Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, janúar 30, 2006

já... allt í einu þekki ég fólk sem er e-ð voðalega að blanda sér í stúdentapólitík, og þar sem það eru að koma kosningar, og þar sem ég hef ekki hugmynd um muninn á Vöku og Röskvu þá vildi ég biðja Röskvu/Vökuliða sem skoða þetta blogg að útskýra muninn fyrir mér?
Eini murinn sem ég hef séð er eiginlega sá að einn klúbburinn (hohoho) segist t.d. "ekki vilja vera pólitískt afl".
Ég hef alveg frekar takmarkaða þekkingu á pólitík, og kannski hef ég alveg misskilið hvað það þýðir nákvæmlega þegar eitthvað er "pólitískt", en hvar eiga hagsmunasamtök annars að berjast fyrir hagsmunum(t.d. hvað varðar fjárveitingar og þannig)? Eða hvernig tengjast þau "pólitík" yfir höfuð.. ég fatta þetta ekki alveg.. eiga þau ekki bara að hafa hagsmuni stúdenta að markmiði?
Einn klúbburinn vildi t.d. ekki álykta um vatnsmýrardótið, því þó tengdist stúdentum óbeint/beint, þá þætti það of pólitískt. Ég skil það ekki alveg.. að hverju á þessi hagsmunabarátta að beinast?
Ef Við-hötum-Háskólann-flokkurinn kæmist t.d. til valda í landinu, myndi setja lög um að háskólinn mætti bara verða starfræktur í þessu húsnæði, og að aðeins skjólstæðingar Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík mætti sjá um kennslu, hvernig myndu hagsmunasamtök bregðast við?
ég er örugglega að misskilja þetta allt, en nennir einhver vinsamlegast að útskýra fyrir mér

laugardagur, janúar 28, 2006

vá.. óþægileg draumanótt í kvöld.. þar sem mig dreymdi m.a. annars að ég væri ungur blökkumaður í bíómynd að aðstoða einhverja löggu (sem var leikin af einhverskonar samblöndu af Bill Cosby og Morgan Freeman) hún endaði eiginlega á því að Bill Cosby+Morgan Freeman hybridið ætlaði að stökkva fram af einhverri brú sem allt í einu hafði myndast yfir hringbrautinni (já, þetta gerðist á íslandi) en hætti svo við því hann uppgötvaði að hann gat breytt sér í Jamie Foxx.. opið fyrir túlkunum

...nennir einhver á fyllerí í kvöld?

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Buzzcocks eru alveg málið hjá mér þessa dagana.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Í nótt dreymdi mig að hundurinn minn gæti talað. Hann tjáði mér frá áhyggjum sínum af neyslusamfélagi nútímans, og að honum fyndist fólk í dag ekki lifa á öðru en örbylgjumat. Það væri ekki gott því þá væri of mikil geislun í líkama fólks. Svo sagði hann mér frá einhverjum heilsukúr sem hann hafði kynnt sér, og sem væri góð bót á þessu samfélagsmeini.
Ég vaknaði skiljanlega í svitabaði.

mánudagur, janúar 23, 2006

þegar Gob var að sýna japönskum fjárfestum smábæinn sem hann og bróðir hans (í gegn um surrogateinn Larry) höfðu byggt, og Tobias Fünke kom allt í einu yfir hæðina í moldvörpubúning og byrjaði að rústa bænum rétt áður en George Michael kom fljúgandi á einhverjum japönskum jetpack og klessti á hann... það var þá sem ég ákvað að Arrested Development væru með fyndnari þáttum sem ég hef séð(það, og þegar Bob Loblaw var kynntur til sögunnar)
já.. er að lesa Þeætetos í þekkingarfræði.. í byrjun eru sókrates og Theodórus að ræða um Þeætetos:

Theodorus: Well, Socrates, I think you ought to be told, and i think i ought to tell you, about a remarkable boy I have met here, one of your fellow-countrymen. And if he were beautiful, I should be extremely nervous of speaking of him with enthusiasm, for fear I might be suspected of being in love with him. But as a matter of fact - if you'll excuse me saying such a thing - he is not beautiful at all, but rather like you, snub-nosed, with eyes that stick out; though these featured are not quite so pronounced in him.

afhverju geta samskiptareglur á okkar tímum ekki verið aðeins meira í samræmi við þetta.. þá væri fyndnara að lifa.

laugardagur, janúar 21, 2006

f. nokkrum vikum uppgötvaði ég það undur sem raðgreiðslur eru... og í gær keypti ég mér þetta...



