think of a damn thing. I can't even waste my time on that band, because they're so obviously pathetic and untalented. I used to think that everything in the mainstream pop world was crap, but now that some underground bands have been signed with majors, I take Guns N' Roses as more of an offense. I have to look into it more: They're really talentless people, and they write crap music, and they're the most popular rock band on the earth right now. I can't believe it.

AD: Didn't Axl Rose say something nasty to you at the MTV Video Music Awards in September?

KC: They actually tried to beat us up. Courtney and I were with the baby in the eating area backstage, and Axl walked by. So Courtney yelled, "Axl! Axl, come over here!" We just wanted to say hi to him--we think he's a joke, but we just wanted to say something to him. So I said, "Will you be the godfather of our child?" I don't know what had happened before that to piss him off, but he took his aggressions out on us and began screaming bloody murder.

These were his words: "You shut your bitch up, or I'm taking you down to the pavement." [laughs] Everyone around us just burst out into tears of laughter. She wasn't even saying anything mean, you know? So I turned to Courtney and said, "Shut up, bitch!" And everyone laughed and he left. So I guess I did what he wanted me to do--be a man. [laughs]

hahahahah!

ég nenni ekki að blogga. Bæ.