Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

mig langar að kýla Chris Martin

mánudagur, nóvember 29, 2004

Take my Quiz on QuizYourFriends.com!

einusinni fyrir langa löngu gerði ég svona quiz.. í henni fengu eiginlega allir 90 nema Auður systir mín sem var sú eina se´m fékk 100.. nú er kominn ný sem er endurbætt og miklu betri.. þeir sem fá undir 50 eru samt ekki lengur vinir mínir >:-|
já.. þar sem ég hef svona lítið að segja ákvað ég áðan að reyna að grafa upp gamlar færslur og posta þær af handahófi... við það rann upp fyri rmér hversu lítið ég hef til heimsmálanna að leggja:

26. ágúst 2003
"en já.. skólinn byrjaði hjá flestum í dag... flestum nema MÉR... á föstudaginn átti sér stað mjög táknrænt móment... ég fór í vinnuna, en þurfti að taka strætó að lækjartorgi þannig að ég fylgdist með fólki verað fara á skólasetningu MR.... ég táraðist næstum því... nei, reyndar er það haugalygi þar sem mér gæti ekki verið meira drullusama um þennan andskotans skóla... versti hlutinn er líklega sá að félagsleg einangrun verður óumflýjanleg í vetur... jæja þetta reddast einhvernvegin..."

20. september 2003
"í gær stofnaði ég rapphljómsveit með eyjó vini mínum. mun hún bera nafnið The Icelandic Vikings og munum við aðeins rappa á ensku, en með íslenskasta hreim sem um getur... þeir sem hafa áhuga á að djoína krúið okkar mega endilega hafa samband.. hér er svo fyrsta línan okkar (samin af Eyjó)
"we leave you motherfuckers grounded (yeah)
you think you own America, but we found it (yo)"

djöfull verðum við stórir... "


18. desember 2003
"ég labbaði niðrí bæ áðan og sá einhvern múgæsing meðal andanna hjá tjörninni... og í miðri þvögunni var einhver gaur með skegg að pikka fight við eina öndina.. það var fyndið"

15. desember 2003
"ég hata þegar maður fer út í búð og kaupir sér 3 pakka af núðlum, kemur svo heim og ákveður 3 tímum seinna að borða þær, en finnur þær ekki og ákveður svo að þær hljóti að vera í jakkanum sem maður var í þegar maður fór útí búð, svo finnur maður heldur ekki jakkan og leitar að honum út um allt, svo þegar maður loksins finnur hann þá er ekkert í honum.. er alltaf að koma fyrir mig

svo held ég að ég sé með krampa í vinstra lærinu"

"Ég er lítill kúreki
já, já
sjáiði fína hattinn minn
já, já, já"

stundum spyr ég mig afhverju ég er að standa í þessu...
mér finnst mjög sorglegt hvað fólk virðist vera að gleyma Vanilla Ice og afrekum hans.. ég póstaði flottustu mynd í heimi af honum fyrir ári og mun ég nú gera aftur.. héðan í frá verður bloggið tileinkað Vanilla Ice með því markmiði að hann fallist ekki í gleymsku
ég hata barnatíma... mér finnst þeir óendanlega krípí... alltaf þegar barnatíminn er á í sjónvarpinu slekk ég á því (get ekki skipt um stöð þar sem ég bý í vanþróuðu ríki sem hefur hvorki stöð 2, sýn, skjá einn eða nokkuð annað)... ekki því mér finnst þetta barnalegt eða eitthvað, heldur því það veldur mér vanlíðan og gerir mig þunglyndan og svartsýnan.. talsetningin, tónlistin, teikningarnar.. allt leggur þetta sitt af mörkum til að gera mig geðveikann.. núna er einhver krókódíll með zorrógrímu í sjónvarpinu að reyna að ræna póstkassa.. *snökt*