þvílík gleði..það er búið að hlakka í mér eins og lítilli stelpu í allan dag


Radiohead - OK Computer

Radiohead eru töff. Ég keypti OK Computer þegar ég var 12 ára og var ítrekað búinn að hlusta á The Bends þar á undan (frændi minn hafði gefið mér hana í afmælisgjöf.. í fyrstu var ég ekkert spenntur því ég vildi bara hlusta á 2unlimited og pottþétt diskana og e-ð slíkt.. en seinna varð ég mjög hrifinn). Ég lokaði mig inn í herbergi og hlustaði og hlustaði og hlustaði.. þetta var í fyrsta skipti sem ég var gjörsamlega heltekinn af einhverri plötu. Það er ekkert af ástæðulausu að það er alltaf verið að kjósa þessa plötu bestu plötu allra tíma í einhverjum kosningum. Hún er bara svona góð.
Á tímabilinu frá því ég var 17 ára til sona 19 ára var ég mjög obsessed á þeim, kunni hvert einasta lag með þeim utanað.. það var útaf þeim sem ég ákvað að ég vildi læra á hljóðfæri og vera í hljómsveit.. ég vildi líka geta sungið eins og Thom Yorke og skrifað texta eins og hann. En núna er ég orðinn eldri og þekki sjálfan mig betur, og veit að ég er ekki næstumþví jafnmikil dramadrottning og Thom Yorke, í söng og textasmíðum. Ekki myndi ég nenna að væla eitthvað um firringu og kulda nútímasamfélags alveg 12 lög í röð. Ég veit líka að hljómsveitir sem reyna að apa eitthvað eftir þeim eru yfirleitt ömurlegar.
Þeir höfðu líka mikil áhrif á líf mitt að öðru leyti. T.d. hékk ég mikið á einhverju radiohead message boardi þar sem ég kynntist helling af skemmtilegu fólki, t.d. ónefndum Ástrala (sem kom svo hingað í heimsókn þarsíðustu áramót), Charlie, sem er fyrrverandi heróínfíkill sem býr í trailer í Pennsylvaniu, Diane sem býr í Boston og ég held ennþá sambandi við, Ryan geðbilaði vinur minn frá Kanada og fullt af öðru liði.

Ég verð reyndar að viðurkenna það að Radiohead-æðið mitt hefur dvínað svolítið undanfarin ár, en fyrir 3 árum hefðu líklega tvær aðrar plötur með þeim komist inn á listann. Veit ekki afhverju. En þannig hef ég reyndar öðlast smá fjarlægð, og núna skil ég kannski betur hvað sumir eiga við með því að þetta sé "þunglyndistónlist" og væl.. engu að síður þá hlæ ég stórkarlalega að því fólki, og vorkenni því bara, því það veit ekki hverju það er að missa af. Þetta er svolítið eins og ef maður myndi hafna því að sofa hjá Angelinu Jolie bara því hún væri með inngróna tánögl á hægri fæti eða e-ð.
Ég nenni ekki að taka hvert einasta lag á plötunni fyrir, þannig að ég læt það nægja að segja að hvert einasta lag á plötunni (fyrir utan Subterranean Homesick Alien) hefur á einhverjum tímapunkti verið uppáhaldslagið mitt.




Arcade Fire - Funeral

úff... tíundi textinn.. ég er orðinn þreyttur á að skrifa svona langa hluti þar sem það fer gegn allri minni blogg-speki.. héðan í frá lofa ég að færslurnar verða aldrei lengri en 10 orð.
Allavegana.. um Arcade Fire gildir það sama og um Neutral Milk Hotel... allir fíla þá.. enda eru þau ógeðslega góð (allavegana þessi plata, frumraun þeirra) pabbi minn dýrkar þá t.d., og flestir hérna heima.. allavegana geta allir hlustað á fyrsta lag plötunnar, Neighbourhood #1 (Tunnels). Það sem mér finnst einkenna hljómsveitina í öllum lögum er fáránlegur kraftur, 6 manns alveg á fullu að hamast á hljóðfærunum sínum o.s.frv... hljómurinn á plötunni er líka mjög sérstakur og flottur, mjög hrár einhvernveginn, og það hljómar virkilega eins og maður sé með þeim í herberginu að hlusta á þau spila... ég hef líka heyrt að þau séu alveg rosaleg live, og það er eitt af mínum lífstakmörkum að sjá þau.. ég er t.d. búinn að fá loforð frá Win Butler (söngvari og lagasmiður ásamt konunni sinni). Indíplebbismi minn (og það að þekkja tónlistarnörda víðsvegar um Bandaríkin) kom að góðum notum í þessu tilviki, þar sem ég var búinn að uppgötva plötuna nánast áður en hún kom út.. Ég hlustaði miikið á hana og sendi þeim ímeil til að þakka þeim fyrir plötuna, sagði þeim að koma til íslands o.fl.. Svo fékk ég svar frá Win Butler daginn eftir, þar sem hann sagðist vera mjög spenntur fyrir því... svo kom platan út, allir elskuðu hana og þau urðu fræg. Ég efast því um að hann myndi svara póstinum mínum núna þar sem hann gengur örugglega núna um í loðfeld og með hatt
En já.. ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira af fyrrnefndum ástæðum. Segi bara að Funeral er alveg mögnuð plata og á alveg skilið allt það hrós sem hún er búin að vera að fá.

