miðvikudagur, júlí 30, 2003
afhverju er allt svona mikill asni? :(
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
núna á eftir er ég að fara að taka viðtal við atvinnulistamann... ég hef aldrei tekið viðtal áður þannig að það verður áhugavert... kannski ætti ég að ræna íbúðina hennar... ha, ha, ha.
æi burt með ykkur...
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
núna á eftir er ég að fara að taka viðtal við atvinnulistamann... ég hef aldrei tekið viðtal áður þannig að það verður áhugavert... kannski ætti ég að ræna íbúðina hennar... ha, ha, ha.
æi burt með ykkur...
fólk heimsækir ennþá bloggið mitt.. vitleysingar... jæja... ég fer út eftir nokkra daga... og ég er pirraður eins og stendur..
ég fór á leikritið "Date" í kvöld... það kom mér á óvart hversu fyndið það var.. ég á að skrifa e-n dóm um það núna og hann verður nokkuð jákvæður... lalalalla... ég hef haft e-ð sem ég hef viljað skrifa alla vikuna en svo loksins þegar ég nenni að blogga þá er ég búinn að gleyma hvað það er....
ég fór á leikritið "Date" í kvöld... það kom mér á óvart hversu fyndið það var.. ég á að skrifa e-n dóm um það núna og hann verður nokkuð jákvæður... lalalalla... ég hef haft e-ð sem ég hef viljað skrifa alla vikuna en svo loksins þegar ég nenni að blogga þá er ég búinn að gleyma hvað það er....
mánudagur, júlí 28, 2003
miðvikudagur, júlí 23, 2003
mánudagur, júlí 21, 2003
laugardagur, júlí 19, 2003
það er svo heitt að ég get ekkert gert nema sitið hér og vælt yfir hvað það sé heitt... ohhh..... zzzZZZzzZZZzZZzzZZzz
það er svo óendanlega heitt inní herbergi hjá mér að meiraðsegja ÉG tek eftir því... eins og margir kannski muna var gamla herbergið mitt frægt fyrir að vera heitasti staður á jörðinni en þrátt fyrir það tók ég aldrei eftir neinu.. það er svona 300x sinnum heitara hérna inni... ég hata hita... ég er að spá í að hætta við að fara í útskriftarferðina mína, því ég er nokkuð viss um að ég muni bráðna þar...
föstudagur, júlí 18, 2003
já... en og aftur kemur mamma mín mér á óvart með mjög ómömmulegan orðaforða.. eins og einhverjir kannski muna mælti hún eitt sinn við mig "farðu nú að sofa snemma Egill minn, svo þú fokkir ekki upp svefntímanum þínum"... ég var rétt áðan að tala við hana um heimasíðuna hennar og hún sagði við mig "já ég er að reyna að laga hana núna hún er e-ð svo djöfulli fokkt opp núna"
mamma mín er fyndin
lag dagsins: Black Star - Thieves In The Night
mamma mín er fyndin
lag dagsins: Black Star - Thieves In The Night
fimmtudagur, júlí 17, 2003
já... ég er pirraður... pirraður yfir því að það koma aldrei neinar VIRKILEGA góðar hljómsveitir til Íslands... núna er ómerkilegasta hljómsveit í heiminum að fara að spila í höllinni... Foo Fighters... þetta er svo nauðaómerkileg hljómsveit að það er alveg ótrúlegt... ég meina það eru til margar verri hljómsveitir, en það er þó EITTHVAÐ merkilegt við þær...Papa Roach eru merkilegir að því leyti að textarnir þeirra eru ömurlegir og bara fyrir hvað þeir eru ömurlegir, StainD eru merkilegir því söngvarinn þeirra er mesta væluskjóða í heiminum, Limp Bizkit eru merkilegir því söngvarinn þeirra er asnaleg gúrka, og svo er fullt af hljómsveitum sem eru merkilegar því þær eru góðar.. Foo Fighters hinsvegar, hafa EKKERT... lögin þeirra eru ekki nógu góð til að maður veiti þeim nokkra athygli, og ekki nógu léleg til að það sé e-ð merkilegt við þau, það er ekkert merkilegt við neinn í hljómsveitinni (fyrir utan það að Dave Grohl var einusinni í hljómsveit sem var miklu betri og er góður trommari).. og þessvegna þurfa þeir AUÐVITAÐ að koma til Íslands.. ohh... alltaf þegar ég heyri "Foo Fighters", þá hugsa ég "ómerkilegt"... ekki "lélegt", ekki "gott", bara ómerkilegt... andskotinn hafi það
mánudagur, júlí 14, 2003
AHAHAHAHAHAHAH.... í fréttablaðinu í dag er frétt um það að hetjuleg björgun einhvers bandarísks hermanns (eða herkonu) í Írak hafi verið sett á svið... hún átti víst að hafa verið pynduð eftir að hafa verið tekin af einhverjum Írökum en sannleikurinn er sá að það var farið mjög vel með hana á spítalanum og ástæðan fyrir því að hún var tekin var útaf einhverju klúðri hjá bandaríkjamönnum... og svo átti áhlaup bandarískra hermanna á spítalann að hafa verið sett á svið... og núna er NBC í vandræðum því stjjórnendur hennar hugðust ætlað gera bíómynd um þessa "hetjulegu björgun".... og djöfull sé ég fyrir mér hvernig sú mynd hefði orðið... þetta er það fyndnasta/vandræðalegasta/heimskulegasta sem ég hef heyrt á ævi minni...
