þriðjudagur, maí 31, 2005
Um síðustu jól gaf Taílandsfarinn Krummi mér nokkuð magnaða jólagjöf, en það var hvorki meira né minna en 10 hágæða b-myndir sem hann hafði keypt í Kolaportinu á slikk. Ég hef aldrei komist til að horfa á þær en þar sem líf mitt er sérstaklega viðburðasnautt og leiðinlegt þessa dagana þá hef ég ákveðið að skella mér í það á næstu dögum. Ég verð því hérna með nýjan dagskrálið er ber nafnið B-mynda gagnrýni, og mun ég reyna að horfa á og gagnrýna eina mynd á dag. Þegar ég er svo búinn að fara í gegnum þær allar vel ég svo konung B-myndanna. Fylgist vel með.
ég horfði á hið vanmetna meistaraverk Rock Star í gær. Hún nær alveg ótrúlega vel að draga upp mynd af þessu asnalega, asnalega tímabili.. og frændi minn (sem gaf mér myndina í jólagjöf á sínum tíma) segir að hún sé mjög historically accurate varðandi alla bjánalega frasa, leðurátfitt, asnaleg metalgítarsóló og hvaðeina.. Mæli sterklega með henni.
jeeei við kaupum líklega bíl ámorgun.. \o/.. og þá get ég velt helvítis jeppaógeðinu útí sjóinn...
annars fékk ég launaseðilinn minn í dag.. afhverju er alltaf dregið svona mikið af mér í einhvern helvítis lífeyrissjóð? ég vill engan ****** lífeyri.. hef ekkert að gera með hann þegar ég er orðinn gamall og kalkaður og borða bara rúgbrauð og tvíbökur.. og hvað ef ég dey áður en ég kemst á eftirlaun??
annars fékk ég launaseðilinn minn í dag.. afhverju er alltaf dregið svona mikið af mér í einhvern helvítis lífeyrissjóð? ég vill engan ****** lífeyri.. hef ekkert að gera með hann þegar ég er orðinn gamall og kalkaður og borða bara rúgbrauð og tvíbökur.. og hvað ef ég dey áður en ég kemst á eftirlaun??
mánudagur, maí 30, 2005
Sitting here wishing on a cement floor
Just wishing that I had just something you wore
I put it on when I go lonely
Will you take off your dress and send it to me?
I miss your kissin' and I miss your head
And a letter in your writing doesn't mean you're not dead
Run outside in the desert heat
Make your dress all wet and send it to me
I miss your soup and I miss your bread
And a letter in your writing doesn't mean you're not dead
So spill your breakfast and drip your wine
Just wear that dress when you dine
Sitting here wishing on a cement floor
Just wishing that I had just something you wore
Bloody your hands on a cactus tree
Wipe it on your dress and send it to me
Sitting here wishing on a cement floor
Just wishing that I had just something you wore
------------------------
hvaða lag er þetta svo?
Just wishing that I had just something you wore
I put it on when I go lonely
Will you take off your dress and send it to me?
I miss your kissin' and I miss your head
And a letter in your writing doesn't mean you're not dead
Run outside in the desert heat
Make your dress all wet and send it to me
I miss your soup and I miss your bread
And a letter in your writing doesn't mean you're not dead
So spill your breakfast and drip your wine
Just wear that dress when you dine
Sitting here wishing on a cement floor
Just wishing that I had just something you wore
Bloody your hands on a cactus tree
Wipe it on your dress and send it to me
Sitting here wishing on a cement floor
Just wishing that I had just something you wore
------------------------
hvaða lag er þetta svo?
sunnudagur, maí 29, 2005
jæja.. veiðiferðin í gær var fín.. fyrir utan að við veiddum voða lítið.. ég var s.s. eini sem veiddi e-ð (einn 1,5 punda gaur).. svo voru þessir heimsku fiskar mjög duglegir við að pirra mann með því að hoppa alltaf uppúr vatninu og láta vita af sér, en vildu svo aldrei bíta á hjá okkur.. helvítis fiskar
laugardagur, maí 28, 2005
jæja.. þá er ruslahrúgubíllinn okkar ónýtur, og það var enginn annar en ég sem veitti honum náðarhöggið.. óafvitandi að vísu, en þar sem ég hata þennan helvítis bílgarm meira en nokkur annar þá var það nú alveg viðeigandi. ég s.s. kom heim í gær, og lagði í innkeyrsluna, en bíllinn er þannig að hann kemst ekki almennilega í park fyrr en maður er búinn að jugga gírstönginni (eða hvað þetta nú heitir) aðeins til. Í gær gerði ég það þó ekki nógu vel, og gleymdi að setja í handbremsu.. svo þegar ég var kominn upp að útidyrahurðinni og var að leita að lyklunum, heyrði ég mjög hátt brothljóð.. en þá hafði bíllinn runnið niður innkeyrsluna og á einhvern vegg við hliðina á bílskúrshurðinni. Öxullinn (eða e-ð) er því brotinn núna, og bíllinn mun aldrei keyra aftur, þar sem pabbi og mamma voru hvort sem er að fara að kaupa nýjan (hefðum ekkert fengið fyrir þessa druslu þannig að skaðinn var sosem ekki mikill).