fimmtudagur, janúar 19, 2006



David Bowie - Ziggy Stardust

David Bowie hefur gefið út mikið af krappi um ævina. Ziggy Stardust er ekki krapp. Þvert á móti er Ziggy Stardust geðveik. Ég hafði aldrei fílað eitt einasta lag með David Bowie, en keypti Ziggy Stardust einhverntíman f. svona 4 árum, því fólk sagði að hún væri góð, og því ég vildi vera hipp og kúl.. og svo fannst mér hulstrið flott. Ég bjóst ekki við að fíla hana jafnmikið og ég gerði. Hún byrjar á Five Years sem er svo æðislega dramatískt lag e-ð að maður verður bara að fíla það.. og svo restina af plötunni. Svo keypti ég Hunky Dory, sem er eiginlega alveg jafngóð (hún var næst inn á listann, en ég ákvað að hafa hana ekki því síðasta færslan þyrfti þá að vera um bara eina plötu.. hugsið ykkur! heil færsla fyrir eina plötu! Þvílík fjarstæða! hohoho). Ég hef aldrei nennt að pæla í þessu rokkstjörnukonsepti á plötunni, eða velt þessari forsögu hennar mikið fyrir mér, með hvernig hann sprakk fram á sjónarsviðið í Top of the Pops í asnalegum fötum og gekk fram af foreldrum barna o.s.frv. Þetta hefði þessvegna geta verið konsept plata um einmanna rakara og ævintýri hans þegar hann ákveður að stofna grænmetisverslun í Suður-Afríku. Lögin eru bara öll ógeðslega góð... og verða bara betri og betri því oftar sem maður hlustar.
Þar fyrir utan hefur hann átt skrýtinn feril.. Heroes og Low sem komu mun seinna eru líka mjög góðar, en þegar hann steig inn fyrir þröskuld 80's tímabilsins, þá ákvað hann, eins og svo fjölmargir aðrir, að byrja bara að senda frá sér einhvern ömurlegan viðbjóð.. og gerði það lengi á eftir.
Hann er víst eitthvað aðeins að skána núna, en ég nenni samt ekki mikið að vera að pæla í því.. efast um að hann nái að toppa Ziggy Stardust og Hunky Dory í bráð þannig að ég kýs bara að hlusta á þær.

ps. er ég þeim eina sem finnst Starman hljóma eins og Somewhere over the rainbow?




Pixies - Doolittle

Þegar ég var 12 ára þá hlustaði ég mikið á Xið.. þar mátti oft heyra lag sem hét Debaser með Pixies. Ég þoldi það lag aldrei. Eina sem ég heyrði var e-ð semi-gott riff og einhver gaur að öskra e-ð random yfir það. Mér fannst ég alveg "fatta" þessa formúlu. "Þetta er varla tónlist" sagði ég, lagaði einglyrnið mitt og fékk mér sopa af te. Í dag heyri ég ennþá einhvern gaur öskra eitthvað random yfir semi-gott riff. Eini munurinn er að mér finnst það alveg geðveikt núna. Kannski það sé einhver firring og að ég sé bara svona illa leikinn af áhrifum samfélagsins.
En hvað um það, Doolittle rokkar. Eins og áður sagði er hún aðeins fínpússaðri en Surfer Rosa, sem er bæði kostur og galli í sjálfu sér. Ég get ómögulega gert upp á milli þessa tveggja og ég ætla heldur ekki að reyna það. Öll lögin á Doolittle eru geðveik.. nema kannski Monkey Gone to Heaven, sem ég hef aldrei fílað neitt sérstaklega. En þarna má finna nokkur al-al-albestu lögin eins og t.d. Debaser, Tame, Hey, Mr. Grieves, Gouge Away, Here Comes Your Man o.s.frv. Það eina sem ég get sett útá er einmitt Monkey Gone To Heaven, og Dead hefði mátt vera aðeins kraftmeira á plötunni (það er geðveikt live).
En já, eins og ég sagði í hinni greininni þá er alltaf talað um meint áhrifa þeirra á hinar og þessar hljómsveitir. Ég veit ekki hvort þau hafi haft einhver áhrif á mín eigin tónsmíð sem slík. Nema kannski að því leyti að þau urðu til þess að ég vildi ekki gera e-ð hefðbundið rokk því ég vissi að ég myndi aldrei geta gert neitt betur en þau.
Það sem þau gerðu aðallega, fyrir u.þ.b. 2 árum þegar ég sá þau á hróaskeldu og fattaði loksins hvað væri svona æðislegt við þau, var að endurvekja ást mína á tónlist yfir höfuð, þar sem ég var orðinn frekar hundleiður á öllu... sem er bara nokkuð gott!