laugardagur, júlí 12, 2003
ég fór á Nonnabita áðan og las andrésblað þar sem andrés fór í fangelsi og ég fattaði að Andrés Önd er einhver mesti síafbrotamaður sögunnar... ég man allavegana eftir sona 10 sögum þar sem hann hefur endað í fangelsi fyrir að gera e-ð.. þetta eru reyndar mjög smávægilegir hlutir en réttarkerfið í Andabæ er greinilega mjög strangt... sama á við um Guffa þó hann sé kannski ekki alveg jafnkræfur og Andrés...
hahahahah... mér skjátlaðist... vefurinn er ekki tengdur í loftið... hann er tengdur við viftuna.. þannig að ef ég kveiki á henni þá hrynur tilvist þessarar less-than-intelligent köngulóar... spurning hvort maður eigi að kveikja í henni eða nota þessa háþróuðu aðferð... eða bara bæði?
hvað er að gerast???
það er könguló búinn að spinna vef ekki í glugganum mínum, ekki útí horni, ekki bakvið einhverja hillu, heldur í MIÐJU herberginu mínu... vefurinn er festur við synthann og loftið, og þarna situr þessi óendanlega heimska könguló í makindum.... þetta er reyndar mjög flottur vefur, þannig að ég er að spá í að taka mynd af honum áður en ég KVEIKI Í ÞESSU HEIMSKA KVIKINDI... nú koma könulóa-fjöldamorðs aðferðir þeirra Óla T og Gaua að góðum notum... *nær í kveikjara*
það er könguló búinn að spinna vef ekki í glugganum mínum, ekki útí horni, ekki bakvið einhverja hillu, heldur í MIÐJU herberginu mínu... vefurinn er festur við synthann og loftið, og þarna situr þessi óendanlega heimska könguló í makindum.... þetta er reyndar mjög flottur vefur, þannig að ég er að spá í að taka mynd af honum áður en ég KVEIKI Í ÞESSU HEIMSKA KVIKINDI... nú koma könulóa-fjöldamorðs aðferðir þeirra Óla T og Gaua að góðum notum... *nær í kveikjara*
föstudagur, júlí 11, 2003
já... vinnuvikan búin... í dag fékk ég gáfulega spurningu frá 16 ára gaur sem ég er að vinna með sem heitir Doddi...
Doddi: "hvað þýðir Deutchland?"
Egill: "Þýskaland.."
Doddi: "ó... er það í Evrópu?"
Egill: "...................."
kannski ekki skarpast drengur í hemiminum en hann er samt fínn... og hann er þó enginn Herra Kristinn... but it's a start..
Doddi: "hvað þýðir Deutchland?"
Egill: "Þýskaland.."
Doddi: "ó... er það í Evrópu?"
Egill: "...................."
kannski ekki skarpast drengur í hemiminum en hann er samt fínn... og hann er þó enginn Herra Kristinn... but it's a start..
fimmtudagur, júlí 10, 2003
já.. ég fékk Starfsmannakortið mitt í dag.. .á því er raðmorðingjamynd af mér og fyrir neðan stendur "Bókari"... það er ekkert annað.. þetta er í fyrsta sinn sem ég er ekki að vinna við það að vera gimp.... þegar ég var 14 ára var ég gimp í osta & smjörsölunni, þegar ég var 15 ára var ég unglingavinnunni, og þar af leiðandi auðvitað gimp, þegar ég var 16 ára vann ég sem gimp á Domino's í 1 mánuð, og svo sem uppvaskari á Café Óperu (og allir vita að uppvaskarar=gimp)... svo þegar ég var 17 ára vann ég hjá borginni og var staðsettur í Grasagörðunum í Laugardalnum, og var þar ekkert annað en hreinræktað gimp... núna er ég reyndar hálfgert gimp hjá Íslandspósti.. en ég hef þó allavegana virðulegt starfsheiti...
