Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, september 29, 2005

Let me in

Yeah, all those stars drip down like butter,
Promises are sweet,
We hold out our pans, lift our hands to catch them
We eat them up, drink them up, up, up, up

Hey, let me in
Hey, let me in

I only wish that I could hear you whisper down,
Mister fisherman, to a less peculiar ground
He gathered up his loved ones and he brought them all around
To say goodbye, nice try

Hey, let me in.
Hey, let me in, let me in.

I had a mind to try to stop you. Let me in, let me in
I've got tar on my feet and I can't see
All the birds look down and laugh at me
Clumsy, crawling out of my skin

Hey, let me in. Yeah, yeah, yeah
Hey, let me in
Hey, let me in. Yeah, yeah, yeah
Hey, let me in
hvet alla til að sækja lagið Winterlong með Neil Young (þó coverútgáfan með Pixies sé jafnvel betri).. mjög fallegt lag

miðvikudagur, september 28, 2005

vá.. á eftir rigningu kemur alltaf gríðarlegur hressleiki

..annars fótbrotnaði hundurinn minn í fyrradag.. það var þó bara eitt bein sem brotnaði (eða e-ð) þannig að hann verður í spelkum næstu 4 vikurnar.. akkúrat núna er hann eins og hann sé með staurfót og gengur þessa dagana undir nafninu Sjóræningja-Týri.. það er mjög freistandi að brjóta hinn fótinn á honum bara svo ég geti sett spelkur á hinn fótinn.. þá væri hann meira byrjaður að líkjast cyber-dog, sem er frekar kúl
djöfulsins vesen

mánudagur, september 26, 2005

jæja ég hef víst verið klukkaður af Krumma.. sem þýðir að ég á að skrifa einhverjar 5 revealing staðreyndir um mig.. veit ekki nákvæmlega hvernig þetta á að vera þannig að ég hermi bara eftir honum

Staðreynd 1
-----------
Ég er tónlistarnörd og indíplebbi. Ég spila á gítar og smá á píanó/hljómborð. Ég kann líka að syngja. Ég er/var í hljómsveit, sem er að öllum líkindum besta hljómsveit í heiminum, en enginn hefur heyrt neitt með okkur af óviðráðanlegum ástæðum. Það er samt líklega best þar sem fólk myndi hrynja niður af guðdómleika. Eyru almennings eru því miður ekki tilbúin fyrir tónlist vorum.

Staðreynd 2
-----------
Ég er með kvíðaröskun og hef alltaf áhyggjur af öllu. Ég hef hlotið hress viðurnefni eins og Tenso o.fl. skemmtilegt. Þegar ég var 14 ára fékk ég í fyrsta skipti kvíðakast sem var vanhresst, nokkur hafa fylgt í kjölfarið. Eftir það hef ég haft sprautufóbíu á mjög háu stigi (hef aldrei skilið orsakasamhengið, en allavegana)

Staðreynd 3
-----------
Þegar ég var á fyrsta ári og bjó útí Danmörku þá var ég oft veikur og á spítölum vegna lungnabólgu. Ég var líka stundum geymdur í einhverjum hitakassa. Ég hef aldrei skilið þetta alveg en allavegana var ég næstum því dauður. Sem er partí.

Staðreynd 4
-----------
Þegar ég var á grunnskólaaldri var ég mikil stjarna í námi og slíku. Mér var boðið að fara upp um bekk. Ég var settur í greindvísipróf og mældist með 149 á því. Grunnskólaárin voru því mikil sigurganga og framtíðin var björt. Ekki skemmdi fyrir að ég var með risastór nördagleraugu í stíl.
Síðan þá hefur leiðin legið niðurávið, ég er meðalmaður í námi og fullkomlega gagnslaus í öllu öðru. Ég tel að það megi rekja til þess þegar ég týndi risastóru gáfumannagleraugum, en það byrjaði allt að fara til fjandans um það leyti.

