Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, apríl 25, 2008

Þættir úr sögu
--------------

I. Ég er búinn með 20 blaðsíður í BA ritgerðinni minni. Hún mun verða stórfenglegt meistarastykki og á eftir að snerta hjörtu allra sem lesa hana á eftirminnilegan hátt. Gott og vel skapað fólk mun gráta úr gleði og fallast í faðma, á meðan illt fólk mun svipta sig lífi í stórum stíl. Að auki munu siðferðilega hlutlausar verur (kengúrur, fílar etc.) líka fá eitthvað til að hugsa um, og munu eflaust eiga erfitt með svefn.

II. Spáin mín hér fyrir neðan rættist næstum því. Liverpool voru 1-0 yfir, búnir að spila mun betur og áttu sigurinn vísan. En svo gerist þetta. Ég er ennþá hlæjandi. Og þetta var ekki einusinni í uppbótartíma, hann var löngu liðið. Þetta var í einhverjum... draumatíma. Lifi rauðhærðir norðmenn með gagnslausan hægri fót.

III. Fyrst ég bloggaði um fótbolta þá get ég alveg eins gert það aftur þar sem ég geri voðalega lítið af því. Nú ætla ég því að ræða um liðið mitt, Chelsea. Það dylst engum manni að það er allt í rugli í þessum klúbbi, þeir eru með stjóra sem lítur út eins og Jabba the Hut og allir hata, þeir spila hundleiðinlegan fótbolta (fyrir utan einn leik af og til. Sem ég missi yfirleitt af.) og bara þúst. Eru í ruglinu.

IV. Varðandi leikinn á morgun. Meintir yfirburðir Manchester United eru að mínu mati stórlega ýktir og Chelsea gætu alveg tekið þá og hirt svo þennan bölvaða titil. Fyrst þeir eiga að vera svona ógurleg yfirburðamaskína, afhverju eru þeir þá ekki löngu búnir að hrista af sér Chelsea, lið sem er í tómu tjóni? Þeir hafa fengið nóg af tækifærum til þess en kúka alltaf í sig. Ronaldo getur líka ekkert á móti sterkari liðum. Fer bara að grenja og e-ð. Fokking auli.

V. Næstu leiktíð þurfa að vera gerðar miklar breytingar. Í fyrsta lagi þarf að fá einhvern framherja, þar sem Drogba vill ólmur komast burt, og Shevchenko er alltaf í golfi. Persónulega myndi ég vilja fá Karim Benzema eða Sergio Agüero. Enga gamla skaufa takk.
Í öðru lagi vantar virkilega einhvern skapandi miðjumann, þar sem miðjan samanstendur bara af einhverjum vinnuhestum sem vita ekkert hvað þeir eiga að gera þegar þeir fá boltann. Ég hefði viljað fá Luka Modric en hann er að sögn á leiðinni til Newcastle. Hnuss. Rafael van der Vaart virkar líka spennandi.

VI. Svo þarf líka að henda út hinum og þessum. Efstir á þeim lista eru Sidwell, Pizarro, Shevchenko, Ben Haim og Wright-Phillips (því miður). Malouda finnst mér að ætti að fá eitt tímabil í viðbót þrátt fyrir að hafa ekki geta rassgat í ár.

VII. Ég nenni eiginlega ekki að blogga meira um fótbolta. Þetta verðu líklega síðast fótboltafærslan mín á þessu ári.

þriðjudagur, apríl 22, 2008I. Ég tek allt tilbaka sem ég sagði um Manchester um daginn, einfaldlega því þá fer of mikil haturs-orka til spillis sem ætti að sjálfsögðu að beinast að þessum ömurlega klúbbi. Ekki aðeins drepur hann allt sem fallegt er með sinn veruleikafirrta fituhlunks-knattspyrnustjóra, með sínum óendanlega væmnu stuðningsmönnum, með sitt aulahrollsvaldandi stuðningslag sem tengist knattspyrnu ekki á nokkurn hátt, heldur er hann líka búinn að spilla litla bróður mínum, sem eitt sinn var svo saklaus og prúður en er nú sálarsjúkt Liverpool-skrímsli sem hrækir á götur og sýnir gömlu fólki vanvirðingu. Ég græt mig í svefn á hverri nóttu yfir því.

II. Eftir klukkutíma hefst leikur í undanúrslitum meistaradeildarinnar milli Liverpool og Chelsea. Þessir leikir eru þekktir fyrir að vera eitthvað það alleiðinlegasta sem íþróttin hefur uppá að bjóða, og það er raunar svo að það er bókstaflega skemmtilegra að horfa á þurra málningu þorna ennþá meira en að þurfa að þola enn einn leik á milli þessara liða.

