Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, nóvember 28, 2005

Vá.. þegar maður er krakki þá gerir maður sér ekki grein fyrir hvað fullorðinsárin munu verða eintómt vesen... ég sakna þeirra daga þegar hápunktur tilverunnar var Nintendo tölvur, afmælispakkar og nammi á laugardögum

Það er ekki nóg að vera samviskusamur, góður og reyna alltaf að breyta rétt til að komast undan erfiðleikum í lífinu. Maður getur samt alltaf orðið fyrir bíl á leiðinni heim úr vinnunni og lamast fyrir neðan háls. Jesú var t.d. fínn gaur, og hann var negldur við spýtu.

Svo er það líka miserfitt fyrir fólk að sætta sig við sjálft sig, sína kosti og sína galla. Sumir gefast upp og hætta að búast við nokkru góðu úr lífinu.
En ég held að þeir sem reyna alltaf að leggja sig fram við að sættast við sjálfa sig, og njóta þess sem þeir hafa, sama hvaða hæðum þeir kunna að ná í sjálfsfyrirlitningu og sjálfsvorkunn á lífsleiðinni, séu ólíklegri til að henda sér fyrir lest en hinir.
Stundum verður maður samt að vera óhræddur við að þiggja hjálparhönd. Það reynist sumum erfitt.
En það góða við það, er að það er yfirleitt lítið mál þegar það er kannski löngu búið að traðka stolt manns og sjálfsmynd niður í jörðina.

Fuglinn okkar hann Dilbert var t.d. e-ð ósáttur við líf sitt, og ákvað að fljúga út um gluggann.
Hann er að öllum líkindum dauður núna.
Ég sakna hans.
hvað gerir maður þegar allt byrjar að springa í kring um mann?

um síðustu jól ákváðum ég og eyjó í sameiningu að ég skyldi gefa honum einhvern furðulegan indíplebbadisk í jólagjöf, og að hann skyldi gefa mér einhvern furðulegan tekknódisk (þar sem ég hlusta á mikið indíplebb og hann mikið á tekknó) ég gaf honum blueberry boat, og hann gaf mér disk með einhverjum gaur/gaurum sem kalla sig deatbeat... ég held að hann/þeir séu þýskir eða e-ð... allavegana er ég að hlusta á þetta núna, og þykir mér afar smekklegt

og það minnir mig á að jólin nálgast.. babar með rjóma

laugardagur, nóvember 26, 2005

drama
vá.. það er góð tilfinning þegar maður skoðar sjálfan sig upp á nýtt og kemst að því að maður hafi allan andskotans rétt til að hata/van-líka við einhvern einstakling/einstaklinga sem hefur/hafa valdið manni hugarangri/sárindum.. reiði er þægilegri tilfinning en sorg
/drama

annars hitti Týri annan hund áðan í fyrsta skipti í langan tíma.. það var Kátur, hundurinn ahns Arnar sem varð þess heiður aðnjótandi.. það fór svona fram

Kátur: Sæll
Týri: Sæll
Kátur: leyfist mér að þefa af anus yðar?
Týri: gjörðu svo vel, en aðeins ef mér leyfist að þefa af yðar anus á eftir
Kátur: ekkert mál
Týri: heyrðu á ég ekki bara að þefa af endaþarmi yðar á meðan þú þefar af mínum um leið? Það væri góð hagræðing og sparar okkur dýrmætan tíma sem gæti farið í það að þefa af tilgangslausum hlutum og elta á sér skottið.
Kátur: Góð hugmynd lagsmaður.
*Mínútur líða*
Týri: Heyrðu félagi, ég hef nýverið náð kynþroska, mætti ég nokkuð hömpa á þér löppina?
Kátur: Ertu viti þínu fjær? Ég er kannski hundur en ég er ekki öfugur
*Týri riðlast á Káti*
Kátur: Farðu af mér bannsetur unglingur!
Týri: Þér var nær að vera að sleikja á mér eistun þarna áðan.

...svona gekk þetta í svona hálftíma þangað til við fórum með Kát... hundar eru skrýtnir

og ég er ég að fara á sigur rós tónleikana á morgun.. purtí \o/

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

já... ég horfði á Crash áðan.. mynd sem fór alveg framhjá mér. Ein af betri myndum sem ég hef séð.. topp 10 allavegana.
Almennt þykir hún mjög góð en það sem einhverjir hafa verið að gagnrýna hana fyrir er að vera allt of "overstated" (djöfull er ég mikill kani) og sé að rembast allt of mikið við að vera "in jor feis" gagnvart einhverju viðkvæma máli (rasisma), en geri það á allt of ýktan hátt o.s.frv. svo er kannski hægt að finna einhverja aðra galla á þessari mynd (þetta er fyrsta mynd leikstjórans) en mér er alveg sama

Það sem ég fékk út úr þessari mynd var ekki endilega bara það sem sneri að rasisma, heldur hversu fólk er margslungið, og ófullkomið á margan hátt.. hversu mikil áhrif aðstæður og tilviljanir hafa áhrif á samskipti fólks, og einmitt hvernig þær móta fólk (oft gert á mjög ýktan hátt í myndinni, en mér fannst það ekki skipta máli), skilin á milli "vondi kallinn/góði kallinn" geta verið tilviljunarkennd o.s.frv... svo fannst mér flestar persónurnar mjög áhugaverðar.. það vill reyndar svo til að þetta eru hlutir sem ég hef velt mikið fyrir mér undanfarnar vikur/mánuði þannig að þessi mynd hitti vel á, en allavegana.. mæli sterklega með henni fyrir þá sem hafa ekki séð hana
"Ok Lindsay, are you forgetting that i was a professional twice over? Analyst and a therapist. The worlds first analrapist."

