Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, apríl 30, 2006

annars held ég að það sé aftur komi tími á að skrifa 3 færslur á dag um ekki neitt eins og ég gerði á sínum tíma þegar ég var in my prime...
jæja ok... leikurinn heitir Mafía eða Mafíósi eða e-ð... hann seinkaði bæjarför til kl 4 í gær... og verður hróaskelduleikurinn í ár án efa.

Jeg var að koma frá Loru þar sem hún notaði mig í eitthvað matreiðslumyndband handa fátækum námsmönnum, þar sem minn meðfæddi leiði þunglyndissvipur var í aðalhlutverki enn og aftur.. ég er að spá í að byrja að selja þessa þjónustu mína

Annars er sérvitringurinn hann Bjarki að halda uppá 13 ára afmælið sitt í dag (þó það sé næstum mánuður síðan hann átti afmæli).. hann hafði engan áhuga á að halda sveitt bekkjarpartí eins og flestir 12 ára krakkar gera, heldur vildi hann bara e-ð fjölskylduboð.. en jæja mér er sama.. ég fæ köku either way
váááá.. í kvöld spilaði ég geðbilaðasta/skemmtilegasta partíspil sem ég hef farið í á ævi minni.. og þið fáið ekki að vita hvða það er. Aular.

föstudagur, apríl 28, 2006

Haiku
-----

Býflugur hlæja
Illa lyktandi stúlka
Sykurinn búinn

Lík í grasinu
Keisarar bresta í grát
Konur í júdó

Norðmaður loðinn
Sólin bræðir Camembert
Tunglið að springa

Vindarnir svíða
Kerti á veitingastað
Skáld með brunasár



Hugmynd stolið frá Krumma
Haiku rokkar
hann Hjölbert er enn og aftur kominn með nýtt blogg og í þetta skipti er það myndablogg.. sögur sem hann gerir í Gary Larson stíl... þær vekja kátínu hjá mér og ég hvet hann til að halda áfram..
Dublo er í miklu uppáhaldi hjá mér hahaha

miðvikudagur, apríl 26, 2006

já.. hann Kiddi var að koma af sjónum þar sem hann var að elda oní einhverja sjóara í 40 daga...
Ég var búinn að sakna að heyra þá saurugu hluti sem áttu til að vella uppúr honum, þannig að það gladdi mig mikið þegar ég rakst á hann á Celtic í kvöld.. hann varð þó að halda aftur að sér með ógeðið þar sem það voru tvær dömur með mér, og hann varð að gæta að háttvísi sbr. siðareglur karlmanna gagnvart konum sem mótast hafa í gegn um aldirnar... en svo þegar ég kom heim náði ég tali af honum á MSN, og hann losaði um allar þær viðbjóðslegu hugsanir sem hann hafði setið á.. þetta er í raun orðið listgrein hjá honum..
en jæja svefn

mánudagur, apríl 24, 2006

hahahahahahah Stígur fær verðlaun fyrir færslu mánaðarins...

best þykir mér þó þessi grein sem er svo stórkostlega heimskuleg að ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Þessi vatnssamlíking hjá honum missir líka svo algjörlega marks að ég held að hún toppi allar þær vondu samlíkingar sem ég hef séð um ævina.

Frjálshyggjulið er fyndið.

...annars fann ég á netinu fyndna heimasíðu sem Katrín gerði fyrir löngu í menntó. Ég get því miður ekki birt hana hér af hræðslu við það líkamlega ofbeldi sem mér hefur verið hótað ef ég geri svo =/

svo er ég að fara útí sveit á morgun að heimsækja Týra! Jei!

sunnudagur, apríl 23, 2006

tjiggtjigga
bloggskriftaandagift mína er hvergi að finna þessa stundina. ó grimmu örlög.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

jæja.. var að leita að umfjöllunum um Sleepy Hollow á Rotten Tomatoes (man ekki alveg afhverju.. ég er fullur þannig að ég hef afsökun).
Hér eru nokkrar setningar sem ég fann:

"The horseman charges on, breathing life (from it's severed esophagus) into this sleepy and hollow production."

"Sleepy Hollow is gorgeously mounted and ingeniously speculative, but hollow."

"Both sleepy and hollow."


"The latest magnum horror opus from the mixed-up mind of Tim Burton is an fx feast for the eyes, but leaves a hollow spot in the spiritual soul."

"The Burton trademark special effects are typically fun, but the late release and lackluster performances make Sleepy Hollow feel exactly like its title: sleepy and hollow."


Alveg frábært hvað þessir neikvæðu gagnrýnendur eru alltaf hnittnir og orðheppnir, og finna nýja og sniðuga vinkla á umfjöllunarefninu, hohoho.. augljóst að maður ætti að treysta þeim frekar en nokkrum öðrum

annars fékk þessi mynd yfirleitt fínar umfjallanir.. fannst þetta bara fyndið

þriðjudagur, apríl 18, 2006

akkúrat núna er jói palli staddur í Nepal, þar sem hann er búinn að gera áhugaverðahluti eins og að fara í safaríferð að skoða villt kvikindi, og spila fílapóló með gaurum með breskan hreim.. að hans sögn er þetta það snobbaðasta sem hann hefur gert um ævina... mig langar að vera í nepal :(

laugardagur, apríl 15, 2006

Ég er Egill Viðarsson á Íslandi. Það veit ég.
Hinsvegar er ég líka 5 kakkalakkar í Nepal, 2 eðlur í Texas, 16 drekaflugur í Manitoba, Kanada (á mismunandi svæðum þó), 4 mörgæsir á suðurskautinu (ein af mér er samt við það að deyja), 2 fílar í Súdan, 6 búrhvalir, 3 skötur, 2 kameldýr í Egyptalandi og ráðvillt fjallaljón einhverstaðar í Suður-Ameríku.
Ég bara geri mér ekki almennilega grein fyrir því.

