Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, október 30, 2008

I. Mér hefur orðið tíðrætt um norsku blackmetal-hetjuna Gaahl á þessu bloggi. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég færslu um hann eftir að hann hafði lent í fangelsi fyrir að drekka blóð úr einhverjum gaur í partíi. Nokkrum mánuðum eftir það ákvað ég að senda hljómsveitinni bréf sem finna má hér. Margir hefðu haldið að nokkura mánuða fangelsisvist hefði dregið úr athafnagleði Gaahls, en nei, svo er ekki. Þessa dagan er Gaahl, eða Kristian Eivind Espedal eins og hann heitir víst á frummáli, kominn út úr skápnum og er farinn að hanna kvenmannsföt með kærastanum sínum, módelumboðsmanninum Dan De Vero. Sögusagnir um þetta komust fyrst á kreik þegar De Vero sagði í viðtali að "Kristian og áttum í mjög nánu sambandi, og hann sagði mér oft að hann bæri afar sterkar tilfinningar til mín."
Hér má sjá mynd af þeim á góðri stundu

Við hér hjá Kærleikslandi óskum Gaahl að sjálfsögðu til hamingju með kynhneigð sína og óskum honum alls hins besta á nýjum starfsvettvangi sínum.

II. Í kjölfar efnahagshruns Íslands og aulaháttar hjá þeim sem bera ábyrgð, og þar sem útlit er fyrir algera uppstokkun á þjóðfélaginu hef ég ákveðið að hafa meiri áhuga á þessum hlutum en ég hafði áður. Ég læði jafnvel inn einni og einni færslu um eitthvað slíkt.

III. Ég er kominn með vinnu á Sæborg. Jibbí.

IV. Vill einhver selja mér Xbox 360?

þriðjudagur, október 28, 2008

Þetta finnst mér fyndið. Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju lið í dreifbýli kýs repúblikana á meðan lið í þéttbýli kýs demókrata? Besta svarið fær bloggverðlaun frá mér.

þriðjudagur, október 21, 2008

I. Airwaves yfirstaðin. Tónlistarlega var hátíðin hálfgerð vonbrigði. Eða kannski nennti ég bara ekki að hlusta almennilega því mér finnst tónlist leiðinleg. Allavega stóðu Swords of Chaos, FM Belfast og Boys in a Band upp úr.

II. Kreppa blablabla efnahagsástand blablabla

III. Ég held að heilinn á mér sé bilaður. Eða bara kominn fram yfir síðasta söludag.

IV. Rikke er enn og aftur farin til Danmerkur. Dísös.

fimmtudagur, október 02, 2008

I. Undanfarna daga og vikur er ég búinn að missa mig algjörlega í Harry Potter lestri. Ég las fyrstu bókina á sínum tíma og var mjög hrifinn, en gat svo aldrei ákveðið mig hvort ég vildi lesa næstu bók á ensku eða íslensku. Nú, 5 árum seinna tók ég ákvörðun og er búinn að spóla í gegn um Chamber of secrets, Prisoner of Azkaban, Goblet of Fire og Order of the Phoenix á ensku. Ég er búinn að lesa 1300 blaðsíður á innan við viku og er yfir mig hrifinn. Er að deyja úr spenningi yfir að lesa síðustu tvær.

II. Þrátt fyrir þennan endalausa pening sem dælt er í forsetakosningarnar í bandaríkjunum, og þá miklu áherslu sem lögð er á efnahagsmál, utanríkismál og og önur "málefni", þá er ég nokkuð viss um það að forsetakosningarnar í bandaríkjunum munu að lokum ráðast af því að nafnið Obama rímar við Osama, og að John McCain heitir næstum því John McClane, en John McClane er líklega erkitýpa amerískrar karlmennsku.

III. Ég gróf upp "Bók athafna" sem ég byrjaði á síðasta sumar, en gafst upp á eftir nokkra mánuði. Sú bók fólst í því að skrifa niður atburði hvers dags sem skáru sig úr öðrum dögum á eins hlutlausan hátt g ég gat og gaf þeim svo einkunn. Þetta var gert til að forðast það að allir dagar rynnu saman í eitt í minningunni. Hér er ein færsla:
" 21. júlí '07 Laugardagur
Fór í partí til Eika hennar Ylfu. Drakk mig pissfullan og hringdi í alla í heiminum og talaði með vestur-íslenskum hreim. Grenjaði smá. Endaði í gítar/þverflautupartíi með einhverjum útlendingum fyrir utan Hallgrímskirkju.
Einkunn: 7,0."
Ég er ekki frá því að ég verði eiginlega að endurvekja þessa ágætu bók..