ég var í klippingu. Ég lít út eins og Beaker/nasisti \o/

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

lömbin mín!
margt að breytast hjá mér þessa dagana
fleygja og endurnýja.. en samt aðallega fleygja

mánudagur, nóvember 21, 2005

vá.. furðulegur dagur

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Your Career Type: Artistic

You are expressive, original, and independent.
Your talents lie in your artistic abilities: creative writing, drama, crafts, music, or art.

You would make an excellent:

Actor - Art Teacher - Book Editor
Clothes Designer - Comedian - Composer
Dancer - DJ - Graphic Designer
Illustrator - Musician - Sculptor

The worst career options for your are conventional careers, like bank teller or secretary.


djöfull verð ég ríkur, hohoho

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

our mother should have
just named you Laika
------
--
------

sunnudagur, nóvember 13, 2005

vá.. var að fatta að ég er búinn að borða eina ferskju síðastliðnar 48 klst

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Gítarinn kostar 200.000 dollara. Þið eruð öll ömurleg í að tjá ykkur nema þessi þrjú sem giskuðu.

en já.. minn ágæti vinur Hjörleifur Skorri Þormóðsson hefur hafið bloggun á ný eftir langt hlé.. það er gott, þar sem hann er einn af fáum langfærslubloggurum sem skrifar langar færslur sem ég nenni að lesa. Þarna færir hann áhugaverð rök fyrir því að englar séu í raun hræætur sem búi í hreiðrum á Hrísey. Gæði.

Annars er ég búinn að vera í mikilli krísu í dag.. þannig er mál með vexti að ég fór í bakaríið og keypti bakkelsi + 2 litlar fernur af léttmjólk. Þegar ég var búinn uppgötvaði ég að ég hafði bara klárað eina fernuna og hafði því ekkert með hina að gera. Ég gekk því að ruslatunnunni og ætlaði að fleygja henni, en ákvað svo að það væri eitthvað mjög rangt við að henda fullkomlega góðri mjólkurfernu. Þegar ég kom svo heim fannst mér svo frekar asnalegt að setja hana inn í ísskápinn hjá öllum stóru mjólkurfernunum og ályktaði sem svo að fólk myndi álíta mig geðveikann.
Ég ákvað því að fleygja henni bara á gólfið einhversstaðar í húsinu og hlaupa í burtu.
Það fór ekki betur en svo að Auður systir mín kom inn til mín um kvöldið með mjólkurfernuna og neyddi mig til að horfast í augu við vandann. Ég streittist á móti í fyrstu og reyndi bara að horfa fram hjá honum, en Auður leyfði mér ekki að komast upp með það. Eftir miklar rökræður þá ákváðum við að við skyldum geyma hana inni á baði þar til hún væri orðin útrunnin, og fleygja henni svo þegar hún væri komin fram yfir síðasta söludag.
Ég er feginn að ég á svona góð skyldmenni til að halda mér á réttri braut þegar ég er við það að gera einhverja vitleysu. Maður á ekki að hlaupa frá vandamálum sínum.
Þennan gítar fann ég til sölu á netinu.. eru einhver takmörk fyrir því hvað e-r planki + strengir getur kostað mikið? Jesús kristur..

(og giskið nú á verðið.. sigurvegarinn fær bjór og nudd frá mér)

ps. djöfull er kominn tími á að skipta úr þessu ljóta ljóta templatei

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

æi vá.. afhverju skýtur ekki einhver Mike Love

mánudagur, nóvember 07, 2005

föstudagur, nóvember 04, 2005

Týri er búinn að læra hvernig á að skipta um stöð á sjónvarpinu með fjarstýringunni... þar með er ég búinn að ala sveitaeðlið úr honum og hann orðinn sannur borgarhundur

Hver er munurinn á banana og púlara?

Púlari heldur með Liverpool, og er þar af leiðandi bjáni

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

kaupa! kaupa! kaupa!
90% af öllum púlurum yfir 27 ára aldri búa ennþá hjá foreldrum sínum

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

hohoho.. rústaði fornaldarheimspekiprófinu.. lífið er ljúft þessa dagana
annars hef ég hafist handa við að skrifa texta f. lög.. það er sérlega gaman.. maður fær tækifæri til að snúa hlutum á hvolf og bulla e-ð
Týri er að verða unglingur.. hann er alltaf að brúka munn og skella hurðum.. svo held ég að hann sé byrjaður að fikta við eiturlyf.
hann kynntist líka snjó í fyrsta skiptið um daginn.. viðbrögð hans voru kómísk