Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, desember 31, 2005

þegar ég dey

þá vill ég að "égið" mitt sem var til staðr, sameinist (í mörgum brotum)), öllum þeim tilfinningum (óháð verund) sem ég hef upplifað um ævina..´þau skipti sem maður hefur verið að springa/rifna úr einhverju.. sorg.. gleði... reiði... nostalgía... forviða.. eirðarleysiþþþ hamingja... eftirsjá.. ást... þau skipti.. eru þröskuldur þess að upplifa þessar tilfinningar í sinni tærustu og endanlegu mynd.. að upplifa "frummynd" þess (platón var samt anus).. þó óháð sjálfinu......að sameinast þeim algjörlega.. þannig að sjálfinu mínu/sjálfi ypðar verði skipt niður, þar til það er ekki lengur sjálf, ehdeldur margir hlutar. af mismunandi heildum. óendanleiki og fullkomleiki þessara heilda valda því að þau verða hvorki góð/né vond., heldur bara.. fullkomin.. óbreytanleg.. óraskanleg... hlutdeild "mín" í þessum heildum þó breytileg... hvað þá? strand

góða nótt börnin mín ég sé ykkur öll...

föstudagur, desember 30, 2005

jæja þá fer árið bráðum að enda... ég gerði mér miklar vonir síðustu áramót um betra ár, en satt best að segja er 2005 á heildina litið búið að vera alveg jafnmikið skítaár og 2004.. búinn að missa tengsl við fólk sem skipti mig miklu máli, og bara á síðustu 2 mánuðum er ég líklega búinn að fella fleiri tár en ég gerði út leikskólagöngu mína (hahha vá hvað einn maður getur tuðað...)

en þau hafa þó enganveginn verið alslæm og sérstaklega ekki núna.. ég á t.a.m. sérstaklega góðar minningar frá í kringum jólin/áramótin í fyrra, hróaskelduferðin í ár var bara snilld, og það besta er líklega að ég er búinn að endurheimta einn af mínum allra bestu vinum nánast frá dauðum..

Þar fyrir utan líður mér bara einstaklega vel með sjálfan mig þessa stundina, og með það sem ég hef í kring um mig núna. Mér finnst ég líka hafa lært heilmikið um sjálfan mig (þó það hafi stundum verið sárar leiðir til þess), veit mun betur hvað ég vill, hvar ég stend í lífinu o.s.frv... ég á bestu fjölskyldu og bestu vini sem nokkur maður gæti hugsað sér, ég er í námi sem ég er ánægður með, ég á hund sem er afburðagreindur miðað við hunda/afburðaheimskur miðað við okkur hin, ég er hvorki lamaður/geðveikur/þroskaheftur/sveltandi/Kristján Jóhannsson/félagssvelt barn á Grundartanga/morðóður né nokkuð annað af því tagi, þannig að ég hef enga ástæðu til annars en að vera mjög glaður núna.

og svo ég er bara mjög bjartsýnn á 2006..
gleðilegt ár, og ég vonast til að sjá sem flesta sem lesa þetta annað kvöld.

fimmtudagur, desember 29, 2005

já.. enn annað spilakvöld (eða spilanótt).. og klukkan núna að ganga 6 um morguninn...
ég elska þennan árstíma annars meira en allt... bara e-ð hangs + nammi + kæruleysi + spil með vinum...
þar að auki á ég alveg ótrúlega góðar minningar frá þessum árstíma bæði í fyrra og hittí fyrra.. þegar við vorum að keyra heim í hálku og nýföllnum snjó áðan þá rifjuðust upp fyrir mér tilgangslausir næturrúntar um jólaleytið með góðu fólki hérna áður fyrr...

held ég geri það bara að reglu að vera aldrei að vinna á þessum tíma ársins það sem eftir er ævinnar

en já, svefn

miðvikudagur, desember 28, 2005

úff... rúmlega 6 klst. magnþrungið spilakvöld á enda..
og afhverju kommentið þið aldrei lengur aumingjarnir ykkar?

