Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, febrúar 29, 2004

já... ég held ég sé að verða blindur... ég er búinn að vera með mánaðarlinsur í tvo mánuði því ég er búinn með öll pörin, ég týndi linsuboxinu mínu þannig að ég er bara búinn að geyma linsurnar í einhverjum staupglösum.. svo í gær tók ég eftir því að augað á mér var orðið alveg ógeðslega rautt og mig sveið mikið í það þannig að ég ákvað að taka linsuna bara úr mér og henda henni... þessvegna er ég bara búinn að vera með eina linsu í allan dag, og núna er hitt augað byrjað að verða rautt líka.. kannski ætti ég bara að drullast til að kaupa mér gleraugu.. ég hef ekki átt gleraugu síðan í janúar 2001 þegar menntaskólaverkfallið var... það getur ekki verið heilsusamlegt
já... ég fékk spurningu frá litlu systur minni rétt áðan... hún var að horfa á einhverja mynd og spurði "Egill, hvað er standpína?"... "öö.. spurðu mömmu"..
það er alveg rosalega þægilegt að geta beint svona spurningum einhvert annað... mig hlakkar ekki til þegar ég verð pabbi og þarf að sjá um þetta sjálfur =/
hann Fúsi vinur minn er byrjaður að blogga... það er gaman þar sem hann er snillingur.. við höfum lent í mörgum ævintýrum saman.. eins og að berjast við dreka í Rúmeníu

laugardagur, febrúar 28, 2004

það voru einhverjir egyptar sem kalla sig Erna og Jens að kommenta á síðuna mína... þau virðast líka kunna íslensku.. ég þekki þau ekki neitt en einhvernvegin vissu þau af hitaóþoli mínu og gerðu grín af mér.. maður er aldrei óhultur
sumt fólk er gott annað er það ekki.. ég kom heim af djamminu áðan.. einhbver gaur bað mig að leifa sér að hringja´hjá mér.. ég leyfði honum það.. svo hbað hann mig að hjápla sér að opna hurðina sían.. ég hjálpaði ghonum.. hann bvar mjög hress... svo krafðist hann þess að hann boprgaði 300 krónur fyrir aðstoðina sem ég neyddist til að þiggja eftir nokkura mínútna deilur... sumt fóljk er einfaldlega örlátara en annað

föstudagur, febrúar 27, 2004

já.. DV í dag staðfesti það.. þessi Valur Gunnarsson sem gagnrýnir myndir í blaðinu er algjör asni (þó ég hafi verið sammála störnugjöfinni)... sona gaur sem heldur að hann sé yfir alla hafna því hann er svo "umburðarlyndur gagnvart menningu annarra" ...
Ég er það líka og örugglega flestir í heiminum en það þýðir ekki að það megi ekki gera grín að þekktum steríótýpum af og til.. og það var nokkuð ljóst að þessi mynd (Along Came Polly) var að gera það..
þessi gúrka var e-ð að setja út á það að "myndin færi í gegnum flestar klisjur sem heimsmynd bandaríkjamanna samanstendur af"
úúú Valur, þú ert svo vitur og upplýstur!!
það er bara asnalegt að segja svona.. Ég meina... maður hefur oft séð kana-steríótýpuna í bíómyndum... feitur hamborgaraétandi trökker frá suðurríkjunum sem er með fordóma gagnvart öllu.. íslendingasteríótýpan myndi svo líklega vera gaur í víkingabúning sem býr í snjóhúsi og borðar hákarl.. og það er bara fyndið, en það vita langflestir að þetta er gert í gríni og er alls ekki svona í raunveruleikanum

annars hefði þetta kannski verið í lagi hefði þetta bara verið bundið við þessa umfjöllun, en hann gerði það nákvæmlega sama í Lost In Translation dómnum, sem segir manni voða mikið um þennan gaur

annars var myndin ekkert sérstök
Air er sjitt góð hljómsveit
ég er að spá í að gera innrás á hinn íslenska bloggheim og kommenta hjá fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt... gæti orðið áhugavert

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

ég er skrýtinn... mér finnst erfitt að sofna ef það er ekki kveikt á sjónvarpinu inni hjá mér...
Auður systir mín er kúl.. hún er búinn að redda mér vinnu núna tvisvar í röð.. ég verð að gefa medalíu einhverntíman við tækifæri

(ég er s.s. að fara að vinna við að hugsa um einhverja krakka útá nesi.. )

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Billy Zane er 38 ára í dag! Til hamingju Billy, til hamingju!
það er alveg stór spurning hver er mesti lúðinn..
Birgir Ármannsson


Árni M. Matthiesen


eða Össur Skarphéðinsson...