Jæja bara tvær plötur eftir! Þær eru kannski soldið fyrirsjánlegar. (Er annars einhver sem er að lesa þetta allt yfir höfuð? Mér líður eins og fífli hérna. =/ )

þriðjudagur, janúar 17, 2006


Pixies - Surfer Rosa + Come On Pilgrim
Engin orð geta lýst ást minni á Pixies.. ég verð alltaf glaður af því að hlusta á þau. Enginn önnur hljómsveit í heiminum er eins mikill gleðigjafi fyrir mig. Þegar ég hlusta á þá byrja ég yfirleitt að hoppa um og láta eins og fífl, og tala um regnboga og smáhesta og slíkt.
Come on Pilgrim er EP plata og var það fyrsta sem þau gáfu út, og Surfer Rosa var fyrsta breiðskífan þeirra, en ég set þetta saman því ég keypti upphaflega einhverja útgáfu þar sem þeim var steypt saman, og hef því alltaf hlustað á þetta sem eina heild.
Það er alltaf verið að tala um hversu mikil áhrif þau hafa haft á nútímatónlist, og hvað grunge og Nirvana hefðu ekki orðið til án þeirra og ekki heldur alternative rokk og blablablaaaa... en mér er sosem alveg sama.. mér finnst þau bara ógeðslega góð. Öll lögin á Surfer Rosa eru geðveik (f. utan kannski Break My Body) og næstum því öll á Come on Pilgrim. Hún er soldið súrari og tryllingslegri en dótið á Doolittle, en þar eru þau ögn fínpússaðri.
Frank Black er líka uppáhalds rokksöngvarinn minn með öllum sínum tilgangslausu öskrum og furðulegu textum... og það er eitthvað mjög kúl við það að hann skuli bara hafa verið einhver þybbinn lúði með þunnt hár(hann er reyndar orðinn spikfeitur núna).. Hjölli benti líka réttilega á að það væri mjög athyglisvert að konungur allra indíplebba liti út eins og einhver sveittur forritari. Já, og svo samdi hann líka geðveika texta..
Það sem mér finnst svo áhugaverðast er þegar einhverjir koma (þeir eru sosem nokkrir) sem finnst Pixies vera stórlega ofmetin hljómsveit og vilja að maður útskýri hvað það sé nákvæmlega sem er svona frábært við þá.. og þá getur maður eiginlega voða lítið sagt, þar sem það er mjög erfitt að útskýra.. það er eiginlega ekki hægt (fyrir mig allavegana.. en ég er líka ömurlegur í að skrifa/tala).. líkt og með Neutral Milk Hotel, þá er það bara einhver ólýsanlegur sjarmi sem gerir það að verkum að allt sem þau gerðu var geðveikt, en það tekur tíma að "ná" þeim alveg (tók mig allavegana nokkur ár.. fílaði alltaf seinni plötur þeirra betur). Alveg eins og það tók u.þ.b. 10 ár eftir að þau hættu fyrir þau að verða heimsfræg.
Þessvegna neyði ég fólk oft til að hlusta á þau aftur og aftur og aftur og aftur og aftur. Ef ég fæ einhvern til að fá jafnmikið kikk útúr því að hlusta á þau og ég, þá get ég dáið sáttur.




The Roots - Do you Want more??!!?/Things Fall Apart (Set þær saman því ég get eiginlega ekki hlustað á eina án þess að hlusta á hina líka.)
Þegar ég var í úllíngaskóla þá hlustaði ég mikið á rapp þar sem það var hipp og kúl að gera svo. Ég hlusta ekki jafnmikið á það núna, en engu að síður er margt sem ég er feginn að hafa uppgötvað á þessum tíma. Eitt af því er The Roots. Þeir eru bestir, og uppáhaldsrapphljómsveitin mín bæ far, og þessar tvær plötur hlusta ég á mjög reglulega. "Do you want more??!!?" var raunar fyrsta hiphop plata sem ég keypti og satt að segja var ég ekkert að fíla hana neitt sérstaklega fyrst.. einhverskonar sýrudjassrapp (eða svo segja þeir).. en hún venst mjöög vel. Hún fær líka plús því þeir ná að troða sekkjapípu í titillagið á mjög smekklegan hátt.. enda er það eitt af betri lögum plötunnar. Þeir eru líka frábrugðnir öðrum hljómsveitum í þessum geira að þeir spila að miklu leyti á live hljóðfæri.. Svo státa þeir sig líka af því að hafa Rhazel innanborðs, sem er e-ð þroskaheftur í munninum og er líklega besti beatbox-gaur sem ég hef heyrt í (alveg heilir 3 eða e-ð.. en samt).
Með Things fall apart slógu þeir að einhverju leyti í gegn í útvarpi, og oft mátti heyra lögin "The Next Movement" og "You Got Me" á öldum ljósvakans (ég er fífl).. þar fyrir utan er þetta mjög þétt plata að öllu leyti, en 100% Dundee, Adrenaline, Dynamite, Ain't Sayin' Nothin' og fleiri. Black Thought er líka að öllum líkindum uppáhaldsrapparinn minn. Jei.
Þess má líka að geta að þeir eiga líklega flottasta/fyndnasta myndband sem ég hef séð um ævina. Myndbandið við lagið "What they Do", sem var reyndar á Illadelph Halflife, en þar eru þeir að skjóta á rappmyndbönd á þeim tíma. Það er sett upp sem einhverskonar leiðbeiningar að því hvernig eigi að búa til rappmyndband, og í raun er þetta alveg jafnviðeigandi núna og það var þá (það kom út '94 eða e-ð).. held að allir hefðu gaman að þessu.
Annars nenni ég ekki að hafa þetta jafnfáránlega langt og dótið hérna á undan.. þannig að ég stoppa bara hér.