Feginn er ég, ég mun ekki sakna hans og vona að hann brenni í bílahelvíti.
Annars er ég að fara að veiða með Hjölla og Valla núna.. þvílík gleði.. meira um það síðar
Feginn er ég, ég mun ekki sakna hans og vona að hann brenni í bílahelvíti.
Annars er ég að fara að veiða með Hjölla og Valla núna.. þvílík gleði.. meira um það síðar
föstudagur, maí 27, 2005
ég er að spá í að byrja að hafa aftur daglegar færslur um ekki neitt eins og ég hafði á síðasta ári.. ekki eins og ég hafi eitthvað betra að gera....
annars er ég orðinn nokkuð ákveðinn í að fara í heimspeki í háskólanum... þar græðir maður sko pening! (hohoho)
annars er ég orðinn nokkuð ákveðinn í að fara í heimspeki í háskólanum... þar græðir maður sko pening! (hohoho)
fimmtudagur, maí 26, 2005
jæja... tímamót.. þarf að skrá mig í háskólann og þarf að velja milli þess hvort ég ætla í sálfræði eða heimspeki... þessa stundina hallast ég að heimspeki.. endilega segið mér hvað ykkur finnst :|
miðvikudagur, maí 25, 2005
snillingar
Ég ætla bara rétt að vona að einhver annar en ég hafi séð þessa mynd (Slap Shot s.s.)
Þetta eru s.s. Hanson bræðurnir, en þeir eiga nafnið einmitt sameiginlegt með gúrkunum í stelpustrákatríóinu Hanson... hvað varð annars um þá? Ætluðu þeir ekki að vera með e-ð comeback fyrir nokkrum mánuðum?
ég er að spá í að leggja til á næstu ráðstefnu Alþjóðlegu leikskólasamtakanna að sandkassar verði lagðir niður. U.þ.b. 50% af öllum klögum sem ég fæ inn á borð til mín eru annaðhvort í tengslum við að einhver var að taka skófluna/fötuna af hinum og þessum, eða að einhver var að kasta sandi í einhvern, plús það að ég þarf alltaf að skrúbba sand úr nefum og andlitum barnanna þegar þau koma inn sem er helvítis púl. Svo í dag átti sér stað nokkuð brútalt sandkassaatvik.. tilgangslaust segi ég, tilgangslaust.
Hún Auður systir mín fékk einkunnirnar sínar úr vorprófunum í gær (hún er á 2. ári í Kvennó).. og fékk 9,60 í meðaleinkunn, sem var næsthæst í skólanum. Mikil snilld, og ég óska henni til hamingju (þó maður sé löngu byrjaður að venjast þessu).. það fyndna er samt að hún er að hætta í Kvennó því hún nennir ekki að vera þar lengur, og mætti of seint í einkunnaafhendinguna því hún nennti ekki að hlusta á skólastýruna (sem hún þolir ekki) halda ræðu.
annars var ég að horfa á Slap Shot með Paul Newman.. þvílík endalaus snilld.. hefur einhver séð hana?
annars var ég að horfa á Slap Shot með Paul Newman.. þvílík endalaus snilld.. hefur einhver séð hana?
þriðjudagur, maí 24, 2005
vá.. ég er næstum búinn að vera blogg-lúði í 3 ár..
3 ár er ágætis tími... það er samt furðulegt hversu óendanlega hratt tíminn hefur liðið frá því að ég byrjaði í menntaskóla.. ætli það sé ekki því 4 ár þegar ég er tvítugur er minna hlutfall af ævi minni en 4 ár þegar ég er 16 ára... eða e-ð... allavegana eru þessar elstu færslur mínar bara e-r steypa.
annars hef ég gerst harður stuðningsmaður Knattspyrnufélags Vesturbæjar (KV) í 3. deildinni (heimasíðu þeirra má finna hér)... en þar má m.a. finna hann Sverri Pétur, Palla Kristjáns og fleiri góða menn.. ég mæti án efa á alla leiki þeirra á KR gervigrasinu í vetur.. áfram KV!
