Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, nóvember 30, 2007

Ég held ég myndi ekki höndla að búa í Bandaríkjum. Mun meira áreiti, allt mun stærra, aftengdara og kuldalegra. Ég er í rauninni mjög ánægður með að búa á Íslandi út af þessu. Það sem mér finnst heillandi að það er í rauninni ekki mikið mál að útiloka sig bara frá markaðsvæðingu og neyslubilun (eða allavegana fylgjast með henni úr fjarlægð).

Við gleymum því stundum að við búum í pínulitlu samfélagi. 300.000 manns og þar af ekki nema u.þ.b. helmingur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki neitt, og afleiðingin er líklega sú að það er allt mun persónulegra eða milliliðalausara en útí hinum stóra heimi.

Það sem ég er ánægðastur með er að það eru einfaldlega ekki skilyrði fyrir einhver "faceless corporations" sem fólk upplifir sig algjörlega máttlaust gagnvart og verður bara að sætta sig við. Þannig "aftenging" getur held ég ekki átt sér stað hérna nema upp að ákveðnu marki.
Þessvegna finnst mér undarlegt hvað fyrirtæki eru e-ð að færa sig upp á skaftið þessa dagana á ákveðnum sviðum, og hvað fólk tekur því sem sjálfsögðum hlut. Ruslpósti hefur fjölgað alveg rosalega undanfarin 3-4 ár án þess að maður átti sig almennilega á því.
Fólk stimplar þetta svo bara ósjálfrátt sem "ruslpóst" sem sé bara "eðlileg þróun í okkar markaðsvædda samfélagi", en það er samt bara bull.
Hérna má ennþá bara rekja þetta á einfaldan hátt, og mjög milliliðalaust, til einhvers Jóns Ragnars Sigtryggssonar út í bæ sem er markaðsstjóri hjá einhverju fyrirtæki og finnst sniðugt að senda leiðinlegan póst heim til fólks með upplýsingar um leiðinlega starfsemi.
Þar af eru nokkur fyrirtæki mjög áberandi í þessu, Elko, Rúmfatalagerinn, Húsasmiðjan og Byko t.d.

Á næstunni ætla ég að fá svona 20-30 manns í lið með mér til að hringja bara í þessi fyrirtæki, og fyrir þá sem nenna, fara og skila póstinum persónulega til markaðsstjóra. Vera helst nógu óþolandi og tímatefjandi og mögulegt er.
Þetta er ekkert "ósýnilegt afl". Við búum á Íslandi. Þetta eru bara uppáþrengjandi gaurar að senda manni leiðinlegan póst.

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Ég er að spá í að eyða jólafríinu mínu í að rífast við aulana á vantrú.is, þar sem þeir eru svo vinsamlegir að hafa kommentakerfi á síðunni sinni.

Mér leiðist vísindaofstækislið eiginlega meira en trúarofstækislið. Trúarlið styður allavegana við ruglið í sér með að vísa í skemmtilegar Biblíusögur um gaura með skegg. Vísindalið vísar bara í einhver leiðindi.

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Einhver sendi mér sms í gær frá siminn.is og gleymdi að undirrita með nafni. Eitthvað um skólarapp og líðan mína. Ef þú lest þetta.. ertu auli.

Annars er ég kominn í jólaskap. Alltof snemma.

Ég elska jólin. Ég elska þau líka meira og meira með hverju árinu sem líður, sem er skrýtið, en jafnframt ánægjulegt.
Mér finnst fyndið að hugsa til þess að jólin myndu líklega missa mikið af sjarma sínum ef ekki væri fyrir græðgi fólks og fyrirtækja og þeirra heilaga desembermarkmið, sem er að fá fólk til að eyða sem allra mestum pening. Það sést líklega best í því að það er alltaf langjólalegast dagana fyrir jól. Allt er hæpað upp úr öllu valdi, jólalögum troðið í eyrun á manni hvert sem maður fer og skreytingar og ljós hvert sem maður horfir. Allt er þetta gert í þeirri von að fólk komist í einhverskonar jólatrans þannig að það kaupi úr sér allt vit.
Um jólin sjálf deyr stemningin eiginlega alveg, því allir eru búnir að eyða peningnum sínum og öllum er alveg sama. Fólk getur haft það jólalegt heima hjá sér, en það er bara ekki það sama og þessi móðursýkislega, en jafnframt hlýlega stemning sem ríkir í samfélaginu vikurnar fyrir jól.

Ég er ekki að segja að þetta sé slæmt, þvert á móti finnst mér þetta frábært. Ef það væri engin gróðavon í kring um jólin, þá væru jólin eflaust mjög hugguleg, en þá myndi heldur ekki myndast þessi yndislega geðveikislega eftirvænting meðal fólks eftir einhverju sem enginn veit nákvæmlega hvað er.
Þetta er vissulega slæmt fyrir þá sem þjást af jólastressi á hverju ári, eyða allt of miklum pening í jólagjafir, jólatré og jólamat og fá svo jólahjartaáfall í lok árs, en mér er sama. Þetta skapar stemningu sem ég fíla og nýt þess að uplifa úr fjarlægð. Fólk sem lætur þetta gleypa sig algjörlega eru bara aular.

