þriðjudagur, júní 28, 2005
jæja ta er madur kominn a hroaskeldu og mjog gaman.. fundum fint tjaldstædi, gatum sett upp partitjald og læti. Vid byrjudum svo med latum og drukkum kassa af bjor + e-d vin i gær. Tonleikar byrja ekki fyrr en a fimmtudaginn tannig ad vid erum bara e-d ad tjilla tangad til. Annar bid eg bara ad heilsa o.s.frv... hef voda litid ad skrifa sosem.
laugardagur, júní 25, 2005
Jæja ég er þá rokinn út. Bless aular.
ps. Ég fer með síma út með mér og númerið verður 8454569 ef e-r þarf að ná í mig. Og ég borga öll símtöl hvort sem það er hringt í mig eða ekki þannig að everybody wins (nema ég).
ps. Ég fer með síma út með mér og númerið verður 8454569 ef e-r þarf að ná í mig. Og ég borga öll símtöl hvort sem það er hringt í mig eða ekki þannig að everybody wins (nema ég).
fimmtudagur, júní 23, 2005
jæja.. skemmtilegir dagar undanfarið.. í fyrradag fórum ég og Krummi fyrrverandi Taílandsfari í pool og skemmtum okkur konunglega.. svo í dag fór ég í pool OG keilu með vinnunni.. ótrúlegt hvað það er mikið hægt að gera á íslandi.
....
núna eru svo u.þ.b. 42 tímar í að ég fljúgi út.. spennumarkið í hámarki
ég þarf að pissa
....
núna eru svo u.þ.b. 42 tímar í að ég fljúgi út.. spennumarkið í hámarki
ég þarf að pissa
þriðjudagur, júní 21, 2005
Hann lilli bróðir hefur snúið aftur til bloggunar með miklum látum, eftir u.þ.b. hálfs árs hlé.
Mæli með því að fólk skoði bloggið hans reglulega, þar sem hann er misskilinn snillingur, og með efnilegri ungum drengjum sem ég veit um.. og endilega kommentið hjá honum til að gleðja hans ungu og brothættu sál.
Mæli með því að fólk skoði bloggið hans reglulega, þar sem hann er misskilinn snillingur, og með efnilegri ungum drengjum sem ég veit um.. og endilega kommentið hjá honum til að gleðja hans ungu og brothættu sál.
mánudagur, júní 20, 2005
yeh.. í gær kom ég heim úr rafting norður í skagafirði (var þar síðan á fimmtudaginn).. það var sveittur babar.. svo er bara flogið út til dk á laugardaginn, smá tjill í köben og svo hróaskelda eftir það.. jíha
miðvikudagur, júní 15, 2005
Í gær fór ég til Jóa Palla og horfði með honum á Dress To kill, sem er stand up með Eddie Izzard, í þriðja skipti, og hló ennþá meira en ég gerði í fyrstu tvö. Það er ekki eðlilegt hvað gaurinn er sjúklega fyndinn. Hann er by far besti stand up gaur sem ég hef nokkurntíman séð, og ég græt mig í svefn á hverju einasta kvöldi fyrir að hafa misst af honum þegar hann kom hingað f. nokkrum mánuðum. Þetta stand up er tveggja tíma langt en samt er varla hvergi veikan punkt að finna.. ég er búinn að vera flissandi í allan dag bara að því að hugsa um þetta.. mæli mjög sterklega með að þeir sem hafi ekki tékkað á honum áður (sérstaklega Dress To Kill) geri það núna...
Jaahháá.. ég er að horfa á fyrsta Sylvíu Nóttar þáttinn as ví spík. Hef ekkert heyrt um þetta alltsaman fyrr en núna, og ég verð bara að segja að mér finnst þessir þættir eru algjör snilld og er bara innilega sammála öllu sem Stígur hafði að segja um þáttinn
þriðjudagur, júní 14, 2005
já.. pabbi var að rífast í útvarpinu í dag við litla pollagallaframsóknarstráklinginn hann Birki Jón Jónsson... ég hlustaði ekki á það, en geri þó ráð fyrir að pabbi hafi staðið sig í stykkinu.
Annar fór ég í klippingu í dag, og gerði þetta almennilega í eitt skipti fyrir öll... hárið á mér meikar bara ekkert að vaxa meira en 7-8 cm... eftir það þá fríkar það bara út, þannig að ég ætla bara að halda því svona smekklegu, sem þýðir að ég þarf að fara í klippingu vikulega þar sem ég sé nánast hárið á mér vaxa.
