Við tók (ógeðslega fyndið) móðursýkiskast sem entist í svona hálftíma, eða alveg þangað til löggan kom. Við förum yfir þetta með þeim og þeir fara svo. Svona u.þ.b. korteri seinna hringja þeir og segja mér að koma í einhverja íbúð í götunni fyrir ofan. Ég kem þangað, og viti menn, er ekki bara einn gítarinn minn þar. Þetta voru þá s.s. einhverjir vesalingar sem bjuggu þarna, höfðu greinilega heyrt í okkur spila og ákveðið að þagga niðrí okkur. Þeir voru þar að auki búnir að vera að brjótast inn á fleiri stöðum í kring, og einhver hafði látið lögguna vita af þeim.
Allavegana, ég fer svo heim, og stuttu seinna hringja þeir í mig og segjast vera búnir að finna meirihlutann af dótinu mínu. Jibbí.
Svo töpuðum fyrir dönum, en ég var ennþá í of miklu uppnámi til að svekkja mig alltof mikið á því. Sem er kannski bara fínt. Takk innbrotsþjófar!
ps. eftir þessa lífsreynslu hef ég ákveðið að sofa héðan í frá alltaf út í bílskúr, með nátthúfu og frethólk