Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, ágúst 29, 2005

New Pornographers eru geðveikir.
Þú færð diskinn þinn aldrei aftur Stígur!

sunnudagur, ágúst 28, 2005

ég hata geitunga. Einn slíkur stakk hundinn minn. Ég segi geitungum hér með stríð á hendur og mun myrða alla þá sem hætta sér inn í húsið mitt >:-|

laugardagur, ágúst 27, 2005

jæja ég breytti núna hringingunni á símanum mínum yfir í bara venjulegt "ring ring" dót.. hef nebblega komist að því að þessar yfirþyrmandi tónverkshringingar (sérstaklega á samsung símum) gera mig af einhverjum ástæðum fáránlega taugaveiklaðan ef ég er með þær of lengi. Ég skipti því yfirleitt um hringar á 3 mánaða fresti þegar mér er actually farið að kvíða fyrir því að síminn hringi.
"Ring ring" hringingar hafa þó aldrei þessi áhrif á mig og eru því langbesti kosturinn.

niðustaða: ég hata gemsahringingar
ef eitthvað er óþægilegt og vandræðalegt í heiminum, er þegar maður kemur einhverjum erfiðum og óþægilegum, en mikilvægum skilaboðum á framfæri til einhvers, og aðilinn virðist ekki skilja þau, þannig að maður þarf að ítreka þessi erfiðu og óþægilegu, en mikilvægu skilaboð við aðilan..

góðar stundir

föstudagur, ágúst 26, 2005

ég á of mikið af indíplebbatónlist. Nennir einhver að benda mér á einhverja gamla klassík sem ég þekki ekki. Motown dót eða e-ð

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

kvót dagsins

Hjölli: "Jói er ljóshærð endaþarmsgeirvarta"

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Jæja.. ég var að fatta að ég er búinn að blogga í 3 ár.. sem er nokkuð magnað.. þegar ég byrjaði var ég heimskur 17 ára pjakkur í menntaskóla. Núna er ég þroskað karlmenni sem vinnur við ræstingar í hlutastarfi.
Þegar maður spáir samt í því er blogg mjög sniðugt fyrir fólk sem vill hafa einhverja sönnun fyrir tilvist sinni.. ég á örugglega eftir að hafa gaman af að lesa þetta þegar ég verð orðinn 80 ára.

mánudagur, ágúst 22, 2005

afhverju finnst 95% af öllum pungsvitagítarleikurum svona æðislegt að láta gítarinn sinn hneggja alltaf þegar þeir klára sóló? Í fyrsta lagi er það ljótt, í öðru lagi hata ég pungsvitagítarleikara, og í þriðja lagi hef ég alltaf rétt fyrir mér. Alltaf.

föstudagur, ágúst 19, 2005

jæja.. þá er hundurinn búinn að búa hérna í heilann dag..nokkuð hress bara.. búinn að míga í flestar dýnur sem hann finnur og m.a. skyrtu sem pabbi á.. vel af sér vikið miðað við fyrsta dag!
svo er hann alveg einstaklega laginn við það að sofna á einhverjum fullkomlega random stöðum á fullkomlega random tímapunktum.. hann er eins og Grandpa í Simpsons




....



...ok þegar ég lít á þessa spyrpu lítur það út fyrir að ég hafi dregið hundshræ um húsið.. oh well

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

voffi er sofandi.
ég var einstaklega ánægður með hann í kvöld. Ég kíkti aðeins út með hann, og þar komum við auga á kattarhelvítið sem er alltaf að sniglast í kring um húsið því það veit af fuglunum okkar. Hann byrjaði um leið að gelta á hann um leið og tókst að reka hann í burt þrátt fyrir að vera miklu minni.. hundaeign byrjar vel.. allir hérna heima voða væmnir og heillaðir af honum.
Annars er hann steinsofandi núna (ég er ekki frá því að þetta sé í fyrsta skipti á ævi hans sem hann nær að sofna miðað við það kaos sem ríkti á gamla heimilnu hans), og ég býst við svefnlausri nótt þar sem hvolpar væla víst voða mikið fyrstu næturnar án mömmu sinnar.. ojæja

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

ég á voffa

sunnudagur, ágúst 14, 2005

voff voff

laugardagur, ágúst 13, 2005

þið afsakið bloggleysi.. ég hef voða lítið að skrifa um..

ég er að spá í að kaupa mér hund

föstudagur, ágúst 12, 2005

plantan mín er að deyja :(

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

jöss.. pabbi kominn með nýtt djobb (loksins loksins).. bara orðinn framkvæmdastjóri Reykjavíkur Akademíunnar.. til hamingju með það gamli
virðulegra starfsheiti hef ég nú varla heyrt.. ekki frá því ég var "bókari" hjá símanum fyrir 2 árum. ahh góðar stundir

mánudagur, ágúst 08, 2005

vá.. fór á the wedding crashers áðan.. með fyndnari myndum sem ég hef séð lengi.. kom mjög á óvart..

og Jean-Michel Aulas er fáviti

laugardagur, ágúst 06, 2005

oj. ég er á einhverju breytingaskeiði.. eins og þegar ég var að verða úllingur.. núna langar mig bara að skella hurðum og drekka landa. og fara aftur í mútur.

föstudagur, ágúst 05, 2005

jæja mér skjátlaðist aðeins... hann er víst sæljón á 1 eða 2 lögum.. sæljón á féló meiraðsegja..
ég bið fyrir honum og vona bara að hann losni algjörlega við þennan hvimleiða sjúkdóm sem fyrst
jæja þá er ég að hlusta á nýju Sigur Rós plötuna.. til allra hamingju er Jónsi ekki sæljón lengur... og Gong er geðveikt lag
Þessa dagana er ég að ræsta í leikskólanum og er því bara að vinna þar þegar allir eru farnir. Svo hætti ég eftir 3 vikur. Það er mjög undarleg tilfinning að vera þarna alltaf aleinn á kvöldin núna, þar sem þetta er búið að vera vinnustaður minn í hálft ár (og þá alltaf iðandi af lífi) og er núna hluti af fortíðinni þar sem ég er ei lengur fóstrugaur.
Fæ alltaf furðulega, furðulega tilfinningu í hvert skipti sem ég geng þarna inn á kvöldin einn. Eins og ég hafi flakkað aftur í tímann í bilaðri tímavél sem geri það að verkum að staðir og hlutir séu á sínum stað, en allt fólkið sé horfið.
Eða að ég sé að valsa um í eigin fortíð, en fólkið sé ekki þar því tíminn hefur liðið eðlilega hjá þeim og þau eru í einhverjum öðrum tímapunkti. Ég veit þið skiljið hvað ég meina, ég veit það vel.
*** ******* ** *** ****. ** ****** ** **** *** ********** ***** *** ****** ****. ** ** ****** ** **** **** *** *** ******** ****** ***! ***** * ***** * ***** *** ******** ** ***** **** **.

Eindagi 31. ágúst

=oO =oO =oO =oO =oO

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

hah! greinin mín um Innipúkan komin á forsíðu Kistunnar. Áfram ég! Segið me´r nú hvað ykkur finst um þessi fyrstu skrif mín..

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Ég hata MSN. Það drepur allt sem er gott og fallegt í heiminum. Ég hef því eytt því út af tölvunni og byggt risastórt bílastæði þar sem MSN folderinn var áður staðsettur.
Ég er núna farinn að baða mig upp úr spritti að utan, og með gini og vodka að innan. Svo ætla ég að sofa í 2 mánuði. Bless aular