Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, október 31, 2003

já... í dag lét ég vita að ég myndi hættas að vinna í lok nóvember... mörg tár féllu (öllum var skítsama)... annars var þetta skrýtinn vinnudagur... einn bílstjórinn sem ég hef alltaf litið á sem sona týpískan góðan gamlan og rólegan kall sem á kandís í skápnum hjá sér og undanrennu í ísskápnum kom mér á óvart... ég þurfti að kvitta fyrir einhverjum pakka og var ekki með penna þannig að ég bað hann að lána mér.. þá sagði hann
"ertu ekki með penna drengur? veistu hvað pennalausir menn eru kallaðir útá sjó?"
"nei"
"kuntulaus hóra!"
"......"
svo gaf hann mér penna

morale of the story: gamalt fólk er skrýtið. og á ekki allt kandís.

lag dagsins: The Roots - Adrenaline

ps. vill fólk vinsamlegast drullast til að kommenta hjá mér... og mér sama þú þið hafið ekkert að segja annars neyðist ég til að lýsa því yfir að allir í heiminum séu fífl fyrir utan krumma, stíg, auði og ingólf. og við vitum öll að enginn vill að það gerist...
ég fékk 37000 kall útborgaðann.. eða fæ á morgun... er að farað kaupa magnara á 30.000 kall þannig að þá á ég ekki nema 7000 kall eftir af laununum mínum... svo fæ ég 5000 kall fyrir einhverjar bækur þannig að ég á ekki nema 12000 kall til að lifa af út mánuðinn.. það gæti reynst mér erfitt þar sem ég eyddi 60000 kalli í þessum mánuði... dýrð!

fimmtudagur, október 30, 2003

það er heví fyndið þegar fólk ætlar að skrifa "cool" en gerir insláttavillu og skrifar "coll" í staðinn......

fleira var það ekki
á meðan ég man... gæti einhver útskýrt fyrir mér hvað hárvax gerir? ég hef eiginega aldrei skilið það, og ég er búinn að sitja hérna og þefa af þessum stauk og pæla í honum eins og einhver frummaður í allan dag...

lag dagsins: Ugly Duckling - Meatshake

miðvikudagur, október 29, 2003

ég var að lesa gamlar bloggfærslur hjá mér frá því fyrra og ég hef tekið eftir því að hæfileiki minn að skrifa geðveikt mikið um ekki rassgat er ekki jafnöflugur og áður.. þar fyrir utan var þetta allt e-ð ömurlegt asnaþvaður.. ég ætla rétt að vona að það gerist ekki að einhver sálfræðingur setji fram þá kenningu að "bloggfærslur lýsi manns innra manni" eða e-ð álíka því þá er ég í virkilega vondum málum..
ég skil ekki einusinni afhverju ég er að þessu.. því svo fer ég inn á einhver önnur blogg sem eru málefnaleg og full af spennandi greinum um hluti sem tengjast ekki því hversu mikið fólkið svaf eða hvað það ætlar að borða í kvöld, og þá fæ ég bara minnimáttarkennd.. kannski ætti maður bara að hætta þessu...

þriðjudagur, október 28, 2003

eini gallinn við félagsfræðigreinar er hvað maður þarf að lesa mikið... kosturinn er sá að maður þarf ekki að lesa sama draslið aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur þar til maður skilur það eins og með ákveðið fag sem ég kýs að kalla stærðfræði.. og annað fag sem við skulum í þessu tilfelli kalla eðlisfræði...