III. En maður lætur sig hafa það. Vonandi vinnur Chelsea óverðskuldað á 90. mínútu með einhverju fáránlegu ljótu marki eftir hrútleiðinlegan leik.

föstudagur, apríl 18, 2008

GUIDING LIGHT - 1986


Þetta er sko alvöru krakkar mínir. Ekkert verið að sykurhúða atburðarrásina með einhverri vitleysu, heldur fáum við þetta BEINT Í ÆÐ. Það er ekki fyrr en ég sé svona að ég átta mig á að sjónvarpsefni nútímans gerir ekkert fyrir mig. Raðmorðingi sem vinnur hjá löggunni? Fólk fast á einhverri eyju úti í rassgati? Bull. Þetta eru hinsvegar ALVÖRU menn í ALVÖRU aðstæðum.
Þessi klippa hefur allt. Hvernig svitinn perlar á enninnu á Billy áður en hann hleypir af, örvæntingin í augum Kyles, hvernig HB tekur týndan son sinn loksins í sátt með að stökkva honum til bjargar og fimleg notkun á synthesizerum til að undirstrika senuna. Byssuskotið sjálft er svo hjúpað í delay effekt til að sýna að nú verður ekki aftur snúið. Þetta er ekkert grín. Þetta er dauðans alvara.
Klippan er frá 1986 (sem þýðir að hún var sýnd á rúv sirka '95). Ég man þegar ég sat heima í Huldulandinu, 10 ára snáði með hjartað í buxunum að fylgjast með framvindu mála. Hvernig gat Billy reynt að skjóta Kyle, manninn sem hann var nýbúinn að taka í sátt sem bróður sinn? Svarið var augljóst. Óprúttin glæpasamtök höfðu dáleitt hann til að ráðast til atlögu þegar hann sæi hringina tvo. En kaldhæðni örlaganna greip inn í og fyrir mistök skaut Billy einmitt EINN AF ÞEIM sem höfðu dáleitt hann. Hafðu þetta, David Preston!
En sagan endar ekki þar. Horfið bara áfram ef þið treystið ykkur til.

"He has been shot! He is dead!"

"Kyle, I loved you."
"You loved infinity more."

Ódauðlegar línur.


PS. Æjá og þið sem eruð búin að vera að setja eitthvað út á nýja blogglayoutið skuluð endilega keyra út fyrir bæjarmörkin, stöðva bílinn á heppilegum stað, stíga rólega út úr honum, draga djúpt andann...... og hoppa svo upp í ykkar fullkomlega smekklausu rassgöt. Þessu verður ALDREI BREYTT!

mánudagur, apríl 14, 2008

I. Ég er farinn í mánaðarsamskiptabindindi sökum anna

II. Ég er farinn í mánaðardrykkjubindindi sökum anna.

III. Vinsamlegast látið mig alfarið í friði.

laugardagur, apríl 12, 2008

I. Ég um mig frá mértilÉG ÉG er svo frábærhlustið á mig krakkar ÉG hef svarið égégégégégÉG, ekki annar heldur ÉGÉG SJÁIÐ MIG ÉG er hér ekki þar heldur ÉG!! ÉÉÉG!!!

II. Þessi EGill maður HANN hefur svrið HANN HANN HANN oG ENGINN ANNAR HANN TALIÐ VIÐ HANN, TALIÐ UM HANN, ha ég? NEI HANN!

III. Sjá I. og II.

þriðjudagur, apríl 08, 2008


http://xkcd.com/

mánudagur, apríl 07, 2008

I. Þetta finnst mér alveg óþolandi. Kommon. "Kraftur, frelsi og friður?" Forsetinn skipaði heila NEFND til að móta ímynd Íslands, og það besta sem þeim datt í hug var "Kraftur, frelsi og friður"? Ég er alvarlega að íhuga að senda inn fleiri tillögur í sama dúr. "Farsæld, frumkvæði og stolt"? "Virðing, þróttur og stöðugleiki?" "Göfgi, eldmóður og samhljómur?" "Fórnfýsi, sannleiksþrá, umhyggja"? Dísös!
Hvernig væri að skapa einhverja almennilega ímynd með slagorði sem er ekki það almennt orðað að öllum er alveg sama? Hvað með "Afkvæmi víkinga sem eru alltaf full?", "Mikilmennskubrjálæði og minnimáttarkennd samankomin?" "Lítil eyja útí rassgati sem byggði áður á landbúnaði og fátæklingum en á núna of marga jeppa"?. Ekki kannski grípandi en býður þó upp á margt. Ég bíð eftir símtali frá Ólafi.

II. Undanfarna daga hefur hellst yfir mig afar ljúf tilfinning. Afstaða mín til heimsins hefur breyst undanfarið, og þó það sé ekki nema smá þá gleður það mig engu að síður. Og með breytingu á ég ekki við bara í orði heldur í almennri sýn á heiminn. Þetta hefur svo að einhverju leyti áhrif á atferli. Sem er fokking frábært.

III. Manchester skeit á sig í gær og var heppið að sleppa með jafntefli. Þetta skítalið er að fara að glutra niður bæði englandsmeistaratitlinum og meistaradeildinni af því að þeir eru svo ljótir og asnalegir. Eina sem þeir geta huggað sig við er að vera ekki jafnmiklir aumingjar og Liverpool. Gott á ykkur, aular. Og Ferguson, þú mátt fara í rassgat.