3 ár er ágætis tími... það er samt furðulegt hversu óendanlega hratt tíminn hefur liðið frá því að ég byrjaði í menntaskóla.. ætli það sé ekki því 4 ár þegar ég er tvítugur er minna hlutfall af ævi minni en 4 ár þegar ég er 16 ára... eða e-ð... allavegana eru þessar elstu færslur mínar bara e-r steypa.
annars hef ég gerst harður stuðningsmaður Knattspyrnufélags Vesturbæjar (KV) í 3. deildinni (heimasíðu þeirra má finna hér)... en þar má m.a. finna hann Sverri Pétur, Palla Kristjáns og fleiri góða menn.. ég mæti án efa á alla leiki þeirra á KR gervigrasinu í vetur.. áfram KV!
mánudagur, maí 23, 2005
miðvikudagur, maí 18, 2005
Jæja, núna á föstudaginn útskrifast hann Jói Palli, besti vinur minn skv. skilgreiningu, úr Fjölbraut við Ármúla, og verður þá mikið stuð hjá okkur... hann átti svo líka 21 árs afmæli fyrir nokkrum dögum þannig að ég hef ákveðið að skrifa færslu honum og hans afrekum til heiðurs, þar sem ég gleymdi að kaupa handa honum afmælisgjöf. Ég hvet alla, bæði þá sem þekkja hann og þá sem þekkja hann ekki til að lesa hana.
Ég kynntist Jóa í 9. bekk, en fyrstu samskipti okkar voru þannig að ég kom með tölvuna mína heim til hans. Þá voru nokkrir strákar úr Hagaskóla að fara að lana (that's right) og Fúsi, sem ég þekkti ágætlega, bauð mér að koma með. Mömmu hans leist þó ekki nógu vel á að einhver sem hún hafði aldrei séð áður ætlaði sér að koma með tölvuna sína í húsið þeirra og vera þar nánast alla nóttina, og Jói sagði mér eftir á að hún hefði beðið hann að passa að ekki neitt hyrfi úr húsinu (ef ég man rétt). Jói ákvað þó að treysta mér, og eftir þetta urðum við mjög góðir vinir.
Sameiginlegt áhugamál okkar á þessum tíma voru tölvur, en Jói, sem er hugsanlega mesti dellukall í sögu alheimsins, hafði mikla tölvudellu, og niðri í kjallara honum mátti finna hrúgur af tölvum sem var búið að taka í sundur, og tölvuhluti hér og þar. Hann virtist svo geta lagað flest sem við kom tölvum, en hann varð þekktur í vesturbænum (og víðar) sem Jói tölvukall, og enn þann dag í dag eru einhverjir gaurar út í bæ að hringja í hann og biðja hann að koma að gera við tölvurnar sínar.
Eftir hagaskóla fór hann í tölvufræði í Iðnó, og hóf glæstan feril í matsölustaðabransanum sem uppvaskari á Café Óperu. Hann varð strax þekktur fyrir mikinn dugnað, og var svo kallaður Jói Gonzalez (í höfuðið á þanna rottunni sem hleypur hratt, að ég held.. skýrir sig sosem sjálft). Fljótlega var hann færður úr uppvaskinu yfir í eldhúsið og var stuttu seinna byrjaður að vinna þar sem kokkur. Um sumarið 2003 fór hann svo í atvinnuviðtal á einhverju hóteli útí rassgati. Hann náði einhvernveginn, þrátt fyrir að vera ekki nema 19 ára og með frekar litla reynslu, að kjafta sig inn á gaurana þar, og var ráðinn aðstoðar-yfirkokkur þar fyrir sumarið, með guð má vita hvað á mánuði í laun.
Þetta sumar sá ég hann ekkert, þar sem hann tók sér nákvæmlega 2 daga í frí (hann vann allar helgar).
