Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, janúar 25, 2005



er fyrir



og




og þetta blogger dót er pís of sjitt
ég er orðinn leiður á rituðu máli... héðan í frá ætla ég bara að blogga í myndum

sunnudagur, janúar 23, 2005

síðasta færsla var skrifuð þegar 40 mínútur voru liðnar af leiknum og ísland voru 9 mörkum undir. Ég ét það allt oní mig núna.
æi hvað það er nú óþægilegt og beinlínis bara sársaukafullt að horfa á íslenska landsliðið drulla svo gjörsamlega á sig á enn einu stórmótinu þegar hálf þjóðin er búin að búa sig undir það að þeir vinni heimsmeistaratitilinn... jæja þetta er síðasti leikurinn sem ég nenni að fylgjast með á þessu móti.. maður hefði nú geta gleypt 3-4 marka tapi en þetta er bara brandari...

laugardagur, janúar 22, 2005

ég þoli ekki þegar maður byrjar að hlusta á plötu í fyrsta skipti og fyrsta lagið er geðveikt, og meður verður geðveikt spenntur, en svo verður maður f. vonbrigðum því afgangurinn er drasl >:-|

(ég hef ekekrt að segja þessa dagana.. biðst afsökunar)

fimmtudagur, janúar 20, 2005

jeeei Egill fær atvinnuviðtal á leikskóla! lengi lifi Laufásborg! \o/

miðvikudagur, janúar 19, 2005

já... Sigga og Óli eru lögð af stað í þessa ágætu heimsreisu sína.. þau munu m.a. annars fara til Víetnam, Ástralíu og Indlands... svo munu þau líka fara á Bali að surfa þar sem Óli mun að öllum líkindum verða étinn af hákarli... allavegana þá eru þau með ferðablogg hér.. ég bætti við link á þau. Jei.

föstudagur, janúar 14, 2005

ég horfði á Harold & Kumar í gær og var bara mjög sáttur... hún var eins og fyndin útgáfa af Dude, Where's my Car. Atriðið þegar Kumar kemur auga á marijuanapokann á löggustöðinni var þvílík snilld.

Þrír og hálfir hurðahúnar af fjórum.


Ég ætti að gerast kvikmyndagagnrýnandi...

fimmtudagur, janúar 13, 2005

úfff.. hármagn byrjað að nálgast það sama og í júní í fyrra.. alveg magnað.. ég er meiraðsegja kominn með semi-semi-sítt að aftan :|... allavegana.. á morgun eru ég og Elín að farað djamma.. við munum mála bæinn rauðann.. jeeeei

þriðjudagur, janúar 11, 2005

inboxið í gmailinu mínu er sorglegt og aumkunarvert... (f. utan kannski bréfið frá gaurnum í arcade fire..hah!) nennir einhver að senda mér bréf? egillv@gmail.com.. ofurkusa@hotmail.com er dautt og grafið (f. utan msn notkun og slíkur babar)
það er ótrúlega fátt gáfulegt sem maður getur gert kl. 6:30 á morgnanna..
fíflinu honum Stíg tókst að sanna fyrir mér að TV on the Radio væri ekki fullkomlega ömurleg hljómsveit (EP platan er miklu betri)... núna er ég pirraður yfir að hafa misst af þeim á hróaskeldu.. ég ætla að kenna fíflinu honum Krumma um það því hann vildi alltaf vera í bíótjaldinu frekar en að fara á tónleika.. helvítis fífl

það eru allir fífl





... allir nema Lex Luger auðvitað


við elskum þig Lex <3
[tímasóun] ég fór að sofa kl 11 í gærkvöldi eða e-ð og vaknaði allt í einu kl. 5 núna.. skrítið dót.. atvinnuleysispirringur eykst með hverjum deginum sem líður og ég er að spá í að byrja að drekka á hverjum degi, bara svo þetta sé nógu dramatískt alltsaman..
í nótt dreymdi mig um barn sem fæddist með tætta flugnavængi og var allt blóðugt og ógeðslegt.. svo gerðist fleira dót [/tímasóun]

mánudagur, janúar 10, 2005

Þetta finnst mér fyndið...

en í alvöru.. hvað er málið með svona lið.. maður veltir oft fyrir sér hvað hafi orðið til þess að þeir hafi valið þessa leið í lífinu, hversu miklum tíma þeir eyði á morgnanna í að farða sig, hvaða sjampó þeir noti o.s.frv. (sjampó er aðaláhugamál mitt þessa dagana). Ég sótti eitt lag með þessari hljómsveit upp á grín og mig langaði að gráta.. þetta er eins og hlusta á svín vera pynduð með steikarhníf á meðan hópur af þroskaheftu fólki hamast á hljóðfærum í bakgrunninum.