Staðreynd 5
-----------
Ég er yfirleitt ljúfur sem lamb, en þegar eitt af eftirfarandi hlutum gerast þá á ég það til að taka mikil skapofsaköst sem einkennast af misþyrmingu raddbanda minna, ofnotkun ákveðinna blótsyrða, og enda svo oft í tortímingu raftækja eða annarra hluta. Ég tel þetta vera einhverskonar vott af einhverfu.

1. Eitthvað tæki virkar ekki sem á að virka (video, tölva eða slíkt).
2. Ég finn ekki eitthvað sem á að vera á sínum stað, eða það vantar þegar ég er búinn að undirbúa e-ð (t.d. vantar blöð í prentarann. Finn ekki tauminn hans Týra o.s.frv.)
3. Þegar ég er svangur, og mér er sagt að eitthvað sé í matinn (sem mér finnst gott), og ég kem í mat og það er e-ð allt annað í matinn (sem mér finnst ekki gott).


Ég klukka hér með Elínu og Ernu. hohoho

laugardagur, september 24, 2005

djöfull er fólk lélegt að svara í símann kl 7 á laugardagsmorgni (n)

föstudagur, september 23, 2005

ég á fokking ammó

hvar eru gjafirnar mínar?? >:-|

mánudagur, september 19, 2005

pulsa!

afhverju get ég ekki tjillað í baðhúsum á hverjum degi í hvítu laki og talað um hluti sem enginn skilur og spurt spurninga sem að öllum líkindum mun aldrei verða svarað.
Það væri fínt!

sunnudagur, september 18, 2005

það er alveg óþolandi hvað föt eru dýr.. aldrei á ævi minni myndi ég borga 6000 kr. fyrir gallabuxur, og já, ég veit það það er ekkert sérstaklega dýrt fyrir slíkt, en kommon.. gallabuxur eru bara gallabuxur. Ég er jafnvel að velta fyrir mér að búa bara til mín eigin föt héðan í frá.
Sem minnir mig á það.. systir mín sagði mér áðan hvað orðið "nábrók" þýddi.. það er alveg með því subbulegra sem ég hef heyrt

föstudagur, september 16, 2005

jæja hann Krummi hefur snúið aftur til bloggheima eftir nokkra pásu.. við skulum vona að hann hafi tíma til þess að skrifa e-ð úr hans ömurlega og innihaldssnauða lífi milli þess sem kærastan hans og fjölskylda lemur hann og niðurlægir

fimmtudagur, september 15, 2005

textagreiningar eru erfiðar

miðvikudagur, september 14, 2005

Arsene Wenger er nú meiri helvítis vælukjóinn

þriðjudagur, september 13, 2005

"þarmaskegg" er kómískt orð.

laugardagur, september 10, 2005

kolaportið er snilld, fjárfesti í ýmsum sniðugum hlutum þar í dag

nennir einhver með mér á fyllerí?

föstudagur, september 09, 2005

jæja þessi tilraun gekk ágætlega... um leið og maður lýsir því yfir að maður ætli að hætta að blogga þá langar mann strax til að blogga aftur.. um hvað sem er.
Ég er því hættur við að hætta. Þið þurfið því ekki að örvænta, mínir dyggu fylgismenn (hahaha)
ég er hættur að blogga í bili af margvíslegum og leiðinlegum ástæðum. Þið getið hætt að koma hingað í allavegana mánuð. Bless á meðan.

ps. munið samt að gefa mér afmælisgjafir 23. sept >:-|

fimmtudagur, september 08, 2005

:(

þriðjudagur, september 06, 2005

Í dag lærði ég áhugaverðar og mind-boggling staðreyndir í rökfræði, t.d.
"Ef Þórður Kakali er maður, þá er Þórður Kakali maður"

svo lærði ég að staðhæfingin "í dag er þriðjudagur eða í dag er ekki þriðjudagur" er gild rökfærsla án forsenda

....

annars virðist þetta ætlað vera algjör snilld..
Ég byrja í háskólanum á morgun.
Ég er hræddur.
Ég vil fara aftur á leikskólann að klæða krakka í stígvél og húfur og lesa "Furðufíllinn Elmar" fyrir þau.