sunnudagur, janúar 15, 2006



Converge - Jane Doe (a.k.a. Tígrisdýramaðurinn)
Þessi plata skipar mjög sérstakan sess á þessum lista mínum, þar sem þetta er engan veginn tónlistarstefna sem ég hef mikið nennt eða mun mikið nenna að skipta mér af. Ég ætla að reyna að útskýra hvað þessi tónlist gerir fyrir mig þar sem mörgum finnst það vera frekar mikið stílbrot hjá mér að hlusta á þetta..
Converge er ein af allra allra hörðustu hardcore/metalcore (alltof mikið af flokkum í þessari bjánalegu stefnu..) sveitum starfandi og líka ein sú virtasta í þeim geiranum, þar sem þeir hafa verið til staðar nokkuð lengi, og þessi plata, sem er af flestum talið vera meistarastykkið þeirra, er fullkomin vitfirring út í gegn (nema kannski 1-2 lög).
Hún skiptir mig mjög miklu máli því þetta er sú plata sem ég hlusta alltaf á þegar sálarlíf er ei í jafnvægi/ég er pirraður/ég er í ástarsorg eða e-ð álíka dramatískt. Ég spila hana eins hátt og ég get (helst úti meðan ég er að labba) og ráfa um... það hefur af einhverjum ástæðum mjög huggandi áhrif og róar taugarnar hjá mér.. það er ákveðin útrás sem felst í þessu og þetta er einskonar staðgengill þess að fara uppá þak og öskra/berja hausnum í vegg eða e-ð þar frameftir götum.
En já, séreinkenni hljómsveitinnar er líklega "söngvarinn" Jacob Bannon, en hann er líklega með vitfirrtasta öskur af öllum í heiminum (hann fékk m.a. viðurnefnið Tígrisdýramaðurinn frá manneskju sem ég leyfði að heyra í þeim f. nokkru), og stundum hljómar það bara frekar eins og ískur í krítartöflu frekar en nokkuð annað..
Í mörgum af þessum metal hljómsveitum (finnst þetta allt renna saman) eru þetta yfirleitt einhverjir síðhærðir lúðar frá Noregi sem heita Gaahl að reyna að vera ógnvekjandi með að öskra eitthvað um Satan og blóð eða rottur eða e-ð..
Hjá Jacob Bannon er lítið um slíkt. Þegar maður heyrir í söngvaranum, þá frekar en að hugsa "hmm þessi gaur er greinilega alveg rosalega harður og brjálaður" þá hugsar maður frekar "hmmm, aumingja maðurinn.. ætli það sé kviknað í honum?" eða "ætli það séu rafskaut tengd við geirvörturnar á honum?"
Textarnir á þessari plötu eru yfirleitt mjög ljóðrænir ástartextar (misgóðir.. en margir mjög flottir), en þeir skipta svosem eiginlega engu máli þar sem það er ekki nokkur leið að heyra hvað gaurinn er að segja fyrir öllum öllum látunum. Flestir kannast líklega við þessa lýsingu, en það skal tekið fram að þetta er eins extreme afbrigði af þessari tónlistarstefnu og mögulega getur orðið áður en það fer úr því að vera tónlist, yfir því að vera bara einhver hávaði.
Ég er heldur ekki alveg að sjá hvernig trommarinn fer að því að halda svona hamagang og fáránlegum takt/tempóbreytingum gangandi út heila tónleika án þess að fá hjartaáfall eða allavegana einhverskonar krampa.
ég hef reynt að koma fólki upp á lagið með að hlusta á þetta, með misgóðum árangri (nema systir mín og Ari frændi.. þau voru alveg að fíla þetta ágætlega..)
Fyrstu skiptin (hjá langflestum, þ.á.m. mér) þá hljómar þetta bara eins og e-r hrærivél, en þegar maður fer að átta sig á lögunum þá fer maður að sjá hversu útpæld, fáránlega kraftmikil og mögnuð þau eru í raun.
Platan er finnst mér mjög vel pródúseruð, trommuleikurinn og gítarleikurinn er frábær og það eru nánast öll lögin mjög góð, kraftmikil og ófyrirsjáanleg nema kannski lagið "Homewrecker", sem er líklega eini veiki punkturinn á plötunni, en mér finnst það alltof langt miðað við hversu einhæft það er.
Það er líka sumt sem ég held að hver sem er myndi fíla, eins og t.d. lagið Phoenix in Flight. Það lag er með mun hægara tempói en flest annað á plötunni og minnir mig bara á My Bloody Valentine (sú annars ofmetna hljómsveit) frekar en nokkuð annað.
Phoenix in Flames fylgir því svo á eftir og er bara einhver 40 sekúndna sturlun þar sem allt er kaffært í bassatrommuhljóðum og tígrisdýrahvæsum. Það er líklega "lagið" sem myndi heyrast þegar tunglið springur eða þegar búrhval væri hrint niður fjall eða e-ð(??).
Ég er búinn að nauðga Jane Doe ítrekað (hohoho), og þekki hverja einustu sekúndu utanað (eins og reyndar með flestar þessar plötur sem ég skrifa um). Eins og áður sagði er ég almennt mjög lítið fyrir þessa tónlistarstefnu, en af einhverjum ástæðum grípur þessi plata mig alveg. Ég hef reynt að finna fleira úr þessari átt, en það gerir yfirleitt voða lítið fyrir mig (t.d. Dillinger Escape Plan, sem er oft nefnd í tengslum við Converge finnst mér ekkert merkileg)..
En já.. tóndæmi hér