í dag fór ég í klippingu.. það var áhugavert.. ég var þar í einn og hálfann tíma og lenti í hrókasamræðum við klippingagaurinn um ýmsa hluti, þar á meðal fataverslanir, veitingahús, gamlar kellingar á hárgreiðslustofum og fleira í álíka furðulegum dúr.. annars fékk ég bara alveg þokkalega klippingu.. mér leist reyndar ekki á blikuna fyrst, því þegar hann var búinn að verað klippa mig í sona klukkutíma var hann bara búinn að taka af hliðunum og ég leit út eins og ógeðslega ýkt útgáfa af fíflinu þanna úr Í svörtum fötum...
það var semsagt mjög hressandi fyrir utan það að hann narraði mig til að kaupa e-ð hárvax á 1600 kall sem ég mun líklega ekki nota nema einusinni eða tvisvar um ævina, og þau skipti verða líklega bara útaf einhverju samviskubiti.. það er líka mjög auðvelt að narra mig til að kaupa drasl, þannig að fólk, ef þið hafið einhver plön um að verða sölumenn þá vitiði núna hvert verður fyrsta fórnalambið ykkar...
Jæja það var kominn tími til að ég tæki þetta persónuleikapróf á The Spark.. og hérna er útkoman


DREAMER
(Submissive Introvert Abstract Feeler )


Egill Viðarsson
Like just 11% of the population you are a DREAMER (SIAF)--reserved and imaginative. You are basically the shy, silent type. You don't have much interest in facts and figures or most of what's going on around you, but the internal worlds you build for yourself are rich and complex.

Luckily, your creativity and strong heart mean you have a deep personality evident to anyone who gets to know you. It's just that not many people do, because most everyone thinks you're a loser. Talk to yourself less, other people more, little shaver.

það sökkar að hafa vikulegt archives... ég ætlað reynað breyta því héðan í frá..
Þetta er að finna á heimasíðu bjarts.. www.bjartur.is


Ævisaga Stephans G. er glæsileg og höfundi sínum til sóma (27.10.2003)


Páll Baldvin Baldvinsson heldur ekki vatni yfir Andvökuskáldi og Landnemanum mikla, ævisögu Stephans G. Stephanssonar eftir Viðar Hreinsson. Í umfjöllun sinni um nýlegar ævisögur í þættinum „Ísland í dag“ sagði Páll Baldvin að Viðar hefði unnið mikið verk með ritun sögu Klettafjallaskáldsins, sem var hinn vænsti maður að hans mati enda trúleysingi með meiru.

Einnig mælti Páll Baldvin með því að fólk gæfi sér góðan tíma til að lesa bindin þessi miklu tvö, og ekki væri verra að hafa ritsafn Stephans við höndina. (Sem sagt, að hér væri komið heils vetrar gaman fyrir alvöru fólk.) Nú hefur Páll Baldvin Baldvinson þann háttinn á að niðurstöðunni af lestri sínum varpar hann fram í formi „hnotskurnar“.

Þar sagði hann: „Glæsileg og efnismikil ævisaga um eitt merkasta skáld liðinnar aldar. Vel unnin rannsókn og höfundi til sóma.“

nohh! ekki slæmt! ég er nú bara stoltur af honum pápa gamla.. ég er samt viss um að bókin hefði ekki verið svona góð hefði hann ekki haft yfirlit yfir ljóðin hans Stephans sem ÉG gerði... tölum nú aðeins meira um mig..
The Catchy Meaninglessness of the Strokes
Rock’s neocons sound good, and they sure look good, but is there any there there?

By Joe Hagan
NEWSWEEK WEB EXCLUSIVE
Oct. 17 — With much fanfare, the new album by the New York rock-and-roll quintet the Strokes arrives on Oct. 27. It’s called “Room on Fire,” and it’s a perfectly listenable, perfectly catchy, perfectly well-crafted record.