ég veit það ekki.. kannski var ég laminn í æsku eða eitthvað

sunnudagur, nóvember 28, 2004

jæja hann Bjarki H. Viðarsson litli bróðir minn hefur hafið bloggun enn á ný (ég ákveð að skammstafa Hreinn sem "H." þar sem það er virðulegt).. mér líst mjög vel á það þar sem hann er búinn að blogga 4 sinnum og hefur tekist að hafa hverja einustu færslu um ekki neitt.. ég vona að hann haldi áfram á sömu braut enda er Bjarki efnilegur ungur drengur

annars var kvöldið í kvöld hresst.. ég skrifa um það á morgun! <-- (lygi)

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

já.. ég vorkenni honum Ara Júlíusi frænda mínum alveg gríðarlega.. hann fór til tannlæknis f. nokkrum dögum þar sem honum var skýrt frá því að hann yrði að fá teina og vera með þá næstu 2-3 árin.. og ofan á það þyrfti hann líka að vera með beisli á daginn. Og ekki nóg með það heldur þá mun þetta kosta 850.000 kall sem þýðir að hann mun ekki fá að gera neitt skemmtilegt næstu 3 árin. Meira um þetta hér. (Mjög fyndin grein)
Þegar ég heyrði þetta hugsaði ég "jæja hann verður þó kominn með colgate bros eftir 3 ár, þetta er ekki alslæmt".. þá mundi ég að það er eiginlega ekkert að tönnunum í honum.. bara tvær "vígtennur" sem vaxa á furðulegum stað, sem enginn tekur eftir og gera engum neitt.

þetta eru hugsanlega verstu örlög sem 14 ára óharðnaður unglingur getur þurft að horfast í augu við og því sendi ég honum Ara baráttukveðjur

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

það er hægt að fá mjög góðar hugmyndir, en það er líka hægt að fá mjög, mjög vondar hugmyndr. Ég var að fá eina slíka. The Simpsons með íslenskri talsetningu.
Laddi gæti talað fyrir Hómer.

mánudagur, nóvember 22, 2004

jæja.. næstum vika síðan ég bloggaði síðast.. hef einfaldlega bara ekkert að segja... mikið að gera í skólanum og sona lalala

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

jæja... mamma er að öllum líkindum að fara að segja upp starfi sínu sem kennari.. svo er fullt af einhverjum kennurum út á landi að segja upp.. þetta var nú meira snilldarútspilið hjá ríkisstjórninni að setja lög á verkfallið.. bíð spenntur eftir viðbrögðum Halldórs á morgun.. "já það liggur ljóst fyrir að margir kennarar eru að segja upp." "já það er nokkuð ljóst að kennarar eru reiðir" hhohoho

mánudagur, nóvember 15, 2004

mikið djöfull er hann aumingja Halldór Ásgrímsson leiðinlegur.. maður saknar eiginlega bara Dabba kóngs.. hann var þó með einhverja skandala.
Það er samt alveg mjög gaman að vissu leyti að hlusta á hann tala. Alveg ótrúlegt hvernig honum tekst að troða orðunum "það er ljóst" inn í hverja einustu setningu (ég hvet ykkur lesendur til að telja hversu oft hann gerir það næst þegar þið hlustið á hann), og það fyndna er að það sem hann segir í svo framhaldi af því er svo alltaf eitthvað sem er öllum fullkomlega ljóst, "það er ljóst að þessi kennaradeila er komin í hnút", "það er ljóst að Arafat var mikill leiðtogi"
vá og svo smitar hann svo út frá sér.. meiraðsegja þessi færsla er orðin hundleiðinleg
jæja ég sá the grudge í kvöld m. Krumma og Stíg.. hún var hölvíti skerí
hún var s.s. endurgerð af japanskri hryllingsmynd. Eitthvað er það í tísku hjá kananum þessa dagana að endurgera japanskar myndir.. á leiðinni heim vorum við svo að velta fyrir okkur hvernig það yrði ef evrópu og asíulönd myndu byrja að endurgera stórar hollywood myndir, þá kom sú ágæta hugmynd upp að við íslendingar tækjum okkur saman og myndum endurgera lord of the rings myndirnar.. þá yrði leikaravalið á helstu leikurum eitthvað á þessa leið