The Shins - Oh, Inverted World
jæja ætla að reyna að hafa þetta styttra en þetta bull fyrir ofan..
The Shins eru æði.. þeir kæta og hressa mann við.. stundum er þeim líkt við Beach Boys, aðallega því þeir eru líka melódískir og hressir, og ég get sosem tekið undir það, nema að mér finnst þeir miklu betri en "Strandarstrákarnir"... Þetta er fyrsta platan þeirra, og hún kom út 2001 að mig minnir.. margir myndu líklega halda því fram að seinni platan, Chutes Too Narrow sé betri, og þó hún sé ógeðslega góð og hressandi líka, þá finnst mér þessi aðeins betri þar sem hún er að mínu mati aðeins heilsteyptari.. eða e-ð (fann ekki rétt orð).. sterkasta hlið hennar eru bara einfaldlega frábærar lagasmíð og melodíur. svo einfalt er það, og ekki mikið meira við það að bæta.
Fyrir þá sem sáu Garden State, þá áttu þeir tvö lög í henni, lögin "New Slang" og "Caring is Creepy" sem eru bæði geðveik. James Mercer söngvari hljómsveitarinnar hefur frábæra rödd, og hún hentar þessari tónlist alveg fullkomlega. Eftir að þeir voru í Garden State þá virðast þeir hafa náð til fleirra en bara einhverra indíplebba, og eru kannski að verða soldið meira "kommörsjal".. Mér finnst það bara frábært. Ef svona tónlist væri í útvarpinu oftar en sá ömurleiki sem heyrist þar 95% af sólahringnum þá myndi ég kannski byrja að hlusta á það aftur.
Æjá og ég hef séð þá tvisvar live.. á hróaskeldu 2004 og airwaves 2004. Ég er bestur yo.
Hlustið á þá hér (New Slang, eða Girl on the wing eða Girl Inform me eða e-ð.. þau eru hvort sem er öll góð)

föstudagur, janúar 13, 2006

Jæja nú byrjar þessi umfjöllun mín.. þó ég sé tónlistarnörd þá er ég líka snobbhænsn og alltof gagnrýninn, og það eru ekki margar plötur sem ég fíla það mikið að ég nenni að hlusta á þær frá byrjun til enda.. þær eru í raun ekki nema 8-10, og því skilgreini ég þær sem uppáhaldsplöturnar mínar. og hér kemur umfjöllun um þær.
Set tvær í einu, og þær koma í engri sérstakri röð.. þetta verður kannski frekar fyrirsjáanlegt, en þið skuluð samt öll drullast til að lesa þetta >:-|


Neutral Milk Hotel - In The Aeroplane over the sea

"And your mom would drink until she was no longer speaking / And dad would dream of all the different ways to die" syngur Jeff Mangum af mikilli gleði á fyrsta lagi disksins. Það eru líklega fáar hljómsveitir sem gætu flutt lag með svona texta af svona miklum hressleika, án þess að maður hætti að taka þá alvarlega. En Jeff Mangum tekst það samt.. og svo er þetta líka geðveikt lag, eins og öll hin á disknum.

Allir sem ég hef leyft að heyra í Neutral Milk Hotel hafa fílað þá.. þá á ég við pabba, mömmu, öll systkini mín, Jói Palli (sem hefur allt öðruvísi tónlistarsmekk en ég), Hrafn og slatti af öðru fólki.
Það kemur mér í raun svolítið á óvart þar sem þeir hljóma frekar furðulega.. gaur að hamast á kassagítar með vinnukonugripin ein að vopni, syngjandi (frekar illa) um furðulega, furðulega hluti.
Platan kom út árið 1998 og eftir það ákvað Jeff Mangum (sem er í rauninni allt í öllu í þessari hljómsveit) að draga sig í hlé og fara að rannsaka snigla í Rúmeníu eða eitthvað álíka furðulegt.. þessi eina plata var samt alveg nóg og hún er fyrir löngu orðin algjör költplata
Það er líka frekar erfitt að lýsa lögunum.. að mestu er það bara hann með kassagítar (og þegar hljómsveitin bætist við er það yfirleitt frekar aggressífur bassi + trommur og trompet og e-ð.. æjá og svo er sekkjarpípa í einulaginu.. sem er geeeðveikt) og þessa "einstöku" rödd að syngja um tvíhöfða stráka, gulrótarblóm og konunga þeirra, einhverjar flugvélar, Jesú, drauga og margt fleira. Það er bara einhver ólýsanlegur sjarmi við þessa plötu og frekar tilgangslaust að reyna e-ð að fanga hann með orðum.. get bara beint fólki hingað til að hlusta á tóndæmi.. mæli með fyrsta laginu eða titillagi plötunnar




