Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, mars 30, 2005

furðulegu vinkonur mínar, Sandra, Lovísa, Birna og Elva eru komnar með sameiginlegt blogg. Set ég hérmeð link á það.

Að auki eyddi ég nokkrum dauðum linkum

mánudagur, mars 28, 2005

ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er mjög sáttur við þetta reykingabann á skemmtistöðum sem er víst að fara í gang. Fyrst hélt maður að þetta myndi aldrei ganga en svo gengur þetta víst fínt á einhverjum stöðum úti. Reykingar koma mér ekkert við og fólk má reykja eins og því sýnist, en ef það ætlar að gera það þá getur það haldið þessu ógeði frá mér það sem það gerir mig þunglyndan og geðveikan. Hvað finnst fólki annars um þetta mál?

fimmtudagur, mars 24, 2005

hvað segir það um minn húmor að mér finnist þessi síða ógeðslega fyndin?

þriðjudagur, mars 22, 2005

í dag las ég hina margfrægu bók "Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni" fyrir krakkana í leikskólanum.. ég var flissandi allan tímann og þau skildu ekkert afhverju.. en þessi bók er ekki bara titillinn.. fyndnasta var samt alltaf viðbrögð dýranna þegar moldvarpan spurði hvort þau hefðu skitið á sig.. þau svöruðu neitandi geðveikt hneyksluð og skitu svo erftir það á jörðina.. því var svo alltaf lýst á mjög dramatískan hátt...
ég keypti risa-páskaeggið frá nóa síríus á 4000 kall. það er 1,5 kg. Allir mínir æskudraumar hafa ræst.

sunnudagur, mars 20, 2005

tvífarar dagsins:og

laugardagur, mars 19, 2005

blöh.. ég hata blogger.. skrifaði hérna fínustu færslu um daginn.. en svo kom e-ð error og hún þurrkaðist út.. og svo er netið búið að liggja niðri hjá mér þannig að ég hef ekkert getað skrifað.. ég hata jólin

annars heyrði ég eurovisionlagið áða.. það er catchy á mjög óþolandi hátt... spái því að við komumst í aðalkeppnina og endum svo í 11. sæti.

þriðjudagur, mars 15, 2005

í gær horfði ég á Af Fingrum fram-ripoff þáttinn Taka Tvö.. þar var rætt við Gísla Snæ Erlingsson sem leikstýrði m.a. Benjamín Dúfu.. það var fyndið að sjá hann Fúsa svona lítinn og saklausan í hlutverki Baldurs hvíta.. hann hefur þó hafið leiklistarferilinn á ný, núna síðast í stuttmynd sem hann, Smoni og Ingimar gerðu saman og er epísk. Þátturinn minnti mig líka á það þegar ég las bókina þegar ég var 7 ára, og hversu óendanlega mikið ég grét þegar ég kláraði hana.. sona, nú vitið þið það, Egill Viðarsson, ímynd karlmennsku og tilfinningakulda á Íslandi hefur líka sínar mjúku hliðar

mánudagur, mars 14, 2005

ég ætla að vakna í fyrramálið og steikja mér hamborgara áður en haldið verður til vinnu

sunnudagur, mars 13, 2005

jöh... ætli það sé ekki kominn tími á smá öppdeit... það er sosem lítið búið að vera gerast hja´mér undanfarið. ég vinn bara og vesenast, og hef því miður ekkert til málanna að leggja varðandi það sem er að gerast í heiminum þessa dagana..
ég var á árshátíð leikskóla reykjavíkur á föstudaginn (þessi stóra sem var færð í Egilshöllina) og það var ágætt.. alveg þangað til maturinn var búin, þá ákváðu þeir sem stóðu að þessu að það væri sniðugt að sýna beint frá idol úrslitunum sem var svo endalaust heimskulegt þar sem þetta tók alveg hálftíma og fólk var bara komið í einhvern sjónvarpsglápsfíling þegar þetta var loksins búið.. enda fór ég bara niðrí bæ stuttu eftir það.
Skemmtidagskráin var ömurleg (hún var reyndar bara engin þegar ég spái í því). Örn Árnason var veislustjóri og stóð sig eins og við mátti búast.. einhverntíman fyrir nokkrum árum þá bjó ég til uppskrift af lélegum brandara, og skrifaði niður nokkrar reglur eða sona gædlæns sem maður skyldi fylgja ef maður vildi hafa brandarann sem verstan. Ég tók sérstaklega eftir því að Örn Árnason virtist fara eftir öllum þessum reglum, t.d. að láta alla brandara ganga útá einhverja heimskulega orðaleiki, segja þá með hálfgerði "grínrödd", og svo nattlega að passa að enginn hlæji hærra að bröndurunum en maður sjálfur. Engu að síður fyrirgef ég honum.. hann er svo fyndin á að líta eða e-ð að maður verður bara að hlæja, sama hversu asnalega hluti hann er að segja. Annars var mjög gaman bara að taka þátt í þessari stærstu samkomu einhleypra kvenna á Íslandi frá upphafi.

Jæja ég ætla að vera duglegri héðan í frá..

lag dagsins: Micah P. Hinson - Stand In My Way

fimmtudagur, mars 10, 2005

vá.. alveg þvílík blogg-lægð á mér þessar vikurnar... lofa að bæta úr því á næstu dögum

laugardagur, mars 05, 2005

er það alltaf kostur að vera öruggur með sjálfan sig?