Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, janúar 31, 2003

ég var að enda við að taka þátt í ræðukeppni um endaþarmsmök. Við skíttöpuðum, en mjög skemmtileg keppni engu að síður... mér líður samt alltaf einhvernegin eins og mesta fífli í heiminum eftir að ég tek þátt í svona keppnum...
lag dagsins:
A Silver Mt. Zion - 13 angels standing guard 'round the side of your bed

A Silver Mt. Zion er hliðarverkefni nokkura meðlima hljómsveitarinnar Godspeed You Black Emperor!.... þetta lag er eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt og mæli með að allir fari og dánlódi því eða kaupi bara diskinn, þrátt fyrir tilgerðarlegan titil.....

mánudagur, janúar 27, 2003

DisorderRating
Paranoid:Low
Schizoid:Low
Schizotypal:High
Antisocial:Low
Borderline:Low
Histrionic:Moderate
Narcissistic:Moderate
Avoidant:Very High
Dependent:Moderate
Obsessive-Compulsive:High

-- Click Here To Take The Test --



athyglisvert!
já... ég vill biðjast velvirðingar á bloggleysi undanfarna daga... búinn að vera mjög upptekinn undanfarna daga... en já... gærdagurinn var líklega versti dagur ævi minnar... byrjaði með mikilli ælu og viðbjóði... verstu bílferð lífs míns þar sem saman blandaðist þynnka, ælupest og bílveiki... þaðan skreið ég svo inná spítala þar sem ég var látinn í blóðprufu, fékk næringu í æð og annað gríðarlega skemmtilegt... svo vaknaði ég klukkutíma seinna eða svo eftir 6 verstu klukkustundir sem ég hef nokkurntíman þurft að upplifa... þaðan fór ég svo heim og vaknaði daginn eftir hress og kátur og fór að skreyta f. árshátíðina... mjög gaman alltsaman... en jæja nóg um það

þriðjudagur, janúar 21, 2003

ohh... ég var að lesa í mogganum að Hljómalind er að farað loka.... aftur... það gríðarlega súrt, þar sem þetta er/var yndisleg búð... ég vildi bara að ég hefði verslað þar meira... djöfulll... ojæja
ahh... alltí einu varð lífið skemmtilegra... ísland var að rústa grænlandi... en gaman... systir mín stendur hérna yfir mér og er að tannbursta sig og hnýsast í skrif mín þannig að ég ætla ekki að skrifa neitt sem skiptir máli... uuuhh... tralalalal... hoppoghí, tralalí... já reyndar
leiðinlegur dagur í skólanum í dag.... ég er að spá í að fara í labbitúr nirrí bæ... það er alltaf gaman..

mánudagur, janúar 20, 2003

súr dagur í dag...samt gaman að horfa á ísland vinna ástralíu með 40 marka mun.... en já... kannski ætti ég að drullast til að farað læra... hef ekki gert það síðan einhverntíman fyrir jól....

lag dagsins: The Birthday Party - Nick The Stripper

sunnudagur, janúar 19, 2003

fúsi og eyjó eru að koma í heimsókn... það er mjög gott mál... þeir eru hressir gaurar.....

ps. The Streets er góð hljómsveit
meeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee......................................lífið er súúúúúúrt.... væææææææææææææælll =(
ég er svo viðkvæmur og sjálfsvorkunnarsamur í dag að ég fæ mig ekki einusinni til að gera reiðan kall

lög dagsins eru mörg:
Eddie Vedder - Broken Hearted
Pearl Jam - Black
Sigur Rós - Viðrar Vel Til Loftárása
R.E.M. - Be Mine
Jeff Buckley - Lover, You Should Have Come Over

eða bara öll væmin sorgleg ástarlög yfir höfuð
=(
=(
=(

þriðjudagur, janúar 14, 2003

lag dagsins: Radiohead - There There
mig er farið að gruna að litla systir mín hún Gunnhildur (8 ára) sé hryðjuverkamaður... allavegana kæmi það mér ekki á óvart... en meira um það síðar...

mánudagur, janúar 13, 2003

ég er sár og leiður og fúll... >:-| >:-| eina ráðið við því er að koma í veg fyrir að það gerist aftur, og það ætla ég að gera...
helvítis helvíti
og best að standa við það í þetta skipti...

lag dagsins: Nick Cave - The Mercy Seat

sunnudagur, janúar 12, 2003

ömurlegur dagur í dag... ekkert gerðist... allavegana..
Lag dagsins í gær: Augie March - This Train Will Be Taking No Passangers

Lag dagsins í dag: Gary Jules - Mad World... lag úr hinni óendanlega góðu mynd Donnie Darko... spilað í lokin á henni...