IV. Ég keypti mér M&M og hálfan lítra af Pepsi í gær. Það kostaði 588 krónur.

V. Ég endurtek, 588 krónur. SVEI!

VI. Ég hef löngum haft andúð á fólki sem er alltaf kvartandi og kveinandi yfir öllu, en eftir þessa færslu sé ég hvað því gengur til. Það er æðislegt að kvarta. Skyndisjálfsupphafning, takk fyrir!

laugardagur, apríl 05, 2008

I. Sko ég var að lesa gamlar færslur frá því í fyrra, og sorrí gott fólk, en þetta blogg er bara á heildina ógeðslega fyndið og frábært, og ég er greinilega ógeðslega fyndinn og mergjaður gaur. Sérstaklega var ég öflugur á fyrstu 3 mánuðum síðasta árs. Þetta breyttist þó að einhverju leyti þegar tilvist mín byrjaði að angra mig fyrir nokkrum mánuðum og ég breyttist í einhverja heimspekiklisju. Engu að síður, ég vorkenni eiginlega bara þeim sem lesa þetta blogg ekki. En þið hin, þið eruð sko í góðum málum. Ha ha ha!

II. Ég er búinn að skrifa fyrstu orðin í BA ritgerðinni minni. Þau fóru í að greina í smáatriðum æðina á enninu á Schopenhauer í symmetrísku hlutfalli við mottuna á Nietzsche. Hálfur sigur unninn!

III. Þegar ég var að skrifa setninguna fyrir ofan skrifaði ég fyrst óvart "ennina á æðinu", sem er kómískur leikur að orðum.

IV. Ég horfði á Nesa Hólm (Hannes Hólmstein) í Kastljósinu í gær að tjá sig um húllumhæ undanfarinna daga, og það kom mér mjög á óvart hversu auðmjúkur hann var og ó-Hannesarlegur. Ég og pabbi vorum búnir að setja okkur í gloat-stellingar (er ekki til eitthvað gott íslenskt orð yfir það?), en svo var hann bara e-ð fullur iðrunar, og við sátum bara eins og aular. Batnandi manni er best að lifa! Maður fékk nánast tár í augun. Þetta minnti mig eiginlega bara á atriðið úr Karate Kid þegar vondi gaurinn lætur Karate Kiddinn fá bikarinn í lokin eftir að hafa tapað og segir "You're alright Larusso" eða e-ð álíka.

V. Það var bjánalegt atriði.

miðvikudagur, apríl 02, 2008

I. Úff.. ég er alveg að detta úr sambandi. Út sambandi.

II. Ég er að hlusta á grindcorediska sem kana-skiptineminn í skólanum skrifaði fyrir mig. Afhverju eru kanar sem maður kynnist (sérstaklega þeir sem koma frá Boston) alltaf svona mikið öndvegisfólk?

III. Þessa stundina er lagið "Polished Turd" í gangi. Næst er svo 'Lives ruined through sex (for Anita)' og 'Torn Apart by Dingos'.

IV. Í gær drakk ég einn bjór, hlustaði á Antony and the Johnsons, saug á mér þumalinn og grenjaði í þykjustunni áður en ég las tvær greinar sem ég man ekki hvað fjölluðu um.

V. Ég er byrjaður að tala óþægilega mikið við sjálfan mig. Það er kannski ekki sniðugt að búa einn of lengi?

VI. WILSOOOON!

VII. Þegar ég er kominn með konu og fasta búsetu þá ætla ég að segja upp 90% af vinum mínum með formlegum hætti. Þeim fáu sem eftir verða mun ég svo bjóða í afar uppskrúfuð og þvinguð matarboð á 5-6 mánaða fresti þar sem einungis verða ræddir smáborgaralegir hlutir eins og stimpilgjöld og síðasti þátturinn af According to Jim.
Sorrí strákar og stelpur, þetta er allt spurning um hagsmuni.

VIII. Fúsi aprílgabbaði mig í gær.

IX. *UPPFÆRSLA* Bragi leiðrétti mig í kvöld varðandi afstöðu mína til íbúa Boston. Þeir eru víst allir morðóðir geðsjúklingar :(

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Ég nenni ekki að blogga stuttar færslur lengur. Þær verða bara að koma í bland.

I. Ég held að líklega dapurlegasti þáttur þess að vera mennskur er að enginn hefur aðgang að upplifunum hvers einstaklings, og manns eigin huglæga sjónarhorni á nokkurn hátt nema maður sjálfur. Eini björgunarhringurinn sem maður hefur er svo tungumálið, sem hefur sínar takmarkanir. Þetta eru sjálfsögð sannindi sem maður veltir kannski ekki mikið fyrir sér, en eru þó meginorsök alls sem ömurlegt er í heiminum. Svarið er að sjálfsgöðu að reyna að leysa bara upp sjálfið einhvernveginn. Veit ekki alveg hvernig ég ætla að gera það, en ég er að vinna í því.

II. Djöfull er ég fokking góður í Jetman

III. Það er skrítið hljóð fyrir utan gluggann minn