Sigur Rós - Ágætis Byrjun

Ég kynntist Sigur Rós í 10. bekk, en um jólaleytið 1999 fór ég út í Frostaskjól (félagsmiðstöðin), þar sem strákarnir voru að gera grín að Eyjó fyrir að hlusta á Sigur Rós þar sem þeim fannst þetta vera væl (held þeir séu nokkrir búnir að skipta um skoðun núna).. ég var í allt öðrum tónlistarpælingum á þessum tíma og hugsaði "hmm þetta er e-ð sem mamma myndi fíla" og gaf henni diskinn í jólagjöf.. það endaði svo með því að ég hertók hann og hlustaði á hana að meðaltali þrisvar á dag í nokkrar vikur/mánuði..
það er sosem voða lítið sem ég get sagt um hana sem fólk veit ekki.. enda þekkja flestir íslendingar hana vel... fyrir utan það að hafa alveg ótrúlega sérstæðan hljóm, og ekki bara það (margar hljómsveitir hafa kannski sérstæðan hljóm, en semja svo ömurleg lög), heldur er hvert einasta lag á þessari plötu einstaklega vel samið og fallegt..
persónulega finnst mér þeir pínu að vera að missa flugið með Takk.., en þar finnst mér of mikið af lögum sem eru bara e-ð dútl.. og Jónsi ætti aðeins að draga úr því að syngja ALLTAF svona hátt uppi.. og burt með helvítis vonlenskuna.
bab

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Já.. það var gaman að horfa á Kastljósið í dag, og þó ég skammist mín pínu fyrir það þá hlakkaði alveg svoleiðis í mér þegar fygldist með því hvernig var þjarmað að DV og ritstjórn þess..
fannst líka bara fyndið að fylgjast með Jónasi Kristjánssyni reyna að réttlæta það sem þessi *****snepill gerir sig sekan um, og hvernig hann stökk á milli þess að vera með útúrsnúninga, og að benda á hluti sem koma málinu svoleiðis ekkert við ("hvað með þá sem hafa þurft að þjást út af þessum manni?" o.s.frv).. sosem voða lítið annað sem hann gat gert þar sem það er ekki auðvelt að rökstyðja myndbirtingar og nafngreiningar á fólki í tengslum við einhvern glæp sem ekki er einusinni búið að ákæra það fyrir..
ég var reyndar búinn að spá að þetta myndi enda einhvernveginn svona ef þeir myndu halda áfram að vera með þessar fáránlegu fyrirsagnir sínar..

"Við segjum bara sannleikann" er líka svo gjörsamlega merkingarlaus setning í þessu samhengi... það er eitt að segja sannleikann, en annað að ýja að einhverjum "mögulegum" sannleika... æi ég nenni ekki að skrifa meira um þetta..


en já..á undanförnum árum hef ég komist að því að í sambandi við allt sem tengist dýpri skilning á hinu sjónræna, þá er ég þroskaheftur... þá meina ég "þroskaheftur" í þeim skilningi að ég er farinn að halda að ég geti fengið einhverjar öryrkjabætur útá þetta...

þetta kemur fram á ýmsum sviðum.. í listum og daglegu lífi... t.d. hef ég voðalega lítinn áhuga á myndlist, og hún hreyfir sjaldan við mér að nokkrum leyti.. það kemur fyrir, en þá er það á einhverjum allt öðrum forsendum en hjá flestum öðrum

svo fattaði ég t.d. ekki fyrr en fyrir örfáum árum að ljósmyndun væri einhverskonar listgrein, og að það sé einhverskonar fagurfræði falin í ljósmyndun (og kvikmyndum líka).. t.d. fyrir nokkrum árum þegar einhver ljósmynd af tveim gaurum vann einhverja ljósmyndunarkeppni sem "besta ljósmynd ársins".... ég gat ekki fyrir mitt litla líf skilið afhverju. Var eitthvað sérstakt við þessa menn? voru þeir af eitthvað merkilegum ættum? Rímuðu nöfnin þeirra kannski á kómískan hátt?

þegar ég var u.þ.b. 10 ára langaði mig mikið til að læra að teikna.. ég æfði mig og æfði, en hæfileikaleysi mitt á því sviði kom samt augljóslega fram eftir margra vikna æfingar.. sem betur fer var ég fyrstur til að fatta það og lét það bitna á verkum mínum með því að stinga blýantinum af miklum krafti í gegn um þau

þetta hamlar mér líka í hinu daglega lífi, þar sem ég er án efa áttavilltasti maður Íslands, ef ekki alheimsins (margir lesendur þessa bloggs get vottað fyrir því).... ég get enganveginn kortlagt einhverjar leiðir í hausnum á mér, og ef ég á að þekkja leið einhvert, þá verð ég að hafa ferðast þessa leið að minnsta kosti þrisvar sinnum, og þá af mikilli athygli... t.a.m. rata ég ekki anal í kópavoginum, grafavoginum eða árbænum (ég hef sem betur fer búið í flestum hinum reykjavíkurhverfunum)... í garðabænum eru bara einn eða tveir staðir sem ég hef komið á oftar en þrisvar sinnum (gat ekki fundið þá fyrr en eftir margra vikna þjálfun), og það eru checkpoint sem ég miða allt út frá.... ég ætla ekki einusinni að tala um staði fyrir utan reykjavíkursvæðið..