það verður því að leysa með atkvæðagreiðslu.. greiðið atkvæði í kommentakerfinu.. atkvæðagreiðslan mun standa yfir í viku

takk fyrir

mánudagur, febrúar 23, 2004

jæja ný vika.. þið vitið hvað það þýðir!

plata vikunnar:


þessi plata er fokk góð... þessi gaur prodúsaði víst fyrir Jay-Z eða e-ð... ég veit það ekki
ég hef ekkert eyra fyrir "hljómgæðum"...

lag dagsins: Converge - Heaven In Her Arms

þetta er besta lag í heiminum

sunnudagur, febrúar 22, 2004

blaablablablaablablaaaa
skemmtilegt kvöld í kvöld!
góða nótt

föstudagur, febrúar 20, 2004

þetta var í DV í dag...

"Guðjón Þórðarson þykir hafa tekið miklum framförum í Englandi og er bæði átt við skapmuni hans og enskukunnáttu. Hann stýrir Barnsley með mjúkum en þó ákveðnum hætti. Þegar Guðjón tók við Stoke átti hann það til að skamma leikmenn á kjarnyrtri íslensku sem hann sneri jafnóðum yfir á ensku. Var það mönnum mikil ráðgáta er hann sagði t.d.: "If you don't work your work you will sit in the soup." Er hann ætlaði að finna leikmenn í fjöru var það orðað svo: "I will find you on the beach." Þá ætlaði hann að "take them to the bakery" eða þá "teach them where David bought the beer."Mörg þessara orðatiltækja lifa góðu lífi hjá Stoke en hjá Barnsley er Guðjón farinn að tala mál sem er nær því sem þekkt er í landinu þar sem hann hefur marga fjöruna sopið (drunk many beaches) á umliðnum árum..."

Guðjón Þórðarson er hér með mín uppáhalds lífvera
það er eitthvað ótrúlega undarlegt og pirrandi hljóð sem kemur og fer hérna fyrir ofan mig og ég hef ekki hugmynd um hvaðan það kemur.. svona ógeðslega yfirþyrmandi og pirrandi hljóð sem gæti þessvegna verið út af vindinum (sem að ég skil varla) og er alveg að gera mig geðveikan.. og gúrkan hann Eyjó sagði mér að hringja í sig í dag þegar við færum að æfa og hann svarar ekkert í símann sinn og þegar ég hringi heim til hans er mér bara sagt að hann sé sofandi.. þetta þýðir að núna þarf ég að labba alla leið til hans til að rífa hann á fætur.. heyriru það eyjó! ég fordæmi þig!
ég hef nákvæmlega ekkert að segja... helgi!

lag dagsins: Jimmy Scott & Angelo Badalamenti - Sycamore Trees

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

vá... ég var að horfa á Spirited Away... djöfull er hún geðveik

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

já ég endurtek.. þetta sigur rós dæmi er ekkert smá svalt..kom mér mjög á óvart.. og er mjög ó-sigurróslegt..

lag dagsins: Sigur Rós - Ba Ba Ti Ki Di Do (öll lögin semsagt)

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

fokking hippar
djöfull er ég skítugur eitthvað...

mánudagur, febrúar 16, 2004

ég er að hlusta á það sem sigur rós gerðu fyrir Split Sides dansdæmið.. það er virkilega kúl
jæja þá er það plata vikunnar..


Neutral Milk Hotel - Aeroplane over the sea

þessi plata er geðveik... mér finnst fyndið að ég er búinn að verað hlusta á hana, og báðir foreldrar mínir eru líka alveg að fíla hana...

sunnudagur, febrúar 15, 2004

æi ohhh... vinna verkefni... vinna nýbúanámsefni.. klára lag... ég hata þegar ég hef hluti sem ég þarf að gera
æi hvað ég þoli nú ekki gaura eins og þann sem gagnrýndi Lost in translation í DV... nenni ekki að að fara út í það í smáatriðum því ég man ekki greinina, en mig langaði allavegana að kýla hann eftir að hafa lesið hana... enda er DV bara orið e-ð helvítis slúðurblað..

föstudagur, febrúar 13, 2004

djöfull þarf ég að læra að halda kjafti þegar ég er fullur...
neeeii!!!
Ken og Barbie eru hætt saman!