Þegar Jói fékk bílpróf þegar hann var 17 ára, breyttist tölvudellan hans í bíladellu, og hann breyttist í Jóa bílakall. Hann ákvað að hann ætlaði að kaupa sér bíl sjálfur, og bjó til fjárhagsplan á Excel (sem hann sýndi mér), þar sem hann skipulagði, mánuð fyrir mánuð hvernig hann ætlaði að vinna sér inn milljón á u.þ.b. 2-3 árum. En það endaði svo með því að hann náði tilsettri upphæð á innan við einu ári, og rúmlega það (þrátt fyrir að vera í skóla á meðan) og keypti sér svo Fiat Coupé fyrir fullt af pening, eins og flestir vita, sem var stolt hans og gleði í langan tíma.
Núna er hann svo enn og aftur að skipta um dellu, en þessa dagana hefur hann mikinn áhuga á skotveiði, og þá aðallega á veiðihundum og uppeldi á þeim. Hann er hægt og rólega að breytast í Jóa veiðikall, og það sannaðist um daginn þegar hann bauð mér heim til sín til að sýna mér veiðigræjurnar sem hann hafði keypt sér, en þar mátti m.a. finna talstöðvar, húfur í ýmsum felulitum, felulitayfirhafnir, skothanska með gikk-putta, og endalaust fleira af einhverju furðulegu veiðidóti. Inni í herberginu hans má svo finna bækur um hundauppeldi sem hann er búinn að kynna sér vel, og í október ætlar hann svo að kaupa veiðihund á 150.000 kall.
Af einhverjum furðulegum Jóa-ástæðum fékk hann svo líka í haust mikinn áhuga á þýsku, og er að rúlla henni upp. Á haustönninni tók hann þýsku 100 og 200, og var hæstur í skólanum í öðrum hvorum áfanganum, og þessa önn er hann að taka 300, 400 og 600 (allt í einu) og er með níur og tíur í öllu.
Og svo fékk ég jólakort frá honum á þýsku.
Þessi þýskuáhugi hans er slíkur, að hann er búinn að ákveða að fara til Þýskalands í tvo mánuði í haust til að læra ennþá meira, og svo eftir það ætlar hann aftur heim í vélaverkfræði að ég held.
Það er margt fleira sem má skrifa um hann Jóa og margt fleira furðulegt sem hann hefur afrekað, en ég læt þetta duga. Við eigum þannig séð voða lítið sameiginlegt, ég veit ekki rassgat um bíla, veiði, né þýsku, og honum er nokkurnvegin sama um flesta tónlist, nema kannski hiphop og þá tónlist sem hljómar vel í græjunum hans. Engu að síður náum við mjög vel saman, hann er mjög traustur og góður vinur, og eins og allir sem þekkja hann vita, frábær (og ruglaður) drengur. Ég óska honum því til hamingju með afmælið um daginn og útskriftina á laugadaginn. Jei!
Ég kynntist Jóa í 9. bekk, en fyrstu samskipti okkar voru þannig að ég kom með tölvuna mína heim til hans. Þá voru nokkrir strákar úr Hagaskóla að fara að lana (that's right) og Fúsi, sem ég þekkti ágætlega, bauð mér að koma með. Mömmu hans leist þó ekki nógu vel á að einhver sem hún hafði aldrei séð áður ætlaði sér að koma með tölvuna sína í húsið þeirra og vera þar nánast alla nóttina, og Jói sagði mér eftir á að hún hefði beðið hann að passa að ekki neitt hyrfi úr húsinu (ef ég man rétt). Jói ákvað þó að treysta mér, og eftir þetta urðum við mjög góðir vinir.
Sameiginlegt áhugamál okkar á þessum tíma voru tölvur, en Jói, sem er hugsanlega mesti dellukall í sögu alheimsins, hafði mikla tölvudellu, og niðri í kjallara honum mátti finna hrúgur af tölvum sem var búið að taka í sundur, og tölvuhluti hér og þar. Hann virtist svo geta lagað flest sem við kom tölvum, en hann varð þekktur í vesturbænum (og víðar) sem Jói tölvukall, og enn þann dag í dag eru einhverjir gaurar út í bæ að hringja í hann og biðja hann að koma að gera við tölvurnar sínar.
Eftir hagaskóla fór hann í tölvufræði í Iðnó, og hóf glæstan feril í matsölustaðabransanum sem uppvaskari á Café Óperu. Hann varð strax þekktur fyrir mikinn dugnað, og var svo kallaður Jói Gonzalez (í höfuðið á þanna rottunni sem hleypur hratt, að ég held.. skýrir sig sosem sjálft). Fljótlega var hann færður úr uppvaskinu yfir í eldhúsið og var stuttu seinna byrjaður að vinna þar sem kokkur. Um sumarið 2003 fór hann svo í atvinnuviðtal á einhverju hóteli útí rassgati. Hann náði einhvernveginn, þrátt fyrir að vera ekki nema 19 ára og með frekar litla reynslu, að kjafta sig inn á gaurana þar, og var ráðinn aðstoðar-yfirkokkur þar fyrir sumarið, með guð má vita hvað á mánuði í laun.