Annar fór ég í klippingu í dag, og gerði þetta almennilega í eitt skipti fyrir öll... hárið á mér meikar bara ekkert að vaxa meira en 7-8 cm... eftir það þá fríkar það bara út, þannig að ég ætla bara að halda því svona smekklegu, sem þýðir að ég þarf að fara í klippingu vikulega þar sem ég sé nánast hárið á mér vaxa.
sunnudagur, júní 12, 2005
úff.. svaka kvöld í kvöld.. byrjaði á star wars (sem var nokkuð mögunð)... eftir hana fóru ég, Hildur og Jói í partí til Stellu, sem var fullt af hressleika. Eftir það kíktum við á Trabant tónleika á Nasa sem voru einstaklega sveittir og fullir af glimmer. Þegar þeir voru búnir fór ég og hitti Hrafn og Bigga, og við máluðum bæinn í lit álversins. Kvöldið einkenndist svo af álverinu. Í álverinu!
Eftir mikla gleði og marga skandala voru ég og Biggi sóttir af ónafngreindum aðila, sem stóð sig vel í akstri, þrátt fyrir bílprófsleysi og aaaafar litla reynslu í akstri. Góða nótt!
Eftir mikla gleði og marga skandala voru ég og Biggi sóttir af ónafngreindum aðila, sem stóð sig vel í akstri, þrátt fyrir bílprófsleysi og aaaafar litla reynslu í akstri. Góða nótt!
laugardagur, júní 11, 2005
já.. gærkvöldið var fyndið.. eftir starfsdaginn var grill og ratleikur þar sem starfsfólki var skipt í lið. Eftir leikinn voru mitt lið og eitt annað jöfn að stigum, og úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana þar sem ég tryggði sigurinn með því að breika við Ryksugan á fullu. VIð unnum hvítvínsflösku. Jeeeei.
Annars eru ég og Hildur að fara á Star Wars á eftir.. ég er orðinn nokkuð spenntur.. (þó ég sé alveg búinn að gleymast hvað gerðist í 1 og 2..)
Annars eru ég og Hildur að fara á Star Wars á eftir.. ég er orðinn nokkuð spenntur.. (þó ég sé alveg búinn að gleymast hvað gerðist í 1 og 2..)
fimmtudagur, júní 09, 2005
"en besti draumur sem mig hefur dreymt var þegar ég fór í íshellinn og tígri kom með og svo voru svona 12 munkar sem voru að tilbiðja einhvern ferhyrning og svo komumst ég tígri og munkarnir 12 í 4 borð og þá rann tígri á ferhyrninginn og dó og þá vaknaði ég"
hann Bjarki litli bróðir er góður í að segja frá draumum...
hann Bjarki litli bróðir er góður í að segja frá draumum...
Á morgun er starfsdagur í vinnunni. Fyrst þegar ég heyrði það þá fagnaði ég vel og lengi, þar sem að á grunnskólaárum mínum þýddu starfsdagar sama og frí.
En svo fattaði ég að ég er starfsmaður á leikskólanum og fæ því ekkert frí eins og börnin.
Í staðinn þarf ég að mæta þarna og sitja á beisikklí 8 tíma starfsmannafundi og hlusta á fóstrur tala um starf vetrarins og hvernig það hafi heppnast. Djöfull mun ég drekka mikið kaffi á morgun....
En svo fattaði ég að ég er starfsmaður á leikskólanum og fæ því ekkert frí eins og börnin.
Í staðinn þarf ég að mæta þarna og sitja á beisikklí 8 tíma starfsmannafundi og hlusta á fóstrur tala um starf vetrarins og hvernig það hafi heppnast. Djöfull mun ég drekka mikið kaffi á morgun....
mig dreymdi í nótt að ég væri óléttur... that's right.. ég hafði s.s. rotaður og verið sprautaður með einhverju sem gerði mig óléttan... líklega mest creepy draumur ævi minnar
laugardagur, júní 04, 2005
sko.. ruslpóstur er meira óþololandi en allt í heiminum, og ég hef margoft lagt til að þeir sem standi a bak við þetta verði geldir á mjög frumstæðan hátt, en stundum, þegar þetta eru ekki þessi venjulegu typpastækkunartilboð, þá getur þetta bara verið fyndið.
Incentive Promotions Claim Your -FREE- Lawn Tractor Today.
hversu óendnalega random er þetta...
Incentive Promotions Claim Your -FREE- Lawn Tractor Today.
hversu óendnalega random er þetta...
föstudagur, júní 03, 2005
það er alveg ótrúlegt hvað það að festast í einhverri rútínu getur stytt líf manns alveg svakalega... núna er ég búinn að vinna í 9-5 vinnu á leikskóla frá því í lok janúar, og er því búinn að vera þar í rúmlega 4 mánuði. Fyrstu 2 mánuðina kannski var vinnudagurinn heil eilífð að líða, þar sem ég var ekki búinn að vera í svona vinnu í langan tíma, og þetta var alltsaman frekar nýtt fyrir mér. Hver vika var því eins og heill mánuður.