það þýðir samt að Barbie er núna laus og liðug... úje!
ööhhh... árshátíð í gær... það var fínt þrátt fyrir margt....
óhófleg neysla áfengis rílí bríngs át ðe asshole in me...

og svo er ég fokk sjitt þunnur

ööhh....

fimmtudagur, febrúar 12, 2004


Damo Suzuki

fokking töffari

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

já.. jóhannes bað mig að pósta þetta þannig að ég geri það hér með...
fyrir u.þ.b. 2 árum var ég að prófa hvort það virkaði að tengja mækinn við tölvuna og taka upp.. þannig að ég tók upp einhverja steypu þar sem ég er að amast yfir því að ég sé nefmæltur og e-ð... svo ákveð ég af einhevrjum ástæðum að öpplóda því á messageboard sem ég var virkur þáttakandi í.. og af einhverjum ástæðum varð þetta "lag" ógeðslega vinsælt meðal útlendinganna og allir elskuðu það.. svo týndist það, og síðan þá er ég búinn að fá milljón fyrirspurnir frá einhverjum útlendingum sem vilja fá að heyra það aftur... svo fann einhver svíi það inn á tölvunni sinni og öpplódaði því og allir eru voða glaðir aftur..
ég skildi aldrei afhverju fólki finnst það svona fyndið og ég efast um að nokkur íslendingur muni skilja það... en mér er sama.. það er gaman að vera frægur!

lagið er hér
já.. ég var að koma af Lost In Translation.... fannst hún alveg frábær og ég mæli með henni

mánudagur, febrúar 09, 2004

já...Fred Durst er greinilega næsti Jimi Hendrix...
gleðilegan mánudag!



þetta er plata vikunnar... hún er æði.. gaurar að hamra á hljóðfærunum sínum og öskra úr sér líftóruna.. eins og ég minntist á um daginn er þetta ástarsorgarplatan mín

sunnudagur, febrúar 08, 2004


djöfull elska ég þennan syntha.. ég er með einn sona hérna hjá mér (sem frændi minn á)
það er baara gaman að leika sér með þetta...
ég samdi annað lag.. það heitir "Djöfull er ég fullur"
hann er Ari frændi er kominn með nýtt opinbert blogg... veit ekki hvað það þýðir en ég bæti honum allavegana við
elvítis jöffulss... prffff

næsta bréf fer til steven seagal....

laugardagur, febrúar 07, 2004

hahahah! allt er frábært! óóó blóm!
hann Eyjó á afmæli í dag... eiginlega á morgun samt en tæknilega séð í dag, 7. febrúar.. til hamingju jeyjó!
aAaAAaaAAAaaAaa
ég samdi lag áðan.. það heitir "Chuck Norris is old and smelly and won't answer my letters"
jæja ég fékk svar frá Chuck Norris gaurunum...


Egill

Thank you for your appreciation of Mr. Norris and his television and film career. Unfortunately, Mr. Norris is not available to respond to your request due to family, film and television comittments. However, we do appreciate you as a loyal and dedicated fan. All the best and God Bless. chucknorrisfans


helvítis drasl... Chuck Norris þykist vera of góður fyrir mig... hvert á ég að snúa mér núna?

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

jæja... helvítis fíflið hann David Hasselhoff svaraði mér ekki.. þannig að nú sný ég mér bara að Chuck Norris.. hérna er bréfið sem ég sendi honum..

Dear Mr. Norris
Hello, how are you? My name is Egill and I'm a big fan of yours. I've seen everything you've ever done, Walker, The Delta Force, Forest Warrior, everything!
Anyways, the reason I send you this letter is because i have a blog at www.nailthesnail.blogspot.com.. it's an icelandic site, but i haven't been getting alot of visitors recently, so I was wondering if you could maybe visit my page and write a comment or two? That would probably attract visitors.. so how has your war on drugs been going? see, my site is a hardcore anti-drug site, and that's why i want you to visit.
I tried emailing that bastard David Hasselhoff, but he didn't reply.. but I didn't really care, cause he's a terrible actor, and you could probably kick his bitch-***... I also think that the voice over on your webpage is much cooler than his.. and i bet his wife probably beats him up too
but anyways, thanks for everything, and don't stop making movies even though you're 63 years old