Þetta sumar sá ég hann ekkert, þar sem hann tók sér nákvæmlega 2 daga í frí (hann vann allar helgar).
Þegar Jói fékk bílpróf þegar hann var 17 ára, breyttist tölvudellan hans í bíladellu, og hann breyttist í Jóa bílakall. Hann ákvað að hann ætlaði að kaupa sér bíl sjálfur, og bjó til fjárhagsplan á Excel (sem hann sýndi mér), þar sem hann skipulagði, mánuð fyrir mánuð hvernig hann ætlaði að vinna sér inn milljón á u.þ.b. 2-3 árum. En það endaði svo með því að hann náði tilsettri upphæð á innan við einu ári, og rúmlega það (þrátt fyrir að vera í skóla á meðan) og keypti sér svo Fiat Coupé fyrir fullt af pening, eins og flestir vita, sem var stolt hans og gleði í langan tíma.
Núna er hann svo enn og aftur að skipta um dellu, en þessa dagana hefur hann mikinn áhuga á skotveiði, og þá aðallega á veiðihundum og uppeldi á þeim. Hann er hægt og rólega að breytast í Jóa veiðikall, og það sannaðist um daginn þegar hann bauð mér heim til sín til að sýna mér veiðigræjurnar sem hann hafði keypt sér, en þar mátti m.a. finna talstöðvar, húfur í ýmsum felulitum, felulitayfirhafnir, skothanska með gikk-putta, og endalaust fleira af einhverju furðulegu veiðidóti. Inni í herberginu hans má svo finna bækur um hundauppeldi sem hann er búinn að kynna sér vel, og í október ætlar hann svo að kaupa veiðihund á 150.000 kall.
Af einhverjum furðulegum Jóa-ástæðum fékk hann svo líka í haust mikinn áhuga á þýsku, og er að rúlla henni upp. Á haustönninni tók hann þýsku 100 og 200, og var hæstur í skólanum í öðrum hvorum áfanganum, og þessa önn er hann að taka 300, 400 og 600 (allt í einu) og er með níur og tíur í öllu.
Og svo fékk ég jólakort frá honum á þýsku.
Þessi þýskuáhugi hans er slíkur, að hann er búinn að ákveða að fara til Þýskalands í tvo mánuði í haust til að læra ennþá meira, og svo eftir það ætlar hann aftur heim í vélaverkfræði að ég held.
Það er margt fleira sem má skrifa um hann Jóa og margt fleira furðulegt sem hann hefur afrekað, en ég læt þetta duga. Við eigum þannig séð voða lítið sameiginlegt, ég veit ekki rassgat um bíla, veiði, né þýsku, og honum er nokkurnvegin sama um flesta tónlist, nema kannski hiphop og þá tónlist sem hljómar vel í græjunum hans. Engu að síður náum við mjög vel saman, hann er mjög traustur og góður vinur, og eins og allir sem þekkja hann vita, frábær (og ruglaður) drengur. Ég óska honum því til hamingju með afmælið um daginn og útskriftina á laugadaginn. Jei!
þriðjudagur, maí 17, 2005
Mikið hafa hlutirnir breyst eitthvað undanfarin ár... og án þess að maður taki eftir því. Ég man fyrir u.þ.b. 4 árum, þegar ég var að hefja feril minn sem menntaskólanemi, að þá var aldeilis gaman að vera vesturbæingur, þá var allt svoleiðis löðrandi í drama og öðrum fyndnum hlutum sem maður gat hlegið að úr fjarlægð í mínum vinahóp, maður var nokkurnvegin nýbúinn að uppgötva dýrðir áfengis, það voru partí aðrahverja helgi (uppfull af drama auðvitað) og maður var yfir höfuð of vitlaus til að hafa einhverjar alvöru áhyggjur af hlutunum.
