Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, maí 29, 2007



lol

þriðjudagur, maí 22, 2007

Öppdeit:

Ég er byrjaður að vinna. Hjá raunvísindastofnun. Það er heví hresst. Einkunnir byrjaðar að rúlla inn, og þær eru töff.

Hamstramamma eignaðist 7 hamstrabörn, sem eru ekki lengur ógeðslegar pöddur (eins og hamstrabörn eru í fyrstu), heldur krúttípúttípútt. Ef einhver sem les þetta vill eignast hamstur þá stendur það til boða.

Kisan okkar á Hagamelnum er líka ólétt, er orðin algjör fitujussa og á von á kettlingum eftir 1-2 vikur. Ef einhver sem les þetta vill eignast kettling þá stendur það einnig til boða.


Auður kláraði stúdentinn um helgina og útskrifaðist frá Borgarholtsskóla. Í tilefni af því hélt hún feitt afmælis + útskriftarpartí. Ég ditsaði reyndar athöfnina sjálfa til að horfa á bikarúrslitaleikinn, en sé pínu eftir því núna, þar sem hún dúxaði með 9,64 í meðaleinkunn og fékk fullt af verðlaunum. Hún er þó voða lítið að básúna því, þannig að ég sé bara um það fyrir hana.
Þegar ég átti tuttugu ára ammó þá skrifaði Auður þessa huggulegu færslu í tilefni af því. Ég ætla því að gera það svipað núna.
Yngri árin eru eitthvað heldur mikið í móðu hjá mér, en við vorum þó bestu félagar framan af, og hún var voða ljúf og góð litla systir. Hún gat þó verið mikill skaphundur og ég man t.d. þegar við bjuggum úti í Kanada, og pabbi og mamma, tiltölulega ungir foreldrar sem höfðu mikinn metnað fyrir fjölskyldulífinu, tóku því upp á því að halda svokallaða Fjölskyldufundi, þar sem við áttum að fara saman yfir það sem betur mætti fara á heimilinu o.s.frv. Þau keyptu meira að segja stílabók þar sem þau ætluðu að skrifa niður það sem færi fram. Fyrsta mál á dagskrá fyrsta fundar var svo að fá Auði (sem var þá 5-6 ára) til að taka til í herberginu sínu. Eitthvað var hún ekki sátt við það, og ég man ennþá hvernig alheimurinn nötraði undan öskrunum í þessu andsetna 5 ára barni.
Fundinum var slitið eftir þetta og fleiri voru ekki haldnir.

Annars vorum við alltaf ágætisfélagar á þessum árum eins og heyrist t.d. á þessari upptöku (um miðbik).
En svo frá árunum 1995-2000 þá öðlaðist hún sjálfstæðan vilja, og ég gerðist gelgja. Eftir það fólust samskipti okkar aðallega í daglegum rifrildum og slagsmálum. Það magnaðist svo upp þegar leið á unglingsárin, og endaði næstum því með endalokum alheimsins. En við róuðumst þó með árunum, og síðasta minning mín af slíku er þegar ég skvetti kókglasi framan í hana við matarborðið einhverntíman fyrir 4-5 árum (djöfull var það fyndið). Síðan þá hafa hlutirnir nokkurnveginn legið uppávið. Hún hefur augljóslega fattað að ég hef alltaf rétt fyrir mér, og við erum því aftur best böds í dag.

Og núna er hún orðin stúdent og gamalmenni. Undanfarið ár er búið að vera mjög viðburðarríkt hjá henni þar sem hún er búin að vera í fornámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur búinn að taka menntó í fjarnámi samhliða því. Hún er búinn að finna sig geðveikt vel í Myndlistaskólanum, eignast fullt af vinum og er held ég mjög sátt með lífið þessa dagana. Ég er ofur-stoltur af henni og hún allt gott skilið þar sem hún er almennt töff. Þar að auki er hún geðveikt skemmtileg og fyndin systir+vinkona, sem fer sínar eigin leiðir í lífinu. Mér finnst líka fyndið að hugsa til þess hvað við erum miklir hómís í dag miðað við hvað við eyddum miklum tíma í að hata og berja hvort annað í æsku. Það er samt oft þannig og það er líklega einhverja stærðfræðilega fylgni þar að finna á meðal systkina.

Þannig að ég segi bara til hamingju með drasl Auður mín.

lag dagsins: Egill, Auður og Týri - Bluhmenkohl

fimmtudagur, maí 17, 2007

Uppfært: þessi færsla veiktist og þurfti að fara heim

mánudagur, maí 14, 2007

Ég er búinn í prófum \o/

Í dag var góður dagur.

Bless.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Kvenhamstur heimilisins var að eignast afkvæmi. Þetta gerðist fyrir 2 dögum síðan að ég held. Síðan þá hefur ekkert spurst til hamstramömmu né afkvæmanna. Þau fela sig bara í einhverju horni í búrinu.

Ég er því nokkuð viss um að þessa stundina er hamstramamma að sprauta tómatsósu og season-all yfir þau og er að búa sig undir gúrmei-máltíð, eins og vinsælt er hjá barnseigandi hömstrum.