þriðjudagur, desember 27, 2005

:D
hallooo
í kvöld "djammaði" ég í fyrsta skipti í langan tíma.. og það var bara mjög gaman.. mestallur tíminn fór reyndar í að bíða í biðröð með fólkinu mínu, en mér fannst það alveg jafnskemmtilegt og að vera inná einhverjum sveittum háværum stað.. þótt það segi kannski sitthvað um mig.. =/

mánudagur, desember 26, 2005

í kvöld var ég að róta í gamalli kommóðu niðri þar sem ég var að leita mér að linsuboxi. Þar rakst ég á nokkrar gamlar kassetur frá því einhverntíman á 9. áratugnum þegar ég var ennþá polli og pabbi og mamma ungt fólk á uppleið.
Þar fann ég m.a. gamlar David Bowie kassettur sem mamma hafði átt og fleira skemmtilegt.

Meðal þess var t.d. upptaka frá því þegar ég var 5 ára, þar sem ég ræði á fræðilegum nótum við einhverja ímyndaða hlustendur um ýmis mál sem voru mér mjög hugleikin á þessum tíma, þ.á.m. umferðarreglurnar, vonda kalla, sjúkrahús og önnur pressing issues (þar koma fram mörg words of wisdom, eins og "sumir sem aka geta keyrt óvart á mann. En vondir kallar keyra ekki óvart á mann. Þeir eru bara til í ævintýrum." )..
Auður systir (sem hefur verið 2 ára þarna) kemur svo inn í þetta, og seinni hlutinn fer bæði í það að borða epli af miklum móð, og að hvetja hana með ráðum og dáðum til að tala inn á spóluna.
Það leysist svo upp í allsherjarmisskilning þar sem hún heldur að ég sé að saka hana um að vera rugluð.

Ég ákvað að setja þetta á netið þar sem þetta eru mjög mikilvæg mál sem ég er að ræða sem snerta okkur í raun öll. Nálgist þetta hérna.
(Þessi upptaka er frekar gömul og í rusli, og e-ð búið að reyna að taka upp á spóluna aftur, þannig að það eru stundum koma einhverjar pásur sem eyðileggja samhengið í orðræðu minni.. ekki það að það hafi verið mikið fyrir..)

sunnudagur, desember 25, 2005

"if anyone needs me, i'll be in the angry dome!"
ahh ljúft aðfangadagskvöld... næstu dagar munu svo bara fara í almennt hangs, lestur, nammiát, spil, tónlist o.fl. og svo er það gamlárskvöld \o/
hið ljúfa líf..

laugardagur, desember 24, 2005

jólakveðja frá Agli og þunglynda hreindýrinu Týra!

(ómæld gleði mín á seinni myndunum er til að undirstrika þunglyndi hreindýrsins, og hversu sár hann er út í eiganda sinn fyrir að hafa sig svona að fífli)



"If you ask Chuck Norris what time it is, he always says, "Two seconds till." After you ask, "Two seconds to what?" he roundhouse kicks you in the face."

föstudagur, desember 23, 2005

...og þá hellist jólaskapið yfir mann.. jeei

veit einhver hvernig væri best að smíða hreindýrahorn á hund?

miðvikudagur, desember 21, 2005

hver í fjandanum er tilgangurinn með aftershave? ég nota það bara því ég á það, og það heitir "aftershave"... ef það væri til e-ð drasl sem héti "afterfood" sem maður setti í hárið á sér í hvert skipti sem maður væri búinn að borða þá myndi ég örugglega nota það án þess að spá neitt mikið í því..

svona getur maður verið ósjálfstæður.. ussussuss

þriðjudagur, desember 20, 2005

hahahah litlu frænkur mínar virðast vera einar af fáum börnum sem vita hvað jólasveinarnir eru mikil illmenni í raun...

laugardagur, desember 17, 2005

puuurtí hjá mér í kvöld.. fyrir heimspekinema, og þá sem eru búnir í prófum.. og þá sem ég þekki.. og eitthvað (ákvað að auglýsa þetta ekki fyrr en núna því ég nenni ekki að fá marga.. hohoho).. og svo er ég eins árs stúdent einmitt í dag.. margt til að fagna!

lag dagsins/kvöldsins: LCD Soundsystem - Tribulations
hahaha.. ég var rétt í þessu að stíga á vigtina og uppgötva að ég er búinn að léttast um 7 kg á u.þ.b. mánuði.. er því kominn í 63 kg
..og þar með get ég ekki lengur gert grín að Peter Crouch og Jónsa í Sigurrós =/
jæja.. ég er búinn í prófum... og ég á laptop.. og.. eitthvað fleira
lífið er ljúft

föstudagur, desember 16, 2005

djöfull er ég orðinn laptopeigandi
jei \o/
líst vel á.. fyrir utan að hann er skuggalega ljótur og eitís í útliti einhvernveginn

en núna er ég einn af þeim sem geta farið út á bókhlöðu bara til að hanga á msn/í kapli
uss... bara eitt próf eftir.. og það í fagi sem ég er eiginlega búinn að ná.. fádæma gleði ríkir á egilsbæ núna

Hefur það einhverntíman útskýrt með rökum afhverju aðalpersónan í Mario leikjunum er feitur ítalskur pípari? og afhverju hann stækkar af því að borða sveppi, og getur skotið eldkúlum ef hann borðar blóm? Ég meina vá.. flestir tölvuleikir reyna að útskýra bullið í þeim..

annars neyddi ég Hildi til að klukka mig aftur til að stytta mér stundir

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

1. Kýla Chris Martin (á nefið).
2. Fara á fyllerí með Eddie Izzard.
3. Láta lífið í karatebardaga við Chuck Norris
4. Gefa út plötu.
5. Eignast mörg börn sem hlýða skipunum mínum.
6. Eiga vin sem er með mullet.
7. Kenna Týra að sturtu niður klósettinu.


7 Hlutir sem ég get gert

1. Spilað á gítar.
2. Verið taugahrúga.
3. Öskrað eins og það sé kviknað í mér (þó á smekklegan hátt).
4. Skipt á bleyju.
5. Borðað óhóflegt magn af mat í einu.
6. Samið lög.
7. Þóst hafa áhuga á einhverjum samræðum sem mér hundleiðist.

7 Hlutir sem ég get alls ekki gert

1. Tekið Hugh Laurie alvarlega.
2. Falið það hversu mikill lúði ég er í eðli mínu.
3. Hlustað á Kenny G.
4. Talað um bíla.
5. Pantað leigubíl á dönsku
6. Haft einhverskonar skilning á myndlist eða annarri sjónrænni list
7. Rifist út af ómerkilegum hlutum.

7 Frægir sem heilla

1. Chuck Norris
2. Chuck Norris
3. Kim Deal
4. Gellan í Fiery Furnaces
5. Eddie Izzard
6. Kristján Jóhansson (mesta fífl alheimssögunnar)
7. Bob Saget

7 Hlutir sem heilla mig við aðra manneskju
1. Heiðarleiki.
2. Húmor (Að hafa húmor fyrir sjálfum sér)
3. Umburðalyndi.
4. Ljúfmennska.
5. Skýrleiki.
6. Skilningur á hugtakinu "Babar".
7. Frjósemi.

7 setningar sem ég nota mikið

1. "Babar"
2. "Babar deluxe"
3. "Jesús kristur"
4. "Ég fokka þér upp yo"
5. "Neinei"
6. "ööööö..."
7. "foin"

7 Hlutir sem ég sé

1. Hundaól
2. Reykelsi
3. Gorgías
4. Hálfdauða pottaplöntu
5. Twixbréf
6. Vitfirrt bréf sem var sent til mín frá Hereford (gruna Kidda/Krumma)
7. Hengilás (???)

miðvikudagur, desember 14, 2005

hah! ég fékk 9,0 fyrir þessa ritgerð.. þrátt fyrir að hafa sleppt því yfir höfuð að nota heimildir (þær giltu til einkunnar), og þrátt fyrir að hafa verið á róandi lyfjum mestallan tímann sem ég var að skrifa hana hohohhehehhiaaehHEHOHIHAAHHAAOOOEHAAop

o_O o_O O_o

ég er fokking bestur

þriðjudagur, desember 13, 2005

hahah Ari frændi sendi mér í gær þetta lag úr Monkey Island 3.. þeir sem hafa spilað leikinn muna kannski eftir dansinum hjá sjóræningjunum.. og tilgangsleysi þessa lags yfir höfuð
alveg eru það bestu leikir alheimins... og themelagið sjálft er skemmtilegast í heimi.. kemur mér alltaf í gott skap
ahh minningar..
ég held ég gangi bara í barndóm næstu vikurnar...

laugardagur, desember 10, 2005

"Þegar maður smíðar hús, er um að ræða ákveðna breytingu, sem er á enda þegar húsið er smíðað, virkni hins byggjanlega efniviðar, að svo miklu leyti sem hann er byggjanlegur. Efniviðurinn er mögulega hús, þótt hann sé virkilega efniviður hússins, áður en húsið er byggt úr hinum byggjanlega efnivið.
Virknin sem felst í breytingunni er virkni efniviðarsins, en ekki sem efniviðar, heldur sem byggjanlegs efniviðar; virknin felst í byggjanleika efniviðarins."

sko.. það er alveg margt nytsamlegt sem ég er að læra í heimspeki.. en stundum finnst mér eins og það sé verið að gera grín að mér...

fimmtudagur, desember 08, 2005

hahahaah Týri er nú meiri aulinn... annars eyðileggur þetta svolítið fyrir mér ,því hugmyndin þegar ég keypti hann var að í framtíðinni þegar pólitískir andstæðingar mínir/Púlarar myndu reyna að ráða mig af dögum með skammbyssu, þá myndi Týri stökkva hetjulega fyrir mig og og láta lífið í þjónustu minni.. slík moment eru tilfinningaþrungin og erfið eins og The Code gerir ráð fyrir í reglu #9998, aðeins fyrir neðan hana reyndar (ég er nokkuð ánægður með að þekkja einn af gaurunum sem gerðu þessar reglur)..

djöfull get ég gert allt annað en að læra núna..
sko... ég hef séð maargt á netinu, en sjaldan hlegið jafnmikið og að þessu.. umslögin sjálf eru alveg nógu fyndin, en umfjöllunin hjá gaurnum er bara snilld

miðvikudagur, desember 07, 2005

það ættu allir að eiga hund/annað gæludýr þegar sálarlíf er í ójafnvægi (mæli samt með hundi)..
almennt hlutleysi þeirra gagnvart öllu virkar vel á mann,
og það að vita að ef þeir yrðu fyrir þeim hlutum sem ergja þig, þá væri þeim samt alveg jafnskítsama (þar sem þeir hafa ekki asnalegar tilfinningar) um slíka hluti og ef þeir hefðu ekki lent í því.. þeir hafa mikilvægari hluti til að hugsa um sbr. mat að borða/skott að elta

helvítis heimspekilegu forspjallsvísindi.. ruining our society
10 dagar í próflok.. smúts

þriðjudagur, desember 06, 2005

já... já gær ákvað ég að taka upp epískt 1 mínútu tónverk með Týra og Auði systur... við tókum það upp á 5 mínútum þar sem ég var í maníukast. Þetta kom stórkostlega út
þeir sem spotta Eddie Izzard kvótið fá faðmlag

mánudagur, desember 05, 2005

Ég tel mig nokkuð góðan að hafa náð að klára 3000 orða ritgerð á samanlagt 1 degi þrátt fyrir takmarkaða geðheilsu. Ritgerðin ber nafnið "Hverjum er ekki sama um réttlæti." Mjög dramó og æðó.

Klapp á bakið frá sjálfum mér!

laugardagur, desember 03, 2005

*högg* *högg* *högg*
ég man ekki neitt...

tími fyrir sorgartónlist

Sufjan Stevens - John Wayne Gacy Jr.
Antony and the Johnsons - Hope There's Someone

mæli með þessu