Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, september 28, 2006

Já.. ég hef einhverntíman áður bloggað um samsemdarlögmálið, sem er líklega mest döll lögmál alheimsins. Núna er ég að skoða einhverja bók þar sem gaurnum tekst að útfæra það á 8 mismunandi vegu.. maður verður eiginlega að dást að því.

1. A er A
2. A=A
3. Allt er samt sjálfu sér
4. Allt er hið sama og það sjálft
5. Allt er það sem það er
6. Ef p er sönn, þá er p sönn (þar sem p er hvaða fullyrðing sem er)
7. p er jafngild p (þar sem p er hvaða fullyrðing sem er)
8. Sérhvert frumlag er eiginleiki (umsögn) sjálf sín (þ.e. alltaf er unnt að segja um A (frumlag), að það sé A (umsögn)).

Þessi listi undirstrikar líklega það hversu mikið adrenalínkikk hlýtur að felast í því að vera heimspekingur.
Ég er allavegana hér með búinn að ákveða að ég ætla að skrifa 500 bls. bók um samsemdarlögmálið, hún verður algjör rússíbanareið og mun skáka Arnaldi Indriðasyni á metsölulistum landsins.

Þegar ég er búinn að því ætla ég svo að endurgera Vertigo eftir Alfred Hitchcock, og hafa Adam Sandler og Whoopi Goldberg í aðalhlutverkum.

miðvikudagur, september 27, 2006

ég ásamt mörgum labbaði með Ómari Ragnarssyni niður í bæ í gær. það var talað um að fólk hafi verið á bilinu 11.000-15.000. Miðað við það að þetta var ekkert mikið auglýst, þá finnst mér það nokkuð massíft, og sendir ákveðin skilaboð.

Ég hef sjaldan verið maður sem hef einhverjar massívar skoðanir á hlutunum, eða verið mikið að ota mínum tota um málefni líðandi stundar, um hvort herinn eigi að vera hérna, um hvort Davíð Oddsson eigi að fá meiri pening þegar hann fer á eftirlaun o.s.frv.
Hinsvegar hef ég mjög sterkar skoðanir í þessu máli.
Þetta er í mínum huga ekki einusinni spurning um það hvort maður sé mikill náttúruverndarsinni eða ekki. Þó ég sé mikið fyrir náttúruna, þá get ég ekki sagt að ég næstum því eins harður í þeim málum og margir aðrir.
Fyrir mér snýst þetta líka að miklu leyti um virðingu fyrir fólki, fyrir þeim sem meta náttúruna mjög mikils, fyrir þá sem telja það skilgreina sig að einhverju leyti, og ekki síst fyrir komandi kynslóðir.
Ég reyni líka yfirleitt að kynna mér sem flestar hliðar máls áður en ég felli dóm, og fer yfirleitt frekar varlega áður en ég tek mjög sterka afstöðu (aðallega því ég er auli) en það er bara einhvernveginn þannig að því betur sem ég kynni mér þetta mál, framgang stjórnvalda í því, hversu algjörlega ónauðsynlegt þetta er alltsaman í raun sama hvernig á það er litið, og öll græðgin og yfirgangurinn, þá verður mér eiginlega bara óglatt af reiði og pirringi, og langar ekkert mikið til að kynna mér það betur.

Héðan í frá ætla ég að mæta á hver einustu mótmæli í tenglsum við þetta sem ég finn, og hvet þá sem hafa ekki haft mikla skoðun á þessu til þessa að allavegana kynna sér málin.
Æjá og svo mun ég aldrei á ævi minni kjósa helvítis framsóknarógeðið.

sunnudagur, september 24, 2006

jæja afmælisbabar á enda.. settu markmiði náð, sem er að vera ógeðslega þunnur og skömmustulegur daginn eftir. Vil þakka öllum sem mættu til mín í gær, þetta var sérlega hressandi.

föstudagur, september 22, 2006

þar sem ég á e-ð erfitt með að sofna núna tók ég upp á því að skoða hundgamlar færslur á blogginu mína. Nú man ég afhverju ég nenni ennþá að standa í þessu. Það er svo gaman að lesa gamlar færslur. Sérstaklega eftir að haloscan tóku upp á því að endurlífga gömul kóment (þeim var yfirleitt eytt eftir nokkra mánuði.).
Svo var bloggið mitt bara nokkuð skemmtilegt í gamla daga, þegar ég var á sem mestri siglingu þótt ég segi sjálfur frá.
Þarna fann ég margt sniðugt og margt sniðugt sem ég hafði eftir öðrum. Klassísk er t.d. enn samlíking Krumma þegar þjóðverjar skoruðu á móti okkur f. undankeppni EM rétt eftir að mark sem við skoruðum hafði verið dæmt af:

"sko...þetta var eins og að vera að ríða ógeðslega flottri gellu....og maður er að fá það þá hættir gellan bara og leyfir manni ekki að klára....og síðan nokkrum sekúndum síðar kemur stór svertingi og bombar mann í analinn...sían gerir hann það í nokkrar mínútur það er ömurlegt en maður hugsar "jæja...ég á ennþá séns á því að fá mér að ríða seinna"....en þá kemur einhver skoskur andskoti og myrðir fjölskyldu þína fyrir framan þig"

svo er upprifjun á fyndnum hlutum eins og t.d. þetta atvik sem mér finnst ennþá jafndjöfulli fyndið... langar að vita hvað varð um þennan snaróða kvenmann

miðvikudagur, september 20, 2006

hvaða helvítis djöfulsins vitleysa er það að sameina handboltalið KA og Þórs í félagið "Akureyri"???? hvar er allt stoltið?? Vill fólk ekki bara sameina KR og Val líka? djöfull er ég pirraður

það skal tekið fram að ég er harður KA maður.. samt bara í handbolta. Íslenskur fótbolti er fyrir aula.

þriðjudagur, september 19, 2006

Þetta er eitthvað sem hefur háð mér að einhverju leyti frá því ég var 6 ára (þó í mun minni mæli en áður). Þegar þetta kom fyrst sögðu pabbi og mamma að þetta væru bara vaxtaverkir eða e-ð, en ég finn ennþá fyrir þessu í dag. Alveg ógeðslega pirrandi tilfinning. Ef einhverjir aðrir kannast við þetta, látið mig vita. Ég ætla að stofna klúbb.

fimmtudagur, september 14, 2006jæja.. leiðindamál
Húgó, hundurinn hans Jóa Palla dó í morgun úr annaðhvort flogi eða hjartagalla. Hann var ekki nema 10 mánaða gamall (er reyndar ekki nema nokkurra vikna á þessari mynd) en var orðinn mjög efnilegur hundur og upprennandi ofur-veiðihundur. Eins og með flesta hluti gaf Jói sig allan í að ala hann upp, var löngu búinn að lesa allt sem hann fann um hundauppeldi áður en hann fékk hann, eyddi miklum tíma á hverjum degi í þjálfun, göngutúra o.s.frv., og hann var því orðinn stór hluti af lífi hans og mikill félagi. Þessvegna held ég að þetta sé alveg þeim mun sárari missir fyrir hann.

En stundum gerast svona hlutir og lítið við því að gera, annað en að kýla í hluti og fara á fyllerí. Ég votta Jóa samúð mína, þetta er alveg ömurlegt og ég held að enginn eigi minna skilið að lenda í svona en hann. :(

sunnudagur, september 10, 2006

Í gær ákváðum við Auður að við ætlum að halda afmæli mjólkurfernunnar hátíðlegt. Hún hefur staðið með okkur í gegn um súrt og sætt, lifir góðu lífi uppi á hillu hjá mér og er, þótt ótrúlegt megi virðast, enn í vökvaformi. Hún verður eins árs einhverntíman í byrjun nóvember og við ætlum að bjóða vinum okkur og vandamönnum hingað til að halda upp á það. Meira um það síðar.

Annars varð Bjarki bróðir íslandsmeistari í morgun með yngra ári 4. flokks KR í fóbbolta.. ég drullaði mér á fætur í morgun, þunnur og ómögulegur til að fylgjast með þeim valta yfir ÍR og taka svo á móti verðlaunum. Til hamingju Bjarki minn.

fimmtudagur, september 07, 2006

Ég verð bara að segja að mér finnst eitthvað mjög heillandi við þessa gjörsamlega vitfirrtu stemningu sem er búin að myndast í kring um þessa Rockstar keppni... það var alveg t.d. alveg rosalegt að horfa á þessa "Magnavöku" í fyrradag. ALLIR þjóðþekktir íslendingar mættir í stúdíó um hánótt, bara til að hvetja fólk til að kjósa gaurinn. Steingrímur J. var þarna meiraðsegja. Almennt myndi svona rugl bara fara í taugarnar á mér, en þetta er einhvernveginn komið útí svo fáránlega miklar öfgar að maður hrífst bara af þessu.