"við hvað vinnur þú?"
"ég er bókari hjá stóru fyrirtæki"
\o/
"við hvað vinnur þú?"
"ég er bókari hjá stóru fyrirtæki"
\o/
Þetta er einhver sú mesta snilld sem ég hef lesið... lengi lifi Stígur (og heimski gaurinn sem er að vinna með honum)
miðvikudagur, júlí 09, 2003
hahaha.. trigger happy er fyndinn þáttur...
en já ég byrjaði að vinna í gær og var að vinna í dag.. þetta er fínn staður... hæfilega ópersónulegur vinnustaður og þetta er engin svaka erfiðisvinna.. og vinnutíminn er fínn..
en já ég byrjaði að vinna í gær og var að vinna í dag.. þetta er fínn staður... hæfilega ópersónulegur vinnustaður og þetta er engin svaka erfiðisvinna.. og vinnutíminn er fínn..
þriðjudagur, júlí 08, 2003
mánudagur, júlí 07, 2003
já... ég hef komist að því að "Between Angels And Insects" með Papa Roach er lélegasta lag allra tíma.... ég mun aldrei aftur segja "þetta er lélegasta lag sem ég hef heyrt" um neitt lag því það mun aldrei neitt ná að toppa þetta... váá... allavegana hvað varðar rokklög yfir höfuð... lélegasta rapplag sem ég hef heyrt heyrði ég svo í gær en það ber nafnið "X Gonna Give It To Ya" og er með DMX... það er alveg pínlega lélegt... takturinn hljómar eins og e-ð gert í fruityloops af 6 ára þroskaheftu barni... maður hefði búist við því að gaur sem er líklega að selja nokkurhundruð þúsund plötur myndi ráða gaura sem nota e-ð aðeins þróaðara forrit en fruityloops í tónsmíðum sínum.. nema nattlega að DMX kallinn hafi haft það mikla trú á eigin hæfileikum að hann hafi bara gert þennan takt sjálfur... sem kæmi mér sosem ekkert á óvart....
en það er svo auðvitað í textunum þar sem DMX fær virkilega að njóta sín... það byrjar af rosalegum krafti:
"Arf arf Yeah, yeah, yeah (Grrrr) Uh, Yeah don't get it twisted This rap shit,
is mine Motherfucker, it's not, a fucking, game Fuck what you heard It's what
you hearin It's what you hearin (Listen) It's what you hearin (Listen)"
eftir þetta alveg hreint magnaða intro þá nær lagið flugi:
"X gon give it to ya Fuck wait for you to get it on your own X gon deliver to
ya Knock knock, open up the door, it's real Wit the non-stop, pop pop and
stainless steel Go hard gettin busy wit it But I got such a good heart I'll
make a motherfucker wonder if he did it Damn right and I'll do it again Cuz I
am right so I gots to win Break break wit the enemy But no matter how many
cats I break bread wit I'll break who you sendin me You motherfucker never
wanted nothin But your wife said, that's for the light day I'm gettin down,
down Make it say freeze But won't be the one endin up on his knees (Whoo)
Please, If the only thing you cats did is come out to play Get out my way"
en rúsínan í pylsuendanum er svo viðlagið:
"First we gonna ROCK, Then we gonna ROLL Then we let it POP, GO LET IT GO X
gon give it to ya He gon give it to ya X gon give it to ya He gon give it to ya"
en það er svo auðvitað í textunum þar sem DMX fær virkilega að njóta sín... það byrjar af rosalegum krafti:
"Arf arf Yeah, yeah, yeah (Grrrr) Uh, Yeah don't get it twisted This rap shit,
is mine Motherfucker, it's not, a fucking, game Fuck what you heard It's what
you hearin It's what you hearin (Listen) It's what you hearin (Listen)"
eftir þetta alveg hreint magnaða intro þá nær lagið flugi:
"X gon give it to ya Fuck wait for you to get it on your own X gon deliver to
ya Knock knock, open up the door, it's real Wit the non-stop, pop pop and
stainless steel Go hard gettin busy wit it But I got such a good heart I'll
make a motherfucker wonder if he did it Damn right and I'll do it again Cuz I
am right so I gots to win Break break wit the enemy But no matter how many
cats I break bread wit I'll break who you sendin me You motherfucker never
wanted nothin But your wife said, that's for the light day I'm gettin down,
down Make it say freeze But won't be the one endin up on his knees (Whoo)
Please, If the only thing you cats did is come out to play Get out my way"
en rúsínan í pylsuendanum er svo viðlagið:
"First we gonna ROCK, Then we gonna ROLL Then we let it POP, GO LET IT GO X
gon give it to ya He gon give it to ya X gon give it to ya He gon give it to ya"
vá hvað mér líður óþægilega... ég hef tekið eftir því að það er alltaf svona einn færsla í hverjum mánuði hjá mér þar sem ég tala um hvað allt sé ömurlegt... það er eins og það sé bara einn svona dagur sem ég þarf að upplifa í hverjum mánuði, því guð hatar mig eða e-ð... ég skelf allur, svitna eins og mófó, hjartað á mér slær of hratt, ég er að deyja úr kvíða... niðurstaða: mér líður djöfullega og ég þori ekki að farað sofa...