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Ég er kominn með nóg af þessu ömurlega ljóta template.. mér hefur fundist það ömurlega ljótt í mörg ár en aldrei nennt að breyta því. Sem sýnir bara hversu mikla virðingu ég ber fyrir ykkur og skynhrifum ykkar, ömurlega ljótu lesendur >:-|

Ég var í fóbbolta áðan og passaði að teygja eftir leikinn. Ef ég fæ harðsperrur á morgun fær einhver hnitmiðaðan kallahest frá mér. Að öllum líkindum Eyþór Arnalds.

mánudagur, nóvember 12, 2007

Áhugaverður staðreynd um tilvistina/tilveruna er sú að hún verður bara eins flókin og maður vill að hún sé. Það er ekkert hæfnispróf sem maður verður að gangast undir til að geta lifað og hrærst í honum. Maður ákvarðar dýpt veruleikans algjörlega sjálfur.
Maður getur, ef maður vill, rannsakað heiminn í kjölinn, spurt endalausra spurninga um lífið og tilveruna, og reynt að varpa algjörlega nýju ljósi á veruleikann. En maður getur líka bara sleppt því og lifað fullkomlega einföldu lífi. Borða, sofa, skíta.

Ég gæti eytt næstu 20 árum í að læra heimspeki eða eðlisfræði, sökkt mér í hyldýpi tilverunnar og kafað eins langt og ég mögulega næ, en svo ákveðið einn daginn að flytja bara í eitthvað sjávarpláss, opna sjoppu og sleppt algjörlega að atast í heiminum.

Mér þykir þetta heillandi staðreynd.

föstudagur, nóvember 09, 2007

The Lake. To --


In spring of youth it was my lot
To haunt of the wide world a spot
The which I could not love the less-
So lovely was the loneliness
Of a wild lake, with black rock bound,
And the tall pines that towered around.

But when the Night had thrown her pall
Upon that spot, as upon all,
And the mystic wind went by
Murmuring in melody-
Then- ah then I would awake
To the terror of the lone lake.

Yet that terror was not fright,
But a tremulous delight-
A feeling not the jewelled mine
Could teach or bribe me to define-
Nor Love- although the Love were thine.

Death was in that poisonous wave,
And in its gulf a fitting grave
For him who thence could solace bring
To his lone imagining-
Whose solitary soul could make
An Eden of that dim lake.

Edgar Allen Poe
Lagið í byrjuninni á Backpackers (þáttur á Skjá Einum) er að öllum líkindum versta lag sem ég hef heyrt.

Þessu lagi tekst að toppa bæði Angel með Two Tricky og With arms wide open með Creed sem hafa einokað toppsætin undanfarin ár. Þegar lag er bókstaflega farið að valda líkamlegum óþægindum, þá er eitthvað mikið að.

En jæja að jákvæðari hlutum...

Þetta er minn maður. Snillingur.

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Ég er að lesa Husserl og fyrirbærafræði. Það er hausverkur. Fokking þjóðverjar.
Það er vond, vond tilfinning sem hríslast um mig akkurat núna.

Hvenær getur maður slegið því föstu að eitthvað sem maður taldi áður vera ómissandi og dýrmætt sé fullkomlega ónýtt? Hve miklum tíma á maður að eyða í að reyna að laga umræddan hlut áður en maður sættir sig (í einhverjum skilningi) bara við tapið, það að líf manns og veruleiki verði innihaldssnauðari og beinlínis verri fyrir vikið, og það sé ekkert hægt að gera til að breyta því? Ekkert jákvætt sem maður getur huggað sig við? Maður getur teiknað myndir af hlutnum og hengt hann upp á vegg og horft á svo á hann og grenjað sig í svefn á hverju kvöldi.
Maður getur líka reynt að breyta sjónarhorni sínu fullkomlega.
Í dag ætla ég að hætta að vera háskólanemi með óheppilega genasamsetningu, og ætla frekar að vera sófaborð. Eða í staðinn fyrir að vera hlutur með rúmtak ætla ég bara að vera hugtak. Í staðinn fyrir að vera hugtak ætla ég að vera rökvilla. Sem slík mun ég knésetja bæði náttúruvísindi, sem og allar okkar hugmyndir um lífið og tilveruna eins og þær leggja sig. Áherslur munu breytast og hluturinn/hugtakið/verundin/upplifunin sem ég sakna svo mikið verður gagnslaust og ómerkilegt prump sem allir hlæja að og engum finnst merkilegt.

Sem betur fer eru flestir hlutir fjöldaframleiddir þessa dagana þannig að þetta er vandamál sem ekkert allt of margir þurfa að díla við.

lag dagsins: The Ink Spots - I'll Never Smile Again

mánudagur, nóvember 05, 2007

Ofmetnir hlutir
---------------
Eldhúsinnréttingar
Tímaskyn
Lýðræði
Kaffivélar
Hagkerfi
Gullfiskar
Bankar
Bragðskyn
Inniskór
ipod
Ég get ekki sofið.
Þetta var heldur undarlega helgi.
Íbúðin mín er vatnsheld, sem er frábært.
Ég á enga mjólk.
Morgundagurinn verður.. stafrænn.

o_O