Líka því að í þetta skipti er þetta einhvernveginn ekki byggt á að "íslendingurinn okkar sé að fara að meika það", og að fólk haldi virkilega að Magni verði einhver rokkstjarna í útlöndum. Það virðast allir gera sér fullkomlega grein fyrir að þessi Supernova hljómsveit er alveg glötuð og verður að öllum líkindum algjört flopp. Þetta virðist bara snúast um það að "hann er íslendingur innan um einhverja kana í einhverji steiktri keppni, þessvegna verður hver og einn að kjósa hann fimmhundruð sinnum, og breyta svo um timezone á tölvunni svo það sé hægt að halda áfram að kjósa", og úr varð þessi undarlega, undarlega, súra stemning; fólkið í stúdíóinu skiptist annarsvegar á að hæla Magna fyrir góða frammistöðu og hisvegar að drulla yfir Supernova og alla aðra í þessum þætti (og Á móti Sól líka, í minni mæli þó).
Fannst þetta kvót sem var víst klippt útúr síðasta þætti sem Brooke átti víst að hafa sagt mjög viðeigandi. "Apparently there are 43 million people from Iceland, and they all live in Hawaii"

mánudagur, september 04, 2006

Keðjufærsla
Ef þú lest þessa færslu og rekur bloggsíðu skaltu koppí/peista hana þangað. Annars gerist eitthvað ömurlegt:
Siggi var starfsmaður í kýsilvinnslunni við Mývatn. Hann sá þessa færslu en fygldi ekki fyrirmælum og nú hefur vinnslunni verið lokað og nú er hann atvinnulaus fáviti.
Katrín er einstæð móðir frá Hveragerði. Hún rak jólaþorpið-hveragerði við mikinn hagnað. Hún sá þessa færslu og rétt eins og Siggi þá fygldi hún ekki fyrirmælum. Nú er ekkert jólaþorp í hveragerði. Hún fékk vinnu í tývolíinu til skamms tíma en nú hefur því verið lokað. Sigga er núna aumingi.
Hannes starfaði sem prentsmiður hjá Prenntsmiðju suðurlands. Hannes fylgdi fyrirmælum, en ekki allveg. Hann leiðrétti stafsetningarvillur áður en hann ýtti á "publish" takkann. Vikublaðið Selfossfréttir er nú algerlega unnið á stafrænan hátt. Hannes kann ekkert á tölvur og eyddi sínum lífdögum þaðan af sem fáráðlingur. Þegar hann dó fór hann til helvítis.

föstudagur, september 01, 2006

djöfull var ég að kaupa mér Fender Telecaster á fullt af pening..
Kynþokki minn hefur hér með aukist um 75%. Þeir sem vilja sofa hjá mér skulu leggja inn umsókn á egillv@gmail.com.
ég get ekki fokking sofnað yo
hahahah ég er að horfa á beverly hills, og af einhverjum ástæðum er Dan Scott (óendanlega vondi pabbinn í one tree hill) að reyna við Kelly... veit ekki afhverju ég fann mig knúinn til að blogga um þetta.. ætli það sé ekki ólgandi kynþokki hans.

en já.. annars er mörgæsin í slökkviliðsbílnum snúin aftur.
og hún er ennþá í slökkviliðsbíl.
ok.. í þessu word verification kjaftæði fyrir neðan (fyrir þá sem nota blogspot).. afhverju er gaur í hjólastól við hliðina? og afhverju byrjar fullt af einhverju fólki að segja random tölur þegar maður klikkar á hann? ég skil þetta ekki.. og það sem ég skil ekki reitir mig til reiði >:-|
Jæja ég er kominn heim. Ánægjulegt ættarmót og enn ánægjulegri sveitalubbismi að baki... á ættarmótinu hitti ég mikið af áhugaverðu fólki drakk, át mat og svaf. Töff. Svo var ættarmótsboðflennan skilgreind af mér og Auði og er það vel.

Annars vil ég lýsa yfir ánægju minni með það að Krummi hafi lifað það af að verða fyrir strætó (sem var á 90 km. hraða) á fimmtudaginn í síðustu viku. Og það án þess að brotna einusinni. Hann er einn af hornsteinum míns annars fátæklega félagslífs og einn af þeim sem ég má alls ekki við að missa. Héðan í frá mun hann bera nafnið Óbrjótanlegi-Krummi.

ps. ég held að svona 85% af færslunum mínum byrji á orðunum "jæja" eða "já".