föstudagur, janúar 10, 2003

djöfull hata ég austfirðinga... alla sem einn... helvítis sveitagúbba aumingjar sem eiga ekkert gott skilið... ég var að hlusta á fréttir áðan þar sem þessar gúrkur voru að fagna ákvörðun um virkjunarframkvæmdir, og maður verður bara að vorkenna þessum aumingja fíflum...
og djföull ætla ég ætla að finna gaurinn sem sagði "núna hætta þessir afturhaldsseggir vonandi að tuða", og ég ætla að berja hann í klessu og hrækja síðan á hann...helvítis rednekkafáviti og aumingi...
ég er nokkuð viss um að það séu ekki til meiri væluskjóður í heiminum en austfirðingar... búnir að vera vælandi eins og kellingar í fleiri fleiri ár, bíðandi eftir þessu blessaða álveri í staðin fyrir að drullast bara til að gera e-ð að eigin frumkvæði... ég get ekki beðið eftir því að austfirðir leggist í eyði, eins og allt stefnir í, bara svo ég geti séð þessa sömu aumingja og voru að rífa kjaft í fréttunum áðan verða að rónum á höfuðborgarsvæðinu, svo ætla ég að fara um hverja helgi niðrí bæ til að sparka í og hrækja á þá.... ég mun ekki sýna þessum helvítis gúbbum neina samúð...
nei annars, ég get ekki beðið... ég ætla að keyra þangað í kvöld og kasta eggjum í húsið hjá hverjum og einum´´EG HATA ÞESSA HELV´ÐSRTIMHKÆPMFDALB´FDGhnpð*FD
jng?:æ'*BFDN
æjá, og lag dagsins er Oh! You Pretty Things með David Bowie... það er besta lag í heiminum
það er eitt sem ég hef aldrei skilið í sambandi við Moggan, og það er þessar helvítis "Hundalíf" teiknimyndasögur sem eru í Myndasögum Moggans... þær eru búnar að vera þarna í u.þ.b. 3 ár, og ég er bara ekki að fatta hvað þetta lið uppá Mogganum eru að spá með því að hafa þetta þarna... þetta er e-ð það allra ófyndnasta sem um getur, og ég verð alltaf jafnhissa á því hversu lélegt þetta er í hvert skipti sem ég les þetta.... þetta er meiraðsegja það ófyndið að maður getur ekki einusinni hlegið að því hversu lélegt þetta er eins og t.d. með brandara aftan á Andrésblöðum... ég er virkilega að spá í að senda þeim kvörtunarbréf og krefjast þess að þessi viðbjóður verði fjarlægður... >:-|

fimmtudagur, janúar 09, 2003

takmark dagsins er að búa til að minnsta kosti 30 töff hljóð á Boss multi-effect pedalnum mínum... ég ræðst í það núna!
Lag dagsins er Slow Bicycle með Múm. Það er yndislegt.
ég er svangur...

þriðjudagur, janúar 07, 2003

þegar ég hóf þetta blogg f. nokkrum mánuðum bjóst ég við því að ég myndi strax byrja að skrifa sniðuga pistla og hugleiðingar um hluti o.sv.frv... það hefur eiginlega voðalega lítið ræst úr því... þetta hefur bara verið sona "í dag fékk ég mér brauð" blogg alveg frá því ég byrjaði, og ég efast um að það eigi e-ð eftir að breytast... það er greinilega bara svona hryllilega lítið í mig spunnið... ég sem hélt að ég væri mjög málefnalegur og hugsi inn við beinið, og hélt að það myndi svo allt koma fram í skrifum mínum hérna. En svo er ekki.... hér eru engar hugleiðingar um pólitík eða fjármál, og engar spennandi greinar um efnahagsástandið í Argentínu... bara e-ð algjörlega random kjaftæði í þunglyndum lúða úr MR.... en jæja mér er sosem sama... einhvernegin verður maður að drepa tímann..
ég var að skoða bloggið hjá Friðriki Steini Friðrikssyni... það er algjör snilld og mjög fyndið, og Frikki fílar Nick Cave, sem er alltaf gott mál >:-|
það kom einhver frá Kína í dag og skoðaði bloggið mitt... og annað sem er athyglisvert.. skv. Netstat dæminu mínu þá hefur einhver fundið bloggið mitt í gegnum link á www.crimelibrary.com????? hvað er málið????
jæja... ég er mættur aftur, sprelllifandi og algjörlega búinn að snúa sólahringnum við... kannski of mikið samt.... klukkan er ekki nema hálf 8 og ég er að sálast úr þreytu.... en jæja... það er búið að draga í 16-liða úrslit í ræðukeppni skólans og við lentum á móti 4.X sem eiga víst að vera svaka góðir...en sama er mér, við pökkum þeim saman >:-|
en sjjiiiitt hvað ég er syfjaður... ég er að bíða eftir því að Lilja nokkur hringi og svo ætla ég að draga hana með mér útí ísbúð, sem er mikill heilgisiður... vona að ég sofni bara ekki áður en að því kemur.