Gandalf: Sigurjón Kjartansson
Frodo: Gunnar Hansson
Aragorn: Hilmir Snær Guðnason
Legolas: Þorsteinn Guðmundsson
Gimli: Jón Gnarr
Arwen: Birgitta Haukdal
Elrond: Jónsi

við vorum eiginlega spenntastir fyrir því að sjá Þorstein Guðmundsson sem Legolas.. held að hann tæki sig mjög vel út.. annars vil ég fá að sjá fleiri uppástungur

laugardagur, nóvember 13, 2004

brosborg/gleðiborg

þriðjudagur, nóvember 09, 2004




fékk þetta á blogginu hans frænda...
Ég elska sjálfsmörk í fótbolta.. þá verða fagnaðarlætin svo vandræðaleg og asnaleg. Þegar venjuleg mörk eru skoruð hamast allir leikmennirnir bara á gaurnum sem skoraði, en þegar sjálfsmörk eru skoruð hafa þeir ekkert þannig, þannig að þeir hlaupa bara eitthvað um brosandi eins og hálvitar. Það sannar að allir geta verið asnalegir, meiraðsegja æðislegar fótboltahetjur.

mánudagur, nóvember 08, 2004

vá... djöfull fyrirlít ég svr.. án gríns, það eru svona 10 mínútna skekkjumörk á því hvenær þessir helvítis aular láta sjá sig.. ég er búinn að missa af strætó svona 20 sinnum á þessari önn, og er mætingin mín sökum þess algjör hörmung.. ég ætla að byrja að kasta snjóboltum í strætóa aftur >:-|
Ég er í góðum málum ef ríkisstjórnin ákveður að setja lög á kennaraverkfallið. Þá verða fjöldauppsagnir hjá kennurum, og skólar munu panikka og ráða hvern sem er. Þannig verð ég með öruggt starf eftir jól sem er fínt. Samt spurning, ætti ég að verða umsjónarkennari eða eitthvað af þessum asnalegu fögum eins og smíði eða heimilisfræði... held samt að það sé málið að verða umsjónakennari.. þá fæ ég að fara á foreldrafundi og tala við leiðinlega foreldra, sem er fyndið. Ég ætla að byrja að semja námsáætlun Egils strax á morgun. Endilega komið með hugmyndir.

plata dagsins: The Unicorns - Who Will Cut Our Hair When We're Gone?

sunnudagur, nóvember 07, 2004

"I have a fever, and the only perscription is more cowbell."
hlutir til að muna: ég er í fýlu útí Loru
"ég er farinn út að drepa kommúnista"

ps. Kiddi er kominn út úr skápnum. Til hamingju Kiddi!

Loksins þekkir maður einhvern homma

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

já.. þessar kosningar.. ég er mun reiðari yfir þeim en ég hélt ég yrði, og ég get því varla ímyndað mér hvernig sumum hlýtur að líða. Maður er eiginlega orðinn hálfhræddur við ástandið, því með þessu þá kemst fyrirlitning umheimsins (þ.á.m. mín) á bandaríkjunum á annað stig, því með þessari kosningu voru bandaríkjamenn að samþykkja allt sem núverandi stjórn er búin að gera á síðustu 4 árum, og líka að gefa þeim grænt ljós á að halda áfram á sömu braut, og þar að auki fékk Bush metfjölda atkvæða. Manni finnst alveg ótrúlegt að svona skuli geta gerst, að stjórnin, þrátt fyrir allar blekkingarnar og lygarnar sem hún beitti til að réttlæta innrásina í Írak, þrátt fyrir það að ástandið þar skuli versna með hverjum deginum, og þrátt fyrir ömurlegt efnahagsástand í bandaríkjunum, skuli virkilega geta náð endurkjöri. Það verður reyndar aðeins auðveldara þegar maður setur sig aðeins inn í hugsunargang þessa fólk sem kýs þá, og kemst að því hversu djöfulli heimskur og snargeðveikur meirihlutinn af þessu liði er í raun og veru, t.d. það að 70% kjósenda repúblikana séu enn á þeirri skoðun að Saddam Hussein hafi verið á bak við tvíburaturnaárásirnar, og það að mjög stór hluti kjósendanna kjósi Bush því hann er svo trúaður og viðkunnulegur gaur.. manni langar bara að æla.
Þeir sem maður vorkennir samt mest eru þær 100 milljónir bandaríkjamanna sem eru á sömu skoðun.. sem þurfa að sætta sig við þetta ástand og sem skammast sín fyrir að vera bandaríkjamenn þessa stundina, að miklu leyti útaf einhverjum sauðheimskum hommahatara-redneckum frá suðurríkjunum sem kunna ekki að lesa.. ég er í sambandi við mikið af fólki frá bandaríkjunum og það er bara ótrúlegt að sjá hvað fólk er ótrúlega reitt þarna úti.. svo ég vitni nú í nokkra:

"and Fuck America for that. i actually had faith. i reasoned that the Bush administrations' method worked enough that an acceptable number of people followed and were happy with it. that when voting came around the mobilization would commence and prove the polls wrong. i wasnt convinced in this, but i wasnt counting on the exact opposite happening. the american people had a chanced to finally do something about this, said "fuck IT and YOU" AND RE-ELECTED a president that has seen the most miserable handing of a terrorist attack in american history. we obviously want them to continue deceiving us, jerking us around, treating the nation like a wounded ten year old, and mangling every event to push violence upon other people in lieu of reason, which apparently "doesn't get the job done."

so with the re-election of Bush, we officially have no excuse. we saw what happened, and want it again. so america deserves everything it gets. for anymore shit that happens there will be no more pity. knowing now what this man is made of, most sane and democratic nations would get him the fuck out of there, but we've been fooled enough, and are now believeing that these other nations only work against us.

we are irrefutably becoming insane. "

"I feel such a mix of emotions right now. They range from depression to all out rage with a huge emphasis on embarrassment to even be as part of the American population. I simply cannot believe (or just don't want to believe) that the population of this country is so swayed by sound bytes and untruths. I truly am embarrassed. Oli, you said it perfectly when you were talking about how 99% of the world is being affected by this. We lost credibility throughout the past four years and any remote bit of it we had left is now nonexistent.

When when when will people stop looking to the Bible as their crutch and just think for themselves? The population of people who believe that Bush is a good guy with morals befuddles me. I truly don’t understand how they believe that someone who would send our country into a preemptive war, provide misinformation, and then refuse humble himself to admit mistake in any of it is a good moral guy.
...
...
...
And what’s so immoral about Kerry anyway? He supports women’s rights? He wants scientific research to advance so we can hopefully find cures to diseases so many people (including the good moral Christians) are afflicted with daily? He wants to fight the war on terrorism? He wants to beef up health care? He wants to help our economy? Yeah.. real immoral.

I’m beyond pissed off.

And this year we don’t even have Nader to blame."

"You said it perfectly, Oli. I'm not sure if I have language harsh enough to explain how unbelievably alienated I feel from the embarrassing masses that apparently are a majority in this country. I don't even feel up to getting into it right now because I'm seriously dreading another four years of political, social, intellectual, and moral outrage as this man's administrations pulls the wool over the eyes of the morons and smirks at the dissenting intellectuals."

ég gæti póstað svo miklu, miklu meira, en ég nenni því ekki. Ég er pirraður og bitur. Bless.
Helvítis fasistinn vann kosningarnar og ég missti af strætó. Ég er svo sjúklega pirraður og reiður að mig svimar.

mánudagur, nóvember 01, 2004

ég ætlað reyna að komst í The Council of Foreign Relations (CFR)... djöfull verð ég set þá...

lag dagsins: The Shins - Girl On The Wing