í alvörunni.. hvernig ætli það sé að fara í kaffi til hans? Hvernig ætli hann hegði sér í atvinnuviðtölum? hverju myndi hann svar ef maður spyrði hann t.d. hvað klukkan væri?

Það fyndasta er samt að sona 50% af öllu þessu liði í heiminum eru norðmenn.. og norska er alveg fyndnasta mál í heiminum.. hvernig gerir maður sig trúverðugan sem black metal gaur ef maður talar norsku? Svo heitir þessi gaur að öllum líkindum e-ð asnalegt eins og Halstein eða Stefan eða e-ð..

Ég er að spá í að hella mér útí rannsóknir á þessu sviði...

sunnudagur, janúar 09, 2005

jæja börnin góð.. ekki mikið í gangi þessa dagana.. ég er ennþá atvinnulaus auli (er þó enn að leita o.s.frv. grátbið ykkur um að láta mig vita ef þið vitið um eitthvað fyrir mig.. ég er tilbúinn að sökkva mjööög lágt... vændi er ekki útúr myndinni). helgin var annars ágæt.. á föstudaginn komu Sandra og Krónprinsinn af Hringbraut (Hrafn) hingað. Ég sveik þau svo og stakk í bakið á mjög hrottalegan hátt þegar ég hætti við að fara með þeim í afmæli hjá Gumma Snæ eins og ég hafði lofað, og var þess í stað heima með Ernu, Jens og Elínu að spila pictionary og gera aðra plebbalega hluti. Svo fóru ég og Elín í bæinn og plebbuðumst á Sirkus og Ellefunni.. plebb plebb plebb... það var þó alveg einstaklega ánægjulegt.

Í gær drakk ég svo pöddudjús (campari) og horfði á Blackadder m. Elínu. Ég vona að þið hafið skemmt ykkur við að lesa þessa einstaklega spennandi og skemmtilegu helgarfrásögn. Ég hefði viljað troða fleiru þarna inn, t.d. umfjöllun um hvaða föt ég klæddist um helgina, hvað ég borðaði, og hvaða sjampó ég notaði í sturtunni í gær... en ég læt þetta nægja í bili

lag dagsins: TV on the radio - Satellite

fimmtudagur, janúar 06, 2005

hann afi gamli fær hrósið í dag fyrir að hafa haldið pizzupartí f. fjölskylduna á 80 ára afmælinu sínu, og fyrir að hafa boðið mér upp á bjór og Gammel dansk. Til hamingju með afmælið afi!

miðvikudagur, janúar 05, 2005

geðveikt... ég er á starfsmannalista mýrarhúsaskóla... það hefur aldrei gerst áður með vinnustaði.. yfirleitt er ég bara gimpið útí horninu.. i feel so special
æji ég er ennþá atvinnulaus aumingi og ég nenni ekki að finna vinnu sjálfur.. getur ekki einhver gert það fyrir mig?

þriðjudagur, janúar 04, 2005

pff.. Hildur guatemalalúði er ekkert viss um að hún komist með mér á interrail í sumar þar sem hún hefur ákveðið að framlengja dvöl sína í kaffibaunalandinu.. sem þýðir að kannski hef ég engan til að fara með..
það er ömurlegt og þýðir að ég þurfi e-ð backup plan.. þar sem ég þekki engan annan sem er ekki í námi eða einhverjum leiðindum þá er það eina sem mér dettur í hug að fara bara einn, ferðast um í einhverjum svona munkakufli, vera alltaf með hettuna á mér og verða þekktur sem "the loner" í gegn um Evrópu.. svo verður ævisaga mín rituð og ég fæ fullt af pening.

mánudagur, janúar 03, 2005

síðustu færslurnar hjá mér eru búnar að vera leiðinlegar.. nennir ekki einhver að koma með eitthvað slúður eða e-ð?

sunnudagur, janúar 02, 2005

hahaha ég fór og sá the incredibles í gær.. án efa ein af skemmtilegri, fyndnari og flottari myndum sem ég hef séð lengi.. hún kom mér í mjög gott skap..

annars var hann Stígur að gera lista yfir sínar uppáhaldsplötur á þessu ári..mjög góður listi og mun betri en minn að því leyti að hann skrifaði eitthvað sniðugt um hverja plötu fyrir sig.. og svo erum við sammála um 1. sætið! farið þangað og lesið um afhverju Funeral er langbesta platan á þessu ári.

og jæja ég ætla að kvóta Dr. Cox enn og aftur.. Krummi hefur tekið það upp sem fastan lið á blogginu sínu. Hann fær hrós fyrir það framlag

Dr. Kelso : Dr. Cox, did you get my memo stating that residents should wear their lab coats at all times?
Dr. Cox : Yes I did. At first I just threw it away, but then I thought, that's not grand enough a gesture; so I made a model of you out of straw, put my lab coat on it - with your memo in the pocket - and invited the neighborhood kids to set fire to it and beat it with sticks.