Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, júlí 28, 2006

vá... ég var að horfa á V for Vendetta (a.k.a. Eiríkur Fjalar fer til London).. geðveik mynd! og líklega svona þriðja myndin sem ég sé á þessu ári.. verð að farað hisja upp um mig buxurnar

annars á ég bara þrjá daga eftir af vinnunni.. ég ætla að halda upp á það með að vera fullur alla helgina.

ps. vill einhver koma með mér og auði á Innipúkann? allavegana á föstudeginum... ekkert sem ég vill voða mikið sjá hina dagana

þriðjudagur, júlí 25, 2006

hahahahah ég er að horfa á Beverly hills... ég elska hvað þessir þættir eru með mikið 80's hangover.. allir með ógeðslega stórt hár, húsþak-laga augnbrúnir og kringlótt gleraugu
þetta æðislega gítarsóló í upphafsstefinu er líka alveg að gera sig... nýju uppáhaldsþættirnir mínir

ps. Luke Perry er æði

mánudagur, júlí 24, 2006

jæja gleðin í vinnunni hættir aldrei.. þessa síðustu daga mína í vinnunni verð ég settur í það að slá gras út um allan bæ á einhverri fáránlega ofvaxinni slátturvél sem lítur út eins og einhver framtíðarskriðdreki.. passið ykkur!

sunnudagur, júlí 23, 2006

afhverju hafa golfarar alltaf einhvern helvítis hanska hangandi út úr rassgatinu á sér?
Ég er þunnur

ps. mörgæs í slökkviliðsbíl. Ennþá.
Ég er fullur

ps. mörgæs í slökkviliðsbíl.

föstudagur, júlí 21, 2006

ég þarf líklega að fara í einhverskonar uppskurð á hægri fæti. Töff.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

í kvöld fór ég í bólíng með fólki úr vinnunni... það er mjög gaman í bóóólíng fyrir utan það hvað ég er ömurlegur í bóóóóólíng.
Það verður einhver frestur á að myndirnar frá hróaskeldu komi inn þar sem krummi (sem er verndari þeirra) er að vinna næstu 3 árin samfleytt.. en þetta kemur á endanum!

ps. fyrir þá sem eru orðnir pirraðir á að ég svari aldrei á msn er það því tölvan útí skúr loggar sig alltaf inná óumbeðin.. hefur þetta orðið til margra vinaslita en ég hef ákveðið að binda endi á það hér.

mánudagur, júlí 17, 2006

jæja lífstakmark mitt núna er að lifa þetta af og græða einhvernveginn á því..
en já ég er búinn að vera að flakka e-ð um netið og lesa um alheiminn og stærð hans.. þetta er það sem ég komst að (allt á ensku):

Sólkerfið okkar er í "milky way" vetrarbrautinni, og þvermál hennar er um 100.000 ljósár (946,052,840,487,900,000 km).

The milky way er svo hluti af einhverju sem heitir "the local group", sem er hópur af um 30 öðrum álíka stórum vetrarbrautum. Þvermál þessa hóps er svo um 10.000.000 ljósár.

Þessi hópur er svo hluti af einhverju sem kallast "the virgo supercluster" sem inniheldur nokkur hundruð svona vetrarbrautahópa. "The virgo supercluster" er svo um 200 milljón ljósár að þvermáli.

Talið er að það séu um 10 milljón svona superclusterar í alheiminum.


svo er ég að svekkja mig yfir því að þurfa að labba í vinnuna á morgnanna...

sunnudagur, júlí 16, 2006

nei hæææææ
já floooott

miðvikudagur, júlí 12, 2006

mér finnst skerí hvað maður þekkir sjálfan sig í raun lítið.. t.d. ef maður ímyndar sér einhverjar aðstæður sem maður gæti lent í og er að velta fyrir sér hvernig maður myndi bregðast við, þá veit maður það ekki alltaf.

annars hefur heimsóknafjölodi hingað snarlækkað og það kommentar enginn lengur.. ég er hættur að nenna þessu

mánudagur, júlí 10, 2006

kominn heim!
Afar áhugaverð ferðasaga + fullt af myndum kemur inn á næstu dögum...

annars erum við búin að eignast tvo litla kettlinga... það er ekki liðnir nema u.þ.b. 4 mánuðir frá gæludýrarassíu pabba og mömmu hérna heima, og við erum strax kominn með ný dýr... undarlega undarlega heimili
annars eru þær mjög sætar.. tvær læður (systur), og ekki nema örfárra vikna gamlar. ég veit samt ekki hvort ég eigi að treysta þeim strax því eins og allir vita eru kettir vondir, en við sjáum til..

æjá.. allir sem vilja sjá frækið viðtal við mig og Auði í Ísland í dag síðastliðinn þriðjudag um soðið piss o.fl. fara hér... reyndar neyðist maður fyrst til að horfa á eitthvað 8 mínútna viðtal um mansal.. en það er þess virði! eða eitthvað

sunnudagur, júlí 09, 2006

Þetta er líklega það fyndnasta sem ég hef heyrt.. þessi gaur er svo óendanlega góður.... allir að hlusta á hvert einasta lag á þessari síðu.

Bjarni þetta á sérstaklega við um þig!

fimmtudagur, júlí 06, 2006

jæja frakkar og ítalir bara í úrslit... það skal tekið fram að ég spáði frökkum heimsmeistaratitlinum í byrjun móts.. engu að síður finnst mér random að þeir skuli hafa komist þangað

annars erum við í köben núna í íbúðinni hans Péturs (tölvan hans með íslenskt lyklaborð og allt).. búin að taka því mjög rólega undanfarna daga og ég mun líklega gera það áfram þangað til ég kem heim á sunnudaginn... annars er þetta búið að vera frábær ferð, og ég skal skrifa almennilega ferðasögu þegar ég kem heim ef ég nenni.