Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, mars 30, 2006

Það er e-ð myndband á Skjá Einum núna.. einhver gella sem heitir Katie Melua að syngja frekar krúttlegt lag (frekar óvenjulegt, þar sem Skjár Einn hefur tilhneigingu til að sýna bara stórkostlega ömurleg lög, sbr. ný Bon Jovi lög o.fl.).

Myndbandið vekur þó athygli mína. Hún er liggjandi allan tímann, og það er svona top down skot á efri hlutann á henni. Af einhverjum ástæðum er hún svo á mikilli ferð, eins og eitthvað sé að draga hana. Ferðalagið endar svo við hliðiná einhverjum hunk, sem er fyrir mér alveg frekar mikið anti-climax.
Ég skil ekki alveg hvaða tilfinningu þetta skot átti að vekja hjá manni, en ég (og örugglega allir aðrir) fékk það bara á tilfinninguna að einhver gaur væri að draga hana á löppunum einhvert til að nauðga henni, eða að snjómaðurinn ógurlegi væri að draga hana í hellinn sinn til að limlesta hana. Allavegana hefði ég endað myndbandið þannig.


ps. Santana er asnalegur

miðvikudagur, mars 29, 2006á mánudaginn keypti ég mér svona magnara, Vox AC15, sem þykir mjög æðislegur af gítarnördum og lúðum víðsvegar um heiminn.. og svo er þetta bítlamagnarinn! (ok það er reyndar AC30... en beisikklí sami hluturinn)... ég var fyrir nokkru eiginlega búinn að ákveða að setja mig gegn öllu magnara/gítarsnobbi, en ég er eiginlega hættur við það þar sem það er æðislegt að spila í gegn um hann.. ég geng jafnvel svo langt að segja að það sé unaðslegt... orð sem aðeins er notað yfir baðolíur og dýnur

þetta er lampamagnari (sem er víst e-ð úúííúúíí).. hann er ekki nema 15 vött, en fáránlega hávær miðað við það (plús það að ég held það skipti takmörkuðu máli hversu mörk vött magnarar séu... nema kannski fyrir gaurana í Steel Heart)...

jæja ég ætla að hætta þessu þar sem ég held ég hafi heyrt hest hneggja fyrir utan húsið mitt...

þriðjudagur, mars 28, 2006

Önnur áhugaverð staðreynd: Ef maður er viðbjóðslegt kvef, er standandi og snýtir sér nógu harkalega, þá fer jafnvægisskynið (sem er staðsett í eyranu eða nálægt því) til fjands og maður endar á því að detta klunnalega í gólfið. Enn og aftur er ég feginn því að það var enginn hérna til að sjá þetta.

ég ætti að byrja með eigið hálfvita-sitcom...


En yfir í mikilvægari mál...

Á hvaða tímapunkti nákvæmlega hætti Larry Mullen, trommari U2 að líta út eins og teenage heartthrob (þrátt fyrir að vera kominn vel yfir fertugt), og byrjaði að líta út eins og gamall indjáni?

sunnudagur, mars 26, 2006

Áhugaverð staðreynd: ef maður situr í u.þ.b. 90° stöðu með fæturna fram (t.d. uppí rúmmi hjá sér) og með laptop ofan á manni í u.þ.b. 30 mínútur, þá verða fæturnir á manni blóðlausir. Ef maður reynir svo að standa upp þá hrynur maður í gólfið á mjög kómískan hátt...

djöfull er ég feginn að það var engin nálægt til að sjá þetta..

föstudagur, mars 24, 2006

já.. heimasíða deildarinnar minnar á leikskólanum (Stjörnukot) er nokkuð impressive miðað við hinar deildirnar... t.d. þessi síða sem sýnir hversu heimspekileg börn eru áður en við eyðileggjum í þeim heilann með setningum eins og "Ari masar í síma" o.s.frv. (vona að einhver viti hvað ég er að tala um)

"Stelpur kyssa ekki stráka, strákar kyssa stelpur!"
þetta er t.d. sannleikur sem ég uppgötvaði ekki fyrr en ég var orðinn 16 ára

"Stelpur eru alltaf með hausverk, en strákum illt í maganum."
svo er líka mikill sannleikur í þessu.. enda er drengurinn sem mælti svo djúpþenkjandi snillingur

annars er árshátíð hjá mér í kvöld... jeeei

fimmtudagur, mars 23, 2006

[nörd]

Gaius Baltar er nú meira andskotans fíflið!

[/nörd]

þriðjudagur, mars 21, 2006

jæja.. ég ákvað í dag að þvo af sófanum mínum.. þegar ég var búinn að því setti ég draslið í þurrkarann, ekki vitandi hversu heimskulegt það er... núna kem ég því ekki almennilega á sófann.
hlæjið að vild

sunnudagur, mars 19, 2006

Maður gerir það sem maður gerir.
Það sem maður gerir er það sem maður gerir.
Gerir það, er það sem gerir maður.
Maður er og gerir, það sem maður gerir er.
Ertu gerir maður þessi gerur.
Endaþarmsgeirvarta.

laugardagur, mars 18, 2006

í gær var mér skotið til tunglsins en því miður drapst ég úr næringarskorti á leiðinni. það eina sem gat borið stolt nafn mitt sem flaut í formi dufts í himingeiminum voru börnin mín en þau dóu því miður öll úr fuglaflensunni sem herjaði á syni jarðarinnar á óheppilegum tíma.

föstudagur, mars 17, 2006

jæja þá eru bandaríkjamenn búnir að kalla herinn heim.. og án nokkurra almennilegra úskýringa.. ég held að einu skynsamlegu viðbrögðin séu að segja bandaríkjamönnum stríð á hendur.. held að grænland, færeyjar, og jafnvel kanada myndu styðja við bakið á okkur

miðvikudagur, mars 15, 2006þessi maður er að sögn frænda míns tvíburabróðir minn.. við höfum því líklega verið aðskildir við fæðingu...
þrátt fyrir það að ég sé augljóslega og by far myndarlegri bróðirinn, þá virðist hann hafa spjarað sig betur en ég, er að meika það í hollywood og leikur m.a. son Viggo Mortensen í einhverri mynd..
annars eru komnar upp nokkrar hugmyndir um hvernig ég get grætt á þessu/höstlað út á þetta.. góðir tímar framundan

þriðjudagur, mars 14, 2006

nohh.. bara heilsíðu umfjöllun um leikskólann minn í Blaðinu í gær (bls. 18) og risamynd af krökkunum á deildinni minni... i feel so special

sunnudagur, mars 12, 2006

you're nobody till somebody kills you

\o/

miðvikudagur, mars 08, 2006

krakk KRAKKk
FOkkKK!!

O_o o_O o_O
uuuuuuuuuuu

þriðjudagur, mars 07, 2006

æi þurfti nú endilega að sóa einu af stóru nöfnunum á Hróaskeldu í þau epísku leiðindi sem Guns'n'Roses eru... jæja, fyrstu vonbrigðin varðandi hátíðina í ár


lag dagsins: My Morning Jacket - Gideon

mánudagur, mars 06, 2006

ég og Kommi vorum í dag að ræða um fólkið á bakvið ruslpóst og slíka hluti, og hversu mikið við værum til í að fá nafn/ímeil/heimilisfang hjá þeim sem standa á bak við þetta dót í einhverjum sadistatilgangi...
við furðuðum okkur líka á að það væru ekki löngu komnar einhverjar svona nörda-ofurhetjur til að berjast gegn þessu.. fyrst það fyrirfinnst svona mikið af bitrum forritaranördum sem eyða tímanum í að búa til vírusa og spyware o.s.frv, þá hljóta að vera til einhverjir góðhjartaðir nördar sem berjast gegn illum ruslpósts/vírus/spyware dreifurum í gegn um tölvur með því að birta persónuupplýsingar þá (málið myndi svo bara leysa sjálft uppúr því).. eða jafnvel klíka af svona nördum, og þeir gætu haft eitthvað geðveikt flott crime-fighting logo sem myndi slá tölvuþrjótum víðsvegar um heiminn skelk í bringu
ég trúi ekki öðru en að einhver taki þessa hugmynd upp

fimmtudagur, mars 02, 2006

já.. sjónvarpsþáttagláp heldur áfram.. ég er búinn að vera að horfa á Futurama eins og óður maður... þetta eru líklega vanmetnustu sjónvarpsþættir í sögu alls.. sé eiginlega meira eftir að þeir hafi verið cancellaðir á sínum tíma en Family Guy

Zoidberg og Professor Farnsworth eru flottastir.. þegar ég er orðinn gamall ætla ég að vera alveg eins og Farnsworth

"enough talk! It's time for action. I move that everyone come to my apartment to snuggle my cat."

"I move that your cat stinks and is ugly!"