föstudagur, apríl 14, 2006

jæja ég linkalistann minn í gegn... löngu kominn tími á það.. fleygði út gagnslausu fólki, og bætti einhverju pínu við... ég ákvað að hafa Bjarka ennþá inná þrátt fyrir blogg-óvirkni í næstum því ár, bæði því allar færslurnar þar eru gull, og því ég er búinn að sannfæra hann um að vera með kombakk fljótlega \o/

miðvikudagur, apríl 12, 2006

já... alveg frá því þetta raunveruleikaþáttaflóð byrjaði hef ég hatað þá alla af ástríðu.. enginn skammast yfir þessum helvítis leiðindaþáttum meira en ég og sumir hafa gengið svo gjörsamlega fram af mér að ég hef ekki getað horft á þá (t.a.m. The Swan)... þrátt fyrir það eru tveir af þessum þáttum sem ég hef mjög gaman af

Einn er Queer Eye For The Straight Guy... ég elska þennan þátt.. hvort sem hann ýtir undir einhverjar hommastaðalímyndir eða ekki þá finnst mér það ekki skipta öllu... mér finnst boðskapurinn í þættinum líka almennt frekar jákvæður (vá ég er búinn að vinna á leikskóla of lengi), og frekar en að niðurlægja gaurana e-ð og dressa þá upp eins og barbídúkkur, þá reyna þeir frekar að gera e-ð í takt við skapgerð og lífsstíl "fórnalambanna" (hvort sem maður er svo sammála því sem þeir gera eða ekki).. held að allir hefðu gott af því að einhverju leyti.
Svo eru gaurarnir 5 allir mjög viðkunnalegir og yfirleitt mjög hnittnir og fyndnir og með hæfilegt magn af homo-erotic bröndurum.

Hinn þátturinn er The Contender.
Mér finnst bara ótrúlegt að svona þáttur hefi ekki komið strax í upphafi.. ég meina kommon, ég held það sé ekki mögulega hægt að gera þátt dramatískari en þessi verður..
einhverjir 16 wannabe boxarar sem búa saman, verða vinir og svo endar þátturinn á því að tveir af þeim berjast þannig að einn dettur út.. svo að lokum stendur einn eftir.. Þvílíkt epískt og yfirdrifið drama er erfitt að ímynda sér..

(sagt með kana-macho rödd) "he's my friend, but i have to fight him" *dúmm dúmm*... svo er bardaginn sýndur að mestu í slow motion með einhverja fiðlutónlist undir...
svo endar þátturinn alltaf á því að gaurinn sem tapar er e-ð vælandi, illa farinn og niðurbrotinn að kjökra með fjölskyldunni sinni. Hvernig er ekki hægt að fíla þetta? Svo skemmir ekki fyrir að hafa Sylvester Stallone og Sugar Ray Leonard sem umsjónamenn.

mánudagur, apríl 10, 2006

Hvað gerist ef óendanlega margir, óendanlega smáir punktar eru lagðir saman?

föstudagur, apríl 07, 2006

já.. hann Krummi er búinn að stunda ljósmyndun af miklum móð undanfarið, og það hefur komið í ljós að ég hef alveg meðfæddan og meðskapaðan hæfileika til að líta út fyrir að vera fullur af sjálfsvorkunn og þunglyndi á öllum myndum sem eru teknar af mér (sama hversu glaður ég kann að vera)..

Krummi var fljótur að spotta þetta, og fannst því tilvalið að ég hæfi sólóferil til að höfða til þunglyndra unglinga í þjóðfélaginu. plötuumslag og lagatitlar eftir hann





stefni á platínu

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Jæja titturinn hann bróðir minn átti afmæli í gær og hann fær því heiðursfærslu hér. Til hamingju Bjarki!
Það var enginn smá áfangi heldur.. orðinn 13 ára og þar með officially orðinn únglíngur.. ég er búinn að reyna eftir bestu getu að undirbúa hann undir hörku únglíngsáranna með því að ítreka það við hann að hann og vinir hans muni að öllum líkindum verða hataðir og útskúfaðir af öllum næstu 4-5 árin.

Svo er hann ekki með hurð á herberginu sínu, og ég er búinn að vera duglegur við að benda honum á að það verði mikilvægt fyrir hann að hafa slíka í framtíðinni, svo hann geti skellt hurðum þegar hann fer í fýlu út í fjölskyldumeðlimi eins og allir alvöru únglíngar.. á mínum únglíngsárum þá braut ég 2-3 hurðir, þannig að það er mikilvægt að þetta verði tjónahurðir sem fást gefins. Reyndar eru hann Bjarki ljúfur drengur að öllu leyti og er ekki mikið fyrir einhver skapofsaköst eins og eldri bróðir hans, en hver veit.. kannski verður hann pirraður á að vera í mútum eða e-ð.

mánudagur, apríl 03, 2006

úfff.. dagurinn í dag búinn að fara í teppakaup og svo að klæða bílskúrinn minn að innan.. djöfull er þetta farið að líta vel út...

sunnudagur, apríl 02, 2006

Krass Feima

laugardagur, apríl 01, 2006

ahahahah... undarlegt, undarlegt kvöld... fyrirfram ákveðinn casual hróaskelduhópshittingur í kvöld varð að engu, og endaði svo bara í einhverju 6000 manna partíi heima hjá mér..

Auður, megi þú blygðast þín fyrir að bjóða svona mikið af random fólki heim til okkar og fyrir að drepast svo snemma um kvöldið, og þar með að fleygja allri partíábyrgð á mig