Það er ekki nóg að vera samviskusamur, góður og reyna alltaf að breyta rétt til að komast undan erfiðleikum í lífinu. Maður getur samt alltaf orðið fyrir bíl á leiðinni heim úr vinnunni og lamast fyrir neðan háls. Jesú var t.d. fínn gaur, og hann var negldur við spýtu.
Svo er það líka miserfitt fyrir fólk að sætta sig við sjálft sig, sína kosti og sína galla. Sumir gefast upp og hætta að búast við nokkru góðu úr lífinu.
En ég held að þeir sem reyna alltaf að leggja sig fram við að sættast við sjálfa sig, og njóta þess sem þeir hafa, sama hvaða hæðum þeir kunna að ná í sjálfsfyrirlitningu og sjálfsvorkunn á lífsleiðinni, séu ólíklegri til að henda sér fyrir lest en hinir.
Stundum verður maður samt að vera óhræddur við að þiggja hjálparhönd. Það reynist sumum erfitt.
En það góða við það, er að það er yfirleitt lítið mál þegar það er kannski löngu búið að traðka stolt manns og sjálfsmynd niður í jörðina.
Fuglinn okkar hann Dilbert var t.d. e-ð ósáttur við líf sitt, og ákvað að fljúga út um gluggann.
Hann er að öllum líkindum dauður núna.
Ég sakna hans.