-Egill Viðarsson
pixies verða á hróaskeldu... guð minn almáttugur!
já.. Ladytron er besta hljómsveit í heiminum

lag dagsins: Ladytron - Playgirl

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

já.. það er ekki oft sem það gerist að maður sest niður og byrjar óvart að horfa með öðru auganu á einhvern fótboltaleik sem manni er skítsama um en endar svo í einhverju kasti í lok leiksins en það gerðist einmitt hjá mér áðan með leikinn Tottenham - Manchester City... Tottenham voru á heimavelli og voru yfir 3-0 í hálfleik og man. city voru einum færri, en á einhvern ótrúlegan hátt tókst þeim að skora 4 mörk í seinni hálfleik og vinna leikinn.. þetta var bara fáránlegt.. Árni Gautur var svo í markinu hjá man. city og stóð sig bara mjög vel...
þetta verður örugglega eina fótboltafærslan mín á árinu (fyrir utan kannski EM..) þannig að já... partí stuð jejejeje
ó þúúúú
ég var að fatta að ég á mars ís niðri! ég elska heiminn! heiminn og allt! baaaaa! =D

lag dagsins: Tom Waits - I Hope That I Don't Fall In Love With You

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

þetta bréf var að berast mér...

Hello,

I am creating a web directory, The-Insight.com, and would like to include your website Nailthesnail.blogspot.com under the "spirituality/angels" category. If you'd like to be added, please follow this url:

http://www.the-insight.com/add.cgi

We shall put all our efforts into having your link up in less than 24 hours; and if you find our site useful for your visitors, please add a reciprocal link.

Thank you very much,
James T. Monaghan
webmaster

það er endalaust af categorys þarna.. spirituality/divination, spirituality/gnoisticism, spirituality/shamanism og e-ð endalaust meira.. og af einhverjum ástæðum er ég settur í "spirituality/angels"
kannski skynjuðu þeir reiðina í síðustu færslunni minni.. eða kannski er þetta svarið frá David Hasselhoff.. ég ætla allavegana að grípa þetta tækifæri til að plögga mig og neyðist því til að bæta við link á þessa síðu..
alveg er þetta frábært... rétt kominn með síma og fyrsta símtalið sem ég fæ er frá helvítis fíflinu í tröllavideo "öö já þú ert með 1500 kr. skuld hérna.." "já ég redda því" svo kemur hann altaf með þessa sömu helvítis lygi "já sko við erum að fara að vinna í svarta listanum þannig að þú skalt drífa þig að borga".. svona var þetta líka í fyrra.. hringdi í mig svona tuttugu sinnum og var alltaf að hóta mér með einhverjum fokking svarta lista sem er ekki til.. í þetta skipti má hann fara til fjandans og ef þessi helvítis feita svín hringir í mig aftur þá segi ég honum að troða þessari skuld upp í rassgatið á sér (s.s. lýg því að ég sé blankur).. DJÖFULL HATA ÉG ÞENNAN HELVÍTIS GAUR
hale-*******-lúja.. ég er kominn með síma aftur eftir nokkra vikna bið.. nú vil ég biðja fólk að vera svo vænt að hrinnngjjaa í mig.. síminn er 865-8798, ég endurtek, 865-8798, ég endurtek, 865-8798, ég endurtek, 865-8798, ég endurtek, 865-8798, ég endurtek, 865-8798, ég endurtek, 865-8798, ég endurtek, 865-8798, ég endurtek, 865-8798, ég endurtek, 865-8798, ég endurtek, 865-8798, ég endurtek, 865-8798, ég endurtek, 865-8798

mánudagur, febrúar 02, 2004

strepsils er fökking drasl... hinsvegar Otrivin nefspreyið himnasending fyrir þá sem eru með kvef!
systir mín er orðin svo mikill uppreisnarseggur... núna gengur hún alltaf um í peysu sem stendur á "Rebel forever" og á henni hangir einhver keðja.. sem hún notar án efa til að berja löggur..

annars er ég orðinn þreyttur á því að fá aldrei fleiri en sona 40 heimsóknir á dag þannig að ég hef ákveðið að besta leiðin til að laða fólk að síðunni minni séð að fá frægt fólk til að kommenta á síðunni minni... ég fór því á heimasíðu David Hasselhoff og senti honum bréf þar sem ég bið hann um hjálp.. hér er svo bréfið

Dear Mr. Hasselhoff
My name is Egill and i am a little boy from Iceland. I am a very big fan of yours, especially your work in Baywatch and Knight Rider. Your muscular body and chisled abs have really inspired me throughout the years. I also think it is a disgrace that your name is not mentioned in the museum of the wall of berlin. You clearly played a large role in bringing it down.
Anyways, I was wondering if you'd maybe want to visit my blog (www.nailthesnail.blogspot.com), I have not been getting alot of visits recently, but i thought that maybe if David Hasselhoff visited my blