Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, apríl 29, 2005

Það er alveg stórkostlegt hvað börn á leikskóla klaga mikið. Ég er að pæla á að hefja rannsókn á þessu efni á næstunni, en ef ég myndi skjóta á það, þá held ég að ég fái u.þ.b. 20 klögur í hverri útiveru. Útiverurnar eru tvær á dag, og það eru 3 fóstrur með mér úti, þannig að ég myndi segja að það berist um 200-250 klögur á dag (ef teknar eru með klögurnar í inniveru)... það gerir rúmlega 1000 klögur á viku. Skiptir mig samt kannski ekki miklu máli þar sem ég er löngu kominn á auto-pilot hvað varðar það að leysa deilur leikskólabarna..

föstudagur, apríl 22, 2005

Eins og einhverjir kannski vita þá hef ég mjög gaman af ákveðinni tegund af metaltónlist, eða þeirri sem flokkast undir hardcore/grindcore/metalcore eða hvað þetta nú allt heitir. Eftir að hafa litið niður á þessa tónlist lengi vel, þá byrjaði ég að hlusta á þetta mikið í byrjun síðasta árs (og þá aðallega hljómsveit sem ber nafnið Converge) og fannst mjög skrýtið að þetta skuli höfða til mín þar sem þetta er kannski soldið mikið stílbrot.
Ég hef samt komist að því að helsta ástæðan fyrir því að ég sæki í þetta er að svona tónlist hefur í raun mjög róandi áhrif á mann (ok allavegana á mig). Þar sem ég var oft frekar órólegur og pirraður á síðasta ári, þá var það alveg þvílík andleg útrás að fara út að labba og hlusta á plötuna Jane Doe. Öll keyrslan og tryllingurinn, og þessi fullkomlega ómennsku öskur í söngvaranum eru þvílík að það losar bara um spennu og pirring. Allavegana kom ég alltaf mun rólegri og betur stemmdur heim.
Og það besta er, að um leið fæ ég mikið út úr því að hlusta á lögin, þar sem að maður kemst að því eftir nokkrar hlustanir (og þegar maður lærir að þekkja þau í sundur) að þetta eru alveg ótrúlega flott og vel gerð lög.

til að heyra tóndæmi með converge (endilega prófið), farið þá
hingað, farið í "Listen to samples" og veljið þá helst Bitter and Then Some, Phoenix In Flames eða Thaw...

Vill endilega vita hvað fólki finnst um þetta (svo ég geri nú semi-alvarlega færslu einusinni)
You were no ordinary drain on her defenses
And she was no ordinary girl, oh inverted world

fimmtudagur, apríl 21, 2005

hann Hjölli vinur minn er orðinn kleppari. Óska ég hónum til hamingju með það
(Kleppari = Starfsmaður á Kleppsspítala)
You Are 22 Years Old22

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.
hohoho!
úff.. horfði loksins á Oldboy eftir fjölda áskoranna (ok.. kannski ekki).. hún var mjög góð.. soldið sjúk samt

4,5 hurðahúnar af 5

miðvikudagur, apríl 20, 2005

jáh.. þessi opnun sýningarinnar heppnaðist mjög vel, þrátt fyrir soldið mikinn troðning.. eftir þetta fór ég svo út að borða á Rossopomodoro (eða hvað þetta nú heitir) með starfsfólkinu.. var mjög spenntur fyrir það þar sem ég hafði
1. heyrt frá þeim að þeim hafði verið hent út af Tapas nokkrum árum áður fyrir að vera læti og fyrir að brjóta e-ð og..
2. Helgi Valur vinnufélagi minn hafði sagt mér að þær væri snaróðar þegar þær væru í glasi

og ég varð ekki fyrir vonbrigðum sosem.. það er alveg lífsreynsla útaf fyrir sig að sjá 15-20 blindfullar leikskólafóstrur með læti á einhverju veitingahúsi..

þriðjudagur, apríl 19, 2005

ég var að fatta að ég er búinn með u.þ.b. 1/4 af ævi minni (ef ekkert annað kemur uppá).. mér finnst það vera.. mikið
afhverju þurfa páfa-kandídatar allir að vera svona hundgamlir? það er örugglega einhver voða góð ástæða fyrir því en kommon.. þessi nýji gaur er orðinn 79 ára.. er kominn soldið fram yfir meðalaldur heilbrigðs fólks.. ég spái að það verði kominn nýr páfi eftir 3 ár
Bubbi er gamall og feitur
ég braut í mér tönn
hahahahahah

(fékk þetta á blogginu hans Ingólfs)

annars vil ég venda öllum á að kíkja á forsíðu moggans í dag.. þar er verið að kynna sýningu sem leikskólinn minn (hohoho) mun standa fyrir.. sýningin er opnuð á morgun kl. 4, og stendur yfir í tvær vikur. þar verður s.s. allskonar dót sem krakkarnir hafa gert í vetur blablabla.. ´það er allt mjög flott og ég mæli með að allir kíki (samt aðallega bara því ég vinn á þessum leikskóla..)
ég las Babar fyrir börnin í sögustund í gær.. djöfull er ég sáttur með sjálfann mig.. babar deluxe

mánudagur, apríl 18, 2005

jæja.. Stígur og Hjölli drógu bíó í gær að sjá einhverjar af þessum myndum sem eru á listahátíðinni.. fyrir valinu urðu Garden State og Napoleon Dynamite og voru báðar góðar.. sérstaklega var sú síðarnefnda.. áhugaverð..

kvót dagsins - Stígur: "Ég hef alltaf litið á Stefán Jón Hafstein sem húsvörðinn í ráðhúsinu"

laugardagur, apríl 16, 2005

jæja.. eins og margir kannski vita þá eru þeir Kiddi og Krummi farnir til Taílands, og munu verða þar næstu 5 mánuðina (þó ég hafi e-ð heyrt um að heimför kunni að vera flýtt/að þeir munu fara í aðra heimsálfu).. krummi er með blogg þar sem planið var að skýra frá ferðum þeirra þar.. en nú eru þeir búnir að vera þarna í u.þ.b. hálfan mánuð og einu lýsingar sem við höfum fengið þaðan er að þeir séu lentir, og að það sé heitt.. Kiddi hefur afsökun fyrir þessu þar sem hann nennir aldrei að skrifa neitt, og er yfirleitt skítsama um einhver svona blogg, en Krummi hefur enga afsökun, þannig að Krummi, drullastu til að skrifa e-ð!
annars er maður nú strax byrjaður að sakna þeirra.. hohoho
Í gær drullaðist ég loksins í þetta akstursmat sem ég átti í raun að vera búinn að gera síðasta sumar.. ég fékk bíl afa og ömmu lánaðann sem matsbíl, þar sem jeppabeyglan okkar er rjúkandi rústir og ég skammast mín í hvert skipti sem ég sest upp í hann... allavegana þá gekk það fínt og ég fékk ágætis umsö0gn, en þó nokkrar athugasemdir.. ég held ekki nógu vel um stýrið (eða e-ð).. er ekki með alveg nógu mikla athygli í hringtorgum, og keyri aðeins of hratt í 30-hverfum.. þar hafiði þar.. það gæti því verið að ég muni klessa á einhvern af ykkur í hringtorgum á næstu árum, eða þá keyrt á börnin ykkar þegar þau eru að leika sér, hohoho

sunnudagur, apríl 10, 2005

maður gerir heimskulega hluti þegar maður er drukkinn.. eins og t.d. þegar maður finnur sona skrúfstykki (sona bolta), og "skrúfar" það á alla puttana á sér og rífur þ.a.l. upp húðina á öllum puttunum á sér.. erfitt að útskýra, en allavegana eru allir puttarnir á vinstri hendinni á mér frekar illa farnir...

föstudagur, apríl 01, 2005

ég skil ekki alveg hvernig fólk getur haldið með Manchester United... fyrir mér er það eins og að halda með vondukallaliðinu í Disneymyndinni.. og fyrst ég er að tjá mig um ensku deildina, þá er Jose Mourinho núna nýja átrúnaðargoðið mitt. Hann er bara snillingur.
jæja ég hef verið í smá sjálfsskoðun undanfarið og komst að ýmsu.. t.d.

ég vinn á leikskóla
ég elska reykelsi
ég tala mikið um tilfinningar mínar
ég hef engan áhuga á bílum
ég kann ekki að bakka í stæði
ég hef nokkrum sinnum tárast yfir kvikmynd/sjónvarpsefni
ég skil klósettsetuna aldrei eftir uppi og það pirrar mig þegar ég sé slíkt

þið megið túlka þetta eins og þið viljið