ég reyni því að halda mig við þá ágætu reglu sem Óli T. kom einhverntíman með, að allt fyrir ofan Hlemm sé sveit sem enginn nenni að skipta sér að..

Það eina á sviði lista sem getur hreyft við mér að einhverju leyti tilfinnanlega, er tónlist (og bókmenntir, en ekki eins mikið), og ég held að hún geri það í raun mun meira hjá mér en flestum... og vegur þannig upp á hlutleysi mínu gagnvart hinu dótinu

í tilefni af þessari uppgötvun minni ætla ég að fjalla um 8 uppáhaldsplötur mínar á næstu dögum, og hvernig þau hafa haft áhrif á mig...
og þegar það er búið ætla ég að fjalla um einhver 8 virt og fræg málverk, og hvernig þau hafa ekki haft áhrif á mig að neinu leyti...

þriðjudagur, janúar 10, 2006

vá.. á hvaða tímapunkti nákvæmlega hætti Eminem að gera fyndin (og oft góð) lög um ekki neitt, og byrjaði að væla um sig og dóttur sína í hverju einasta lagi?

og sko... svona myndir gera mig bara pirraðann... hvað í fjandanum hefur Brian May að gera með 9 Vox AC-30 magnara? Hljómar gítarinn hans eitthvað betur? nei!
Hann gæti alveg drullast til að gera góðverk og senda fátækum tónlistarmönnum víðsvegar um heiminn (t.d. mér) einn..

ég tek ekki þátt í svona vitleysu..

mánudagur, janúar 09, 2006

jæja.. þetta dót sem ég postaði fyrir neðan virðist líka gefa upp fólk sem hefur kannski eytt manni einusinni en svo addað manni aftur.. oh well...

annars er ég kominn í tvær hljómsveitir.. æfingar hófust í dag og í gær.. djöfull er ég kúl yo

sunnudagur, janúar 08, 2006

Þetta finnst mér fyndið dót.. og áhugaverð uppspretta deilna, leiðinda meðal fólks og óvináttu..
var frekar svekktur að fatta að enginn hefur deletað mér.. þar sem mig er farið að vanta einhvern arch-enemy
.. og ef einhver sem les þetta blogg sér að ég er búinn að deleta sér (er samt frekar viss um að svo sé ekki).... fokkið ykkur! (hohoho)

föstudagur, janúar 06, 2006

ég reif nöglina af litlu tá eins og hún leggur sig.. og hún er nokkuð blóðug... er það eðlilegt? o_O

ég fór á King Kong með Hjöllus í gær... hún var góð... og alveg fékk ég einhverskonar frumstætt kikk út úr því að sjá ofvaxinn apa lemja þrjár grameðlur í klessu

miðvikudagur, janúar 04, 2006

úfff.. hresst reunion partí í kvöld í bekk sem ég var ekki einusinni í... ho-ho-ho

Erna ég stal óvart the nose flute.. hef sett hana í vasann áðan og var að finna hana núna :( *shame*

mánudagur, janúar 02, 2006

Stundum þegar ég var að læra heimspeki á síðustu önn, um hluti sem sneru að trúmálum og öðru, þá byrjaði ég að hugsa hversu mikill bömmer það væri ef það kæmi í ljós að tilgangur lífsins væri ekkert það merkilegur og að eitt af trúarbrögðunum hafi einfaldlega haft rétt fyrir sér...

t.d. að þegar maður deyr þá vakni maður við hliðið að himnaríki og við hlið þess er einhver gaur sem heitir Pétur sem dæmir um hvort þú getir komist inn.. og við hliðina á honum sé plakat sem standi t.d. á "Tilgangur lífsins var eitt af eftirfarandi: að sofa hjá 15 konum eða körlum / eiga Benz og eignir upp á 10 milljónir / viðhald á sveindómi eða meydómi.
Samkynhneigt fólk fer beint til helvítis."
eða eitthvað slíkt.. og svo tali Pétur kannski bara arabísku eða e-ð af þessum gömlu málum, og þeir sem skilji hann ekki komast ekki inn...

og svo að gjaldmiðillinn í himnaríki sé krónur eða dollarar eða e-ð og maður fái bara að eyða því sem maður átti milli handanna þegar maður dó..

það er sosem alveg jafnlíklegt að það gerist og nokkuð annað...

annars hélt ég purtí á gamlárskvöld... var hálfstressaður að þetta myndi enda eins og hjá Kidda um árið (hið legendary 500-manns-í-50-fm-íbúð partí árið 2002/2003), þannig að ég brá á það ráð að bjóða fólki ekkert almennilega fyrr en rétt eftir miðnætti.. og það heppnaðist bara ágætlega... pabbi og mamma joinuðu svo undir lokin.. stuð