mánudagur, janúar 06, 2003

alltaf gamanb að vakna kl.6 á morgnanna... djöfull er ég svangur! ég nenni ekki í skólann!!! *snökt*

sunnudagur, janúar 05, 2003

Elín Lóa, fyrrverandi bekkjarsystir mín og snillingur, er bloggari.
ég vissi það ekki. Nú veit ég það. Þessvegna hef ég ákveðið að setja link á hana.
>:-|
ég hata að snúa sólahringnum við með því að vaka alla nóttina áður... það er auðvelt fyrstu tvö þrjú skiptin því þá er þetta spennandi nýjung, en þegar maður er búinn að gera þetta yfir 20 sinnum um ævina verður þetta bara þreytandi, maður er dauðþreyttur og asnalegur allan daginn meðan maður berst við að halda sér vakandi, og svo sofnar maður alltof snemma... ohhhhhh.......
ég tók e-ð próf á www.politicalcompass.org... og samkvæmt því er ég mjög mikill "Left libertarian"... hvað sosem það nú þýðir... >:-|... ég er allavegana á sona svipuðum stað og Ghandi, einhver Ken Livingstone og einhver Tony Benn... gott að vita þetta! not! hahahaha!! >:-|
MYRKUR
--------------
Loftið leikur við
lakið sveipar frið
ljósið lýsir þér
læðist farið er
tunglið tekur við
tælir hugans mið
máninn mænir á
myrkur far þú frá
dula dregin frá
drauma mína sá
drungalegur fer
dagur risinn er
myrkur
margur er
meiðir sér
aleinn er.

þetta er fallegt lag, en á sama tíma mjög karlmannlegt.. eins og ég >:-|

föstudagur, janúar 03, 2003

ég var að kaupa Amnesiac m. Radiohead á þúsundkall.... ekki slæm kaup það! nú á ég hann allavegana í venjulegu geisladiskahulstri en ekki þessari helvítis bók sem ég veit ekkert hvar á að geyma... ég er líka að tala við bjarndísi á msn núna... það er mjög gaman..
var að koma úr bíó... var á "The Hot Chick".... hún var alveg sæmileg... sona mynd sem maður gleymir 5 mínútum eftir að maður labbar út... en jæja...

fimmtudagur, janúar 02, 2003

ahhh... ég er aftur kominn með svona óþolandi skjálfta og fiðring í magann.. það er pirrandi... en allavegana... ómerkilegur dagur í dag... ég eyddi honum öllum í að spila gamla Super Nintendo leiki... svona á ég mér líka frábært líf... og svo er ég svo djöfulli hás að ég er alveg að drepast... >:-|
afhverju geta þessi heimsku fífl hjá Subway ekki drullast til að upplýsa mann um opnunartíma hjá sér?!?!´vaknaði fyrir kl.7 í morgun, fór þangað og ætlði að tékka hvenær þeir opna.. en það stóð ekkert um það hjá þeim... þá fór ég heim og tékkaði á heimasíðunni þeirra, en þar var bara e-ð kjaftæði um heilsu... djöfullinn hafi þá!! eru þeir að búast við að maður standi bara f. utan þangað til þeir ákveða að opna???? Fífl!! >:-| >:-| >:-|
En já... gamlárskvöld var mjög skemmtilegt hjá mér... reyndar var það bara alveg geðveikt... fyrst var partí hjá kidda í 5 fm íbúðinni hans og þar mættu líklega sona 100 manns.... það var mjög fyndið... en mjög gaman engu að síður! Svo rölti ég niðrí bæ með stelpu sem heitir Lilja og er mjög skemmtileg og svo fórum við til Gaua sem er líka skemmtilegur og skemmtum okkur konunglega þar... svo fór ég heim...

kl sona 9 um morguninn ákvað ég svo að fara niðrí bæ að fá mér að éta, og á leiðnni hitti ég einhverja tvo hafnfirðinga sem rötuðu ekki niðrí bæ þannig að ég ákvað að fylgja þeim... einn af þeim var algjörlega að tapa sér því hann var með hellu f. eyrunum því einhver gúrka hafði slegið hann í einhverju partíi fyrir að reykja vindil... og alla leiðina niðrí bæ var hann öskrandi hvað hann ætlaði að drepa þennan mann... það var mjög fyndið.... fínustu gaurar samt sem áður, og koma góðu orði á Hafnarfjörðinn