ég var að fá einhver svefnlyf hjá heimólæknó, en ég er hræddur um að þetta séu sömu svefnlyf og ég fékk síðast sem er ekki gott því ég fékk ofskynjanir af notkun þeirra...
ég var að fá einhver svefnlyf hjá heimólæknó, en ég er hræddur um að þetta séu sömu svefnlyf og ég fékk síðast sem er ekki gott því ég fékk ofskynjanir af notkun þeirra...
föstudagur, júlí 04, 2003
úff... þetta er búið að vera góður dagur þrátt fyrir það að ég svaf bara í u.þ.b. 4 tíma... keypti flugmiða, keypti nýja mínusdiskinn (sem er óendanlega góður.. en meira um það síðar) og núna rétt áðan var gaur frá Íslandspósti að hringja í mig og bjóða mér vinnu... gleði!
ég var að kayra áðan og heyrði Here Comes the night með Mínus í útvarpinu.. og allt í einu fékk ég óstjórnlega löngun til að kaupa nýja diskinn með þeim... ég held ég geri það bara núna..
fimmtudagur, júlí 03, 2003
miðvikudagur, júlí 02, 2003
já... í kvöld rættist draumur minn... ég horfði á Plan 9 From Outer Space með Hjölla... fyrir þá sem ekki vita það þá er þetta mynd eftir hinn margrómaða leikstjóra Ed Wood. Hann þótti vera versti leikstjóri allra tíma og þetta þótti vera versta myndin sem hann gerði, þar af leiðandi er þetta talin vera versta mynd sem nokkurntíman hefur verið gerð... og vááá hvað hún var ömurleg... guð minn góður...bestu atriðin voru þegar geimförin voru að fljúga og það sást í spottann á þeim, og þegar herinn var kallaður til að berjast við þau, og Ed Wood ákvað að nota gamlar myndir úr seinni heimstyrjöldinni til sýna herinn... hahahah þvílík snilld...
annars hef ég aldrei séð jafnmikla rúst og andlitið á honum Hjölla... hann var úti í danmörku og datt e-ð... og af andliti hans að dæma er ég er nokkuð viss um að þetta er versta fall sögunnar... hann er marinn með risastórt glóðurauga, framtönnin á honum fór í gegnum vörina á honum rétt fyrir neðan nefið (hef ekki HUGMYND um hvernig það gerðist) þannig að hann er með risastórann skurð þar, og draslið sem er venjulega hvítt í auganu á manni er eldeldrautt í vinstra auganu á honum..
annars hef ég aldrei séð jafnmikla rúst og andlitið á honum Hjölla... hann var úti í danmörku og datt e-ð... og af andliti hans að dæma er ég er nokkuð viss um að þetta er versta fall sögunnar... hann er marinn með risastórt glóðurauga, framtönnin á honum fór í gegnum vörina á honum rétt fyrir neðan nefið (hef ekki HUGMYND um hvernig það gerðist) þannig að hann er með risastórann skurð þar, og draslið sem er venjulega hvítt í auganu á manni er eldeldrautt í vinstra auganu á honum..
lag dagsins: The Smashing Pumpkins - Mellon Collie And The Infinite Sadness
þetta lag er svo fallegt að mig langar að grenja og tala um sorglega hluti og fara niðrá strönd og grafa upp öll dauðu gæludýrin mín og halda almennilega jarðaför fyrir þau þar sem ég get spilað þetta lag og grenjað meðan meðan ég gref þau aftur :'(
þetta lag er svo fallegt að mig langar að grenja og tala um sorglega hluti og fara niðrá strönd og grafa upp öll dauðu gæludýrin mín og halda almennilega jarðaför fyrir þau þar sem ég get spilað þetta lag og grenjað meðan meðan ég gref þau aftur :'(