Sorrí Lora, þú verður bara að umbera svartsýni mína

lag dagsins: Bonnie "Prince" Billy - Theme for the Young at Heart

Edit: ég breyti lagi dagsins hér með í lagið Convoy með C.W. McCall. Þeir sem hafa horft á Futurama þekkja það. Ég er ekki frá því að þetta sé besta lag allra tíma.

sunnudagur, maí 06, 2007

"Árangur áfram - ekkert stopp" er líklega versta slagorð í sögu alheimsins.

Eftir að ég heyrði það varð ég þunglyndur. Nú verð ég að lifa við þá staðreynd til æviloka að ég hef að móðurmáli tungumál sem felur í sér möguleika á svona óendanlega klunnalegri og aulalegri uppröðun á orðum.
Takk Framsókn.

Ég er að lesa fyrir frumspekipróf. Ég bjóst við stjarnfræðilegum leiðindum, en þessi seinni hluti námskeiðsins hefur þó komið mér á óvart og er ekkert það leiðinlegur. Samband hugar og heila er alveg ágætlega áhugavert. Þó rekst maður á fyndnar setningar inn á milli, eins og "Here, the is is the is of identity", og "Similarly, brain states, events, or processes would fail to be identical with mental states, events, or processes if brain states, events, or processes possessed properties not possessed by mental states, events or processes; or if mental states, events, and processes possessed properties not possessed by brain states, events, or processes."

Ha ha ha!

Lag dagsins: Björk - Wanderlust

föstudagur, maí 04, 2007

Jæja, undanfarnar vikur er ég mikið búinn að stressa mig á því að vera ekki kominn með sæmilega vinnu í sumar, og er búinn að gera allt sem í mínu valdi stendur til að redda því. Ég hef samt komist að því að það er með öllu tilgangslaust að hafa einhver áhrif á gang mála, þar sem hlutirnir reddast yfirleitt hjá mér á einhvern undraverðan hátt

Síminn minn hringdi s.s. í dag:

Ég: Halló
Gaur: Já sæll vertu. Jæja ertu búinn að ákveða þig?
Ég: ....ha?
Gaur: Já í sambandi við vinnuna.
Ég: Hver er þetta?
Gaur: Nei heyrðu fyrirgefðu, er ég kannski að hringja í vitlaust númer?
Ég: Já ætli það ekki.
Gaur: Æi fyrirgefðu, mín mistök, ég er á Stúdentamiðlun og hef líklega valið vitlausa atvinnuauglýsingu *muldur muldur*.
Gaur: ....heyrðu, ert þú annars kominn með vinnu í sumar?
Ég: Nei reyndar ekki
Gaur: Heyrðu, ég ætla að hringja í þann sem ég ætlaði að hringja í, og ef hann er hættur við, þá hringi ég bara aftur í þig.
Ég: ...

Svo hringdi hann aftur, ég fór þangað og fékk vinnuna. Jibbí.

Annars er Hjölli byrjaður að blogga aftur í 439574985aða skipti. Hann fékk sér reyndar moggablogg, og ætti að skammast sín fyrir það, en það gleður mig engu að síður

lag dagsins: Aphex Twin - Rhubarb

fimmtudagur, maí 03, 2007

oj það er fólk að faðmast fyrir utan gluggann minn...

Djöfulsins viðbjóðslega klám.

miðvikudagur, maí 02, 2007

Jæja ég er ennþá að ná mér eftir þennan ömurlega meistaradeildarleik í gær.. ég hef þó ákveðið að fremja ekki sjálfsmorð.

Ég var að tala við Hjölbert um daginn um lífið og tilveruna á meðan við sátum báðir sátum við að læra fyrir þessi próf, (hann þó talsvert sveittari sökum þess að sálfræðideildin er ómannleg og kæfir lífsneistann í fólki), hann var alveg að bugast, og hann benti réttilega á það að háskólanám, og þá sérstaklega í sumum deildum, þá þarf maður að vera nokkuð harður til að lifa það af.

Þá spyr maður sig, afhverju er þá hin almenna ímynd venjulegs háskólanema bara einhver saklaus nörd með gleraugu og hliðartösku sem gerir engum neitt? Það er tímaskekkja þykir mér. Háskólanám í dag er ekki fyrir einhverjar helvítis teprur.

Okkur Hjölla finnst að það sé kominn tími á ímyndarbreytingu. Burt með stamandi nörda og nördur sem hafa döll málefnalegar skoðanir á döll hlutum og sussa á hvort annað á Þjóðarbókhlöðunni, yfir í stórhættuleg dusilmenni/dusilkvendi sem húsmæður óttast.
Fólk sem tekur ekki skít frá neinum, lendir í slagsmálum og rispar bíla um helgar á milli þess sem það situr yfir sínum 1200 bls. þykku námsbókum, keðjureykjandi og bölvandi með flösku af Jack Daniels í hendinni.

"Hvað ætlar þú að gera eftir menntó Lallí minn?"
"ég er að spá í að fara bara í líffræði í HÍ."
"....."
"veistu ekki hvers lags fólk aðhefst þarna? Ég vill ekki þurfa að sækja son minn upp á gjörgæslu viku eftir viku eftir að hafa orðið fyrir barðinu á þessum lýð! Afhverju ferðu bara ekki í Vélskólann og lærir að verða sjómaður eins og annað sómafólk."

Fyrirmyndasamfélag!

Lag dagsins: Boards of Canada - Telephasic Workshop (aftur)