IT’S PERFECT because it replicates the strengths of their last effort, 2002’s “Is This It?”, itself a handsome quilting of 1970s New York punk and New Wave. This release might be slightly less catchy than the first, but you can chalk that up to the pressures of fame and a minor sophomore slump. The differences are negligible.
But judging whether “Room on Fire” is “good” or “bad”—whether it deserves two stars or four, whether it exceeds its last album in quality—is really beside the point. A more appropriate question is: is it accurate?
In the past few years, a truly fascinating phenomenon has hit the world of popular music. I call it pop neoconservativism. Overwhelmed, it seems, by the mountain of recorded musical history they’ve inherited, the age bracket known as Generation Y—late teens, early twenties—have opted to forsake the subversion of rock and roll (as Jack Black says in the movie “School of Rock,” “sticking it to The Man”) for harmless, boutique replicas of the past. The White Stripes have taken the pop neocon philosophy to its extreme, stripping down to two instruments and adding a winking Warholian Campbell’s Soup conceit (a duotone, red-and-white color scheme) to their well-crafted classic-rock homage. You can see and hear it in mainstream pop, too, in everything from Justin Timberlake’s studied Michael Jackson act, to Britney Spears’s wanna-be Madonna simulation.
If the 24-hour music-video channel VH1 Classics is the History Channel of pop, then the Strokes are the 1970s punk and New Wave equivalent of a Civil War reenactment. Their spiky haircuts and skinny ties are cut and pasted directly from the Cars, their guitar riffs from Television’s 1977 album, “Marquee Moon,” lead singer Julian Casablancas’s blah-blah-who-cares vocals from Debbie Harry and Lou Reed. Like brass buttons on a Confederate Army jacket, or a rapier at a Renaissance fair, their extraordinarily hip look—and the magazine paparazzi shots that display them carousing with underfed women in New York City nightclubs—are at least 50 percent of the appeal.
Not only are they accurate, they are consistent. This makes an album review fairly easy: each song, varying slightly in melody line, consists of fast, downward guitar strums, snappy 4/4 drum beats, a bold-faced fuzz-guitar melody line (occasionally substituting a keyboard)\ and indecipherable, heroin-chic vocals. The whole thing sounds like it’s carved out of the same monotonous gray slab of Lower East Side attitude we hear on the historic recordings of Lou Reed.
The best song on “Room on Fire” is entitled “12:51.” It’s an eminently hummable, head-bobbing, tasteful pop song—a true radio hit, circa 1980. Again, it has a fantastic keyboard hook. And again, it sounds like a Blondie song. And yet, again, there’s something vaguely unfulfilling about how eminently hummable it is, how like a Blondie song it is. It feels like we are 51 minutes past rock and roll’s witching hour (in fact, it’s at least 10 years) and the Strokes have turned into the shadow of rock and roll. While they may have the look and feel of late-’70s skinny-tie New York rock, they sound like a bloodless meme, a well-made copy crafted to travel lightly in our data-clogged culture, to be downloaded safely without fear of the emotional impact, social subversion or, most importantly, the strangeness of the originals.

If the Strokes are original in their way, it is by such a marginal degree as to be meaningless—except, of course, to kids in their late teens and early twenties who have never heard the source material and who are desperate to touch the hem of history if only for some sense of that old-time rock religion. Even so, context is everything: 1970s punk and New Wave in the year 2003 is a market, not a revolution. Indeed, rock neoconservatism is about defanging revolution for easy consumption.
Did I mention that the Strokes are very catchy and easy to listen to? They are! So while all this might sound like old-fogey talk, it’s really not. The Strokes and the White Stripes seem to signal a natural calcifying of the white-hot music revolutions of the 1960s and ’70s. The last 40 years of rock and pop music can be broadly described as the slow fallout of that musical explosion, as band by band, idea by idea, riff by riff, from the Beatles to Led Zeppelin to George Clinton to Talking Heads to Prince to the Red Hot Chili Peppers to Nirvana, all the mutations and permutations remixed in endless varieties, both underground and in the mainstream, until, through the forces of capitalism, the underground became the mainstream, and vice versa. When Stephen Malkmus, of the seminal indie-rock band Pavement, sang “goodnight to the rock-and-roll era” at the end of the album “Crooked Rain,” it was 1994—and the lyric was sad and heartfelt because it was true. Shortly after, rock recycling hit its nadir in stuff like nu-metal, rap-rock and Disney teen-pop nth-generation copies animated only by the fact that different kids with different haircuts were inhabiting them.
Perhaps the best evidence of this pop-neocon era is the existence of Liam Lynch, a 34-year old rock satirist who on his debut album, “Fake Songs,” created pitch-perfect imitations of David Bowie (“The Fake David Bowie Song”), the Pixies (“The Fake Pixies Song”) and the Talking Heads (“The Fake Talking Heads Song”). While they are all declared fakes in the titles, they sound astoundingly like the artists themselves, with the lyrics only slightly caricatured, both mocking and adoring the originals. Mr. Lynch would have almost no difficulty in recreating the Strokes’ sound. And chances are it would probably be more accurate. But his nerdy mug might be hard to market to the Teen People crowd.
Looking back, it’s interesting to recall the career of another nerdy mug, Lou Reed. Starting out in the early 1960s as a writer of pop hits for a commercial music company, he quit to make wildly uncommercial but poetic music about heroin and S&M. And perhaps when Mr. Reed was brought into the art-world fold by Andy Warhol, the Strokes were foretold. As with almost everything in our culture, Warhol predicted this pop neocon era—the endless cloning and repetition of fame, which would eventually iron out the more interesting wrinkles in the fabric of society.
In the end, the Strokes aren’t awful or misguided or “bad.” The Strokes are so affable and easy to listen to that they’re easy listening. They’re the opposite of subversive: they’re the soundtrack of a culture that is calcified, conservative, hardened by marketing and fashion and gazing into the rear-view mirror at road signs we’ve already passed. But, hey, they’ll look great on the cover of Rolling Stone.

Joe Hagan is a columnist for The New York Observer and has written about music and pop culture for The New York Times, Spin and Blender. His last piece for Arts & Opinions was on Bjork.

Þetta finnst mér frábær grein... ég er samt ósammála honum að einu leyti... mér finnst the strokes ekki rassgat vera "catchy"... me´r finnst þeir bara ömurlegir. punktur.
allt í gangi allt í gangi.. það er allt í gangi... á morgun fer ég í haircut (that was for you anne)... og svo e-ð...

ooOOooOoOOoOOoOoOoOOoOoo

allt í einu langar mig heví mikið að fara að veiða með hjölla... ég hef ekki heyrt í honum í háa herrans tíð.. og ég efast um að hann lesi bloggið mitt lengur þannig að ég kalla hann bara kúkalabba! hahah!
ég er búinn að hlusta alltof mikið á Elliott Smith undanfarið... svona gerist þegar tónlistarmenn deyja... tónlistin verður einhvernvegin betri.. reyndar varð hún ekkert betri því hún var nógu góð fyrir.. allavegana hlustar maður meira á hana..
....
.....
ég veit ekkert hvað ég er að reynað segja..
allavegana, hann var mjög góður lagasmiður... ég man að í fyrsta skipti sem ég heyrði í honum þá var það fyrsta sem ég hugsaði "afhverju hef ég aldrei heyrt um hann áður?" og svo vissi enginn á íslandi hver hann er... fyrir þá sem vita ekki hverskonar tónlist hann gerir þá má segja að hann sé í svipuðum dúr og Simon & Garfunkel eða Badly Drawn Boy... nemað hann er betri.. en núna er nóg komið af röfli um hann.. tölum um MIG.. MIIIG. eyjó er kominn í heimsókn. bless

ps. djöfull er ég ömurlegur bloggari

mánudagur, október 27, 2003

ohh.. ég held ég þjáist af svefnsýki eða einhverjum fjandanum... alveg pörfekt... þá er það bara að læra sálfræði..

lag dagsins: Elliott Smith - Bottle Up And Explode!

laugardagur, október 25, 2003

ég hef komist að þeirri sorglegu niðurstöðu að Auður sysitr mín er asni. Hér er brot úr samræðum okkar áðan.

Egill: "Sæl elsku systir, það er nú blessuð blíðan í dag. Heyrðu, erindi mitt hér er að spyrja þig hvort þú hafir ekki örugglega séð kvikmyndina Matrix Reloaded.
Auður: "Nei"
Egill: "Skrambinn, það var nú leitt, en ég er með hana uppi á DVD ef þig langar að sjá hana."
Auður: "Nei ég hef engann áhuga á því, ég hef ekki einusinni séð fyrstu myndina"
Egill: "ha?!?!"
Auður: "Já, ég reyndi einusinni að byrja á henni en fannst hún svo leiðinleg að ég hætti. Og drullaðu þér nú í burt, ég er að hugsa upp aðferð til að tortíma öllu því góða sem er í heiminum, því ég er Ísdrottningin. Ég elska myrkur og tortímingu en hata regnboga, blóm og lítil börn."
svo kveikti hún í saklausum fugl fyrir utan húsið okkar með hugarorkunni

látið endilega vita hvað ykkur finnst um þetta

föstudagur, október 24, 2003

já... gaman í gær.. ég og Jói spiluðum fifa og bjuggum til lið sem hét "Evil Team" og var fullt af ofvöxnum kínverjum... maður þarf reyndar að hafa séð myndina Shaolin Soccer til að fatta það, en jæja... héðan í frá verða breytingar á lífi mínu.. í staðinn fyrir að glápa á friends og sofa og éta,´þá ætla ég bara að éta smá, hættað horfa á friends og byrja að læra meira, og prjóna sokka.. gera e-ð sem skiptir máli..
svo þarf ég að redda mér kærustu.. ég leitaði í gulu síðunum í gær en fann því miður ekki neitt, þannig að ef fólk hefur áhuga, hafið þá samband í síma 8658798, eða ímeilið mig á ofurkusa@hotmail.com. ég er hæfilega hreinlátur, og ég elska sjóskíði og langa göngutúra meðfram ströndinni >:-|

lag dagsins: Elliott Smith - Tomorrow Tomorrow
í nótt dreymdi mig mjög furðulegan draum... ég var að labba á Sörlaskjólinu og ætlaði að heimsækja Komma vin min.. en á leiðinni hitti ég Ernu vinkonu mína og Jens kærastann hennar.. og af einhverjum ástæðum bjuggu þau líka í Sörlaskjólinu.. Erna var að hlaupa um með einhverja garðslöngu og var hlæjandi og sólin skin og þetta var allt eins og í einhverri bandarískri háskólamynd frá 1999... Jens var að gera við einhvern bíl eða þríhjól eða e-ð... svo allt í einu byrjaði að rigna fuglaskít fyrir aftan Jens, en honum virtist standa á sama...
allavegana... svo labbaði ég til Komma, en komst svo að því að Ingimar félagi minn (sem ég hef ekki hitt heillengi) var fluttur inn fyrir neðan hann... og hann var kominn með svona sítt Hell's Angels skegg... þeir sem hafa séð Ingimar ættu að skilja hversvegna það væri fyndið... aannyways, hann var á leiðinni í vinnuna og ég bauðst til að skutla honum.. og það gerði ég.. ég skutlaði honum á hestinum mínum... that's right.. og af einhverjum ástæðum voru Anni og Egill Tiny þarna með..
svo þegar við vorum að koma í vinnuna hans þá hrundi hesturinn minn saman, því hann átti e-ð erfitt með að beygja til hægri, þá urðu Egill og Anni og Ingimar með Hell's Angels skeggið geðveikt fúlir útí mig, og einhver þeirra (man ekki hver) sagði við mig "Egill, veistu hvað þú ert? ha? vesitu hvað þú ert?" svo byrjaði hann að benda á rassinn á sér og segja "þú ert ÞETTA! þú ert ÞETTA!!".. svo voru þeir leiðinlegir við mig og svo vaknaði ég..
en já núna er Jói Palli að koma og ég ætlað spila FIFA við hann... ég var að fatta hversu leiðinlegt líf mitt er búið að vera undandfarnar vikur.. eina sem ég hef gert er að læra e-ð smá, éta, horfa á friends, tala við Anne og spila FIFA... en NÚNA er sko tími fyrir breytingar... jebb... en jæja jói er kominn, ég útskýri þetta seinna.

fimmtudagur, október 23, 2003

vááá....
Ísland hefur eignast nýjan Halldór Laxness...

http://www.hugi.is/kvikmyndir/greinar.php?grein_id=16338844


http://www.hugi.is/kvikmyndir/greinar.php?grein_id=16337318

og http://www.hugi.is/kvikmyndir/greinar.php?grein_id=16337934

þessi drengur er óendanlega svalur...

lag dagsins: Elliott Smith - Needle In The Hay

miðvikudagur, október 22, 2003

ég er alveg í rusli yfir þessu.. þetta er ömurlegt...

lag dagsins: Elliott Smith - Waltz #2
HELVÍTIS DRASL
Elliott Smith dó í gær... uppáhaldssöngvarinn minn dó í gær.. djöfulsins... ég ætla að farað vera fúll núna
http://www.sweetadeline.net/
http://www.mtv.com/news/articles/1479869/10222003/smith_elliott.jhtml?headlines=true
í dag var góður dagur... ég gerði 4 geðveikt flottar samlokur og át þær allar... svo var hakk og spagettí í matinn (eins og annan hvern dag) og ég át það. svo fékk ég mér kókoskúlu... svo át ég eitthvað fleira en ég man ekki hvað... COW
á morgun ætla ég að fara og kaupa mér gæludýr... mig langar mest í önd eða geit, en ég veit ekki hvort það væri vel liðið... ég nenni ekki að kaupa hefðbundin húsdýr því öll dýr sem við höfum átt hafa annaðhvort dáið hræðilega eða endað á einhverjum slæmum stað... naggrísinn okkar dó úr þunglyndi, kanínurnar okkar voru skotnar, kötturinn okkar fór til hræðilegrar kattarkonu.. svo áattum við líka gullfiska og eðlur sem dóu á einhvern asnalegan hátt... jæja... SHEEP

mánudagur, október 20, 2003

Kiddi brjálæðingur er byrjaður að blogga... good times
og ég hef ákveðið að skjóta alltaf inn einhverjum random enskum frösum eða setningum svo einn ákveðinn ÁSTRALI hafi einhverja ástæðu fyrir því að koma hingað...

sunnudagur, október 19, 2003

jæja.. ég er fuillur... ok þetta var ágætis kvöld.. en allavegan... eftir 5-6 mánaða bið er krummi lokisins kominn með þetta helvítis comeback sitt á www.krummo.blogspot.com.. éina sem ég sé er e-r væmin gagrýni á einverri kínverskri mynd en ég kíki betur á það þegar ég er ekki fullru..

ps. krummi, ef þú ætlar á kill bill á morgun þá er eins gott að þú hringir í mig og takir mig með því ég vill líka farar á hana á moegun!" helvbískur!

föstudagur, október 17, 2003

ahhh þynnka... svo skemmtileg.... NEI!
já í gær fór ég á árshátíð MR og það var sosem fínt... f. utan það að ég þurfti að bíða fyrir utan óendanlega lengi útaf einhverjum heimskum dyravörðum.... en já maður bjóst við því að þunglyndi og ömurleiki undanfarinna daga hefði bara leitt til þess að ég væri grenjandi og vorkennandi sjálfum mér, en svo varð ekki... ég varð bara kjaftfor og leiðinlegur fyrir utan Broadway hehe.. en já ég held ég geri það ekki aftur... ég vill ekki vera sá gaur...

þriðjudagur, október 14, 2003

jæja... en einn ömurlegur dagurinn... ég held ég skjótist niður í skóla til að kaupa mér miða á ballið =/

lag dagsins: Portishead - Roads

mánudagur, október 13, 2003

andskotans helvítis djöfull... ef einhver getur reddað mér bassamagnara þá má hann endilega tala við mig...

lag dagsins: The Roots - The Lesson Pt. 1

laugardagur, október 11, 2003

jæja, verstu 10 mínútum ævi minnar er nú lokið... þær byrjuðu á því að Hermann Hreiðarsson setti boltann í netið og ég hélt að þeir væru búnir að jafna. Ég fagnaði eins og geðsjúklingur en svo heyri ég í systur minni uppi "það var dæmt af".. ég öskra "ha?" og hleyp upp. Svo örfáum sekúndum seinna skora þjóðverjar aftur. svo örfáum mínútum seinna meðan ég er ennþá í sjokki heyri ég "og skotar eru búnir að skora", sem þýðir að vonir okkar um að komast í umspil verða að engu... þetta á ekki að vera svona.. hvernig getur heimurinn verið svona grimmur? Krummi kom líklega með bestu samlíkinguna:

"sko...þetta var eins og að vera að ríða ógeðslega flottri gellu....og maður er að fá það þá hættir gellan bara og leyfir manni ekki að klára....og síðan nokkrum sekúndum síðar kemur stór svertingi og bombar mann í analinn...sían gerir hann það í nokkrar mínútur það er ömurlegt en maður hugsar "jæja...ég á ennþá séns á því að fá mér að ríða seinna"....en þá kemur einhver skoskur andskoti og myrðir fjölskyldu þína fyrir framan þig"

vá hvað mér líður illa núna...

fimmtudagur, október 09, 2003

djöfull er ég orðinn pirraður... ég er búinn að vera félagslega einangraður í rúmlega mánuð núna og ég er alveg að fara yfir um... einu félagslegu samskipti sem ég hef er við einhverjar gamlar kellingar í vinnunni sem eru löngu orðnar heiladauðar af því að handleika póst... svo hringir aldrei neinn í mig því fæstir vita að ég er kominn með síma aftur eftir sona 2 ára pásu.. þannig að ég held ég auglýsi það bara hér og nú..
HRINGIÐ Í MIG!!! SÍMINN MINN ER 8658798!!! AAAAAA!!!
hann Arnar Kormákur góðvinur minn kom samt í heimsókn fyrir nokkrum dögum og sagði mér fyndnar sögur af Bubba og ýmislegt fleira... Kommi er skemmtilegur
en jæja ég ætlað farað spila age of mythology við brósa
HAHAHAHHAHA djöfull er theme lagið samt ömurlegt...
nohh! törtles bara snúnir aftur! það er víst byrjað að sýna nýja törtles þætti útí bandaríkjunum (byrjaði reyndar í febrúar)..
hver man ekki eftir törtles?! krakkar!! muniði ekki eftir törtles!?!??!
þá er þetta

komið í staðinn fyrir þetta

og Shredder er víst orðinn heví vondur og geðveikur!
hvað er að gerast...

mánudagur, október 06, 2003

Anne er byrjuð að blogga aftur... jei!

laugardagur, október 04, 2003

ég er að hlusta á nýju lögin með Clickhaze (færeyska hljómsveitin með Eivöru Pálsdóttur) sem þau spiluðu þegar þau komu hingað fyrir ári.. þá sá ég þau 4 sinnum live á einni viku... og djöfull eru þessi lög sum mögnuð... verst að hljómsveitin er í biðstöðu því Eivör Pálsdóttir er alltaf að stússast í einhverju hérna á Íslandi sem hún á ekkert að vera að gera... ég meina.. taka þátt í forkeppni Eurovision? hvað er í gangi?
gærdagurinn var fínn... fyrst vaknaði ég og gerði ekkert og fór svo í vinnuna, svo tók ég leigubíl heim, gerði mig fínan og fór á ráðstefnuna hans pabba útaf bókinni hans sem kom út í gær... það var mjög gaman... svo fór ég á Vídalín þar sem einhverjir MRingar höfðu ákveðið að hittast í framhaldi af MR-VÍ deginum sem ENGINN sagði mér frá... ég hata ykkur öll >:-|
allavegana.. það var mjög hressandi, og úntsúnts tónlistin var þar allsráðandi og ég hitti þar skemmtilegt fólk... þar fékk ég mér bjórinn margan og blablablabla... svo endaði kvöldið á því að ég hellti bjór yfir Ingunni (sem er stelpa í MR) og sjálfann mig... hahah ég er fáviti...
en jæja ég er farinn að gera ekki neitt
bless