Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, október 28, 2006

jæja hún Lora sýndi mér þetta og það gladdi mig mjög.. hann Hrafn vinur minn er búinn að finna sér nýja stefnu í lífinu eins og sjá má hér, og þó að einhverjum finnist þetta asnalegt hjá honum þá fagna ég þessu bara og styð hann 100%.. mér finnst þetta bara flott hjá stráknum, enda hefur hann alltaf haft glöggt tískuauga

miðvikudagur, október 25, 2006

Mér finnst eitthvað alveg ógeðslega fyndið við auglýsinguna fyrir nýju plötuna hennar Hildar Völu, þökk sé þessum frábæra titli á henni...
einhver gaur að segja með ógeðslega ýktri rödd e-ð "nýja platan hennar Hildar Völu, "Lalala" er komin út! Ekki missa af þessari frábæru plötu! "Lalala" er komin í verslanir núna!" og svo í bakgrunninum heyrir maður hana syngja "lalalalala". Svona metnað í textasmíð hefur maður ekki séð lengi..

annars fékk ég 9,5 á stjórnmálaheimspekiprófi. Jei. Ég ætla að stofna stjórnmálaflokk.

þriðjudagur, október 24, 2006

ein af kisunum okkar (þessi hressari) fór til dýralæknis um daginn útaf einhverju ofnæmi sem gerði það að verkum að hún var að rotna lifandi (öll úti í sárum og ógeði). Læknirinn lét hana hafa pensilín og svona kómískan skerm sem hún þarf að vera með næstu vikurnar. Og þú hún sé orðin mun skárri líkamlega, þá situr hún núna bara allan daginn útí horni í þunglyndi og starir á mann sorgaraugum.

Fyrst er það þunglyndi.

Svo geðveiki.

föstudagur, október 20, 2006

ég var að enda við að drepa geitung inni hjá mér. Er eðlilegt að þeir séu ennþá lifandi? Ég er eiginlega farinn að bíða eftir því að það fljúgi geitungur með jólasveinahúfu inn til mín...

fimmtudagur, október 19, 2006

Jæja ég er hættur í football manager. Mér tókst að breyta Hull City úr liði í fallbaráttu í næstefstu deild í þrefalda englandsmeistara, þrefalda evrópumeistara og þrefalda bikarmeistara. Svo sagði ég af mér, og þar með er þessum kafla í lífi mínu lokið. Þetta fer án efa á ferilskrána í framtíðinni.
Annars er airwaves komið á fullt og það er mikil gleði. Næstu þrír dagar fara því í almennt sukk og tónleikastúss
Konami eru samt fífl að vera ekki búnir að gefa út pro evo 6, þar sem spilun á þeim leik áður en haldið er í bæinn er mikilvægur hluti af airwaves upplifuninni. Asnar.

miðvikudagur, október 11, 2006

"Þögnin er tign konunnar" - Aristóteles

hahahhahahahahha

mánudagur, október 09, 2006

biðst velvirðingar á bloggþurrð. Ég er því miður orðinn háður Football Manager.

áfram Hull!

þriðjudagur, október 03, 2006

ég hef komist af því eftir helgina að stærðfræðigaurar eru leeeeiiiiðiiinleeeegiiiir
Fleira var það ekki.
Bara tvær vikur í airwaves jeeeei