Núna eru hlutirnir þannig að þessi hópur sem ég umgekkst hvað mest hefur tvístrast, og hafa sumir spjarað sig betur en aðrir, einhverjir eru farnir út eða eru á leiðinni út í nám (bjánar), einhverjir halda sig hér heima í hinu og þessu, og ég er á leiðinni að verða einhver háskólanemagúrka.. svo fer að koma að því að ég þarf að flytja að heiman, en því fylgja leiðinlegir hlutir eins og að þurfa nauðsynlega að eiga pening, gluggapóstur o.s.frv.
Ég er m.ö.o. kominn á þetta "hvar er mín glataða æska" stig og þrái aftur að vera ungur, heimskur, með stór gleraugu og engar áhyggjur af hlutunum...
æi ég verð bara þunglyndur af því að skrifa um þetta
Núna eru hlutirnir þannig að þessi hópur sem ég umgekkst hvað mest hefur tvístrast, og hafa sumir spjarað sig betur en aðrir, einhverjir eru farnir út eða eru á leiðinni út í nám (bjánar), einhverjir halda sig hér heima í hinu og þessu, og ég er á leiðinni að verða einhver háskólanemagúrka.. svo fer að koma að því að ég þarf að flytja að heiman, en því fylgja leiðinlegir hlutir eins og að þurfa nauðsynlega að eiga pening, gluggapóstur o.s.frv.
Ég er m.ö.o. kominn á þetta "hvar er mín glataða æska" stig og þrái aftur að vera ungur, heimskur, með stór gleraugu og engar áhyggjur af hlutunum...
æi ég verð bara þunglyndur af því að skrifa um þetta
mánudagur, maí 16, 2005
vá...´var að koma af djamminu.. fyrsta skipti í sv ona mánuð.. það er alltaf þægilegt að labba heim að af djamminu því sökum ölvunar finnst mér landakotskirkjan alltaf jafnfalleg þegar hún sker himininn áleiðinni heim.. sérstaklega þegar það er orðið svona bjart og flott úti... ég hef séð margt flott í himnunum´nálægt þessari kirkju sem ég ætla ekki að tala um í kv öld.. frremur fer ég að sofa. góða nótt.
föstudagur, maí 13, 2005
vá... 4 af síðustu 6 færslum hafa byrjað á orðinu 'jæja'... that's amazing!
en já, fyrst tölvan mín er núna officially látin, þá hef ég verið að velta fyrir mér að kaupa laptop, og jafnvel verið að velta fyrir mér að kaupa makka (þ.e.a.s. ef það er ekkert það mikið dýrara..), þar sem ég er með pro tools og sona og makkar eru víst mun sniðugri í tónlistarvinnslu.. vill endilega fá að heyra hvað fólki finnst, kostir/gallar etc...
og Þorbjörg ef þú lest þetta, svaraðu þá einhverntíman í símann þinn kona.. ég þarf að ræða við þig um pressing issues, eins og hróaskeldu o.s.frv.
en já, fyrst tölvan mín er núna officially látin, þá hef ég verið að velta fyrir mér að kaupa laptop, og jafnvel verið að velta fyrir mér að kaupa makka (þ.e.a.s. ef það er ekkert það mikið dýrara..), þar sem ég er með pro tools og sona og makkar eru víst mun sniðugri í tónlistarvinnslu.. vill endilega fá að heyra hvað fólki finnst, kostir/gallar etc...
og Þorbjörg ef þú lest þetta, svaraðu þá einhverntíman í símann þinn kona.. ég þarf að ræða við þig um pressing issues, eins og hróaskeldu o.s.frv.
jæja... var að koma frá eyjó þar sem við horfðum á team america: world police... hún var fyndin... en já
ég hef voða lítið að segja, tölvan mín er ónýt
djamm um helgina jejeje
ég hef voða lítið að segja, tölvan mín er ónýt
djamm um helgina jejeje
mánudagur, maí 09, 2005
jæja.. þá er maður búinn að kaupa miða á hróaskeldu (heyriru það Hjölbert), og flugmiða einnig.. ekki nema u.þ.b. 7 vikur í að ég fljúgi út.. jei
laugardagur, maí 07, 2005
uhh.. tölvan mín er búin að vera í tómu tjóni undanfarið þannig að ég hef ekkert komist á netið.. en það breytist vonandi í næstu viku.. jei
þriðjudagur, maí 03, 2005
jæja... chelsea töpuðu fyrir liverpool og eru dottnir úr meistaradeildinni.. mjög sárt... en liverpool áttu samt skilið að komast áfram, og ég held að mitt lið (þoli ekki þegar gaurar segja "við" um liðin sín.. veitiggi afhverju) megi bara vera mjög sátt með leiktíðina...