Núna undanfarnar vikur hef ég svo tekið eftir því að þar sem þetta er svona mikil rútína, og þar sem þetta eru alltaf sömu hlutirnir sem maður er að gera, virðist það allt bara renna saman í eitt. Þetta er svona svipað og með að tannbursta sig. Maður veit að maður tannburstar sig á hverju kvöldi, en maður getur samt aldrei þannig séð munað eftir einni ákveðinni tannburstun fram yfir aðra (nema ef það er ólíkt öðrum kvöldum að einhverju leyti, t.d. ef tannburstinn springur eða e-ð), þetta rennur því allt bara saman í einhverja tímaleysu.
Og svo allt í einu er maður dauður.
Ég er því búinn að lofa sjálfum mér því að ég ætla aldrei að festast í 9-5 vinnu eða vera með einhverskonar reglulegan vinnudag, jafnvel þó það þýði að ég verði skuldum vafinn með þunglynda konu og börn það sem eftir er ævinnar.
Núna undanfarnar vikur hef ég svo tekið eftir því að þar sem þetta er svona mikil rútína, og þar sem þetta eru alltaf sömu hlutirnir sem maður er að gera, virðist það allt bara renna saman í eitt. Þetta er svona svipað og með að tannbursta sig. Maður veit að maður tannburstar sig á hverju kvöldi, en maður getur samt aldrei þannig séð munað eftir einni ákveðinni tannburstun fram yfir aðra (nema ef það er ólíkt öðrum kvöldum að einhverju leyti, t.d. ef tannburstinn springur eða e-ð), þetta rennur því allt bara saman í einhverja tímaleysu.
Og svo allt í einu er maður dauður.
Ég er því búinn að lofa sjálfum mér því að ég ætla aldrei að festast í 9-5 vinnu eða vera með einhverskonar reglulegan vinnudag, jafnvel þó það þýði að ég verði skuldum vafinn með þunglynda konu og börn það sem eftir er ævinnar.
fimmtudagur, júní 02, 2005
já.. þá er b-myndasyrpan hafin, og fyrsta myndin sem varð fyrir valinu var Martial Law 2: Undercover, en hún var gerð árið 1991, og skartar þeim Jeff Wincott og Cynthiu Rothrock í aðalhlutverkum. Tagline myndarinnar eru nokkuð mögnuð.. "Urban warriors with a badge... and a mission" og "Their bodies are their weapons", en þessi mynd fjallar s.s. um sérstaka deild innan L.A.P.D. með lögreglumönnum sem eru þjálfaðir í sjálfsvarnaríþróttum sem þeir beita til að lemja vondu kallana. Myndin fjallar svo um baráttu aðalgaurins innan þeirrar deildar, Sean Thompson, og Billie Blake konu hans (sem er einmitt í þessari sérsveit líka), við hinn illa Spencer Hamilton, sem á einhvern næturklúbb og gengur alltaf um með einhverjum þýskum (held ég) lura sem heitir Tanner og er þessi týpíski ofvaxni henchman sem lemur alla. Inn í söguna fléttast svo lögreglustjórinn Krantz og einhverjir fleiri bjánar.
Jæja, þessi mynd var ágætis leið til að byrja þetta maraþon, og er hún hæfilega ömurleg. Bardagaatriðin voru neyðarleg og illa gerð, en ég hefði þó viljað sjá verri leik hjá aðalleikurunum (sem stóðu sig alveg sæmilega), en þó fá þeir plús fyrir það hversu vel þeim tókst að láta mér vera drullusama um persónurnar sem þeir léku. Það er þó kannski frekar handritinu að þakka, sem var hörmulegt og ótrúverðugt. Persónurnar voru leiðinlegar, og aðalvondikallinn hefði varla geta verið minna spennandi (einhver ofvaxinn, slick næturklúbbseigandi með ponytail). Svo ekki sé minnst á þetta óendanlega heimskulega sérsveitakonsept.
Þessi mynd var þó á heildina alveg skítsæmilega gerð, og ég get því ekki gefið henni meira en 5 saurklumpa af 10
Jæja, þessi mynd var ágætis leið til að byrja þetta maraþon, og er hún hæfilega ömurleg. Bardagaatriðin voru neyðarleg og illa gerð, en ég hefði þó viljað sjá verri leik hjá aðalleikurunum (sem stóðu sig alveg sæmilega), en þó fá þeir plús fyrir það hversu vel þeim tókst að láta mér vera drullusama um persónurnar sem þeir léku. Það er þó kannski frekar handritinu að þakka, sem var hörmulegt og ótrúverðugt. Persónurnar voru leiðinlegar, og aðalvondikallinn hefði varla geta verið minna spennandi (einhver ofvaxinn, slick næturklúbbseigandi með ponytail). Svo ekki sé minnst á þetta óendanlega heimskulega sérsveitakonsept.
Þessi mynd var þó á heildina alveg skítsæmilega gerð, og ég get því ekki gefið henni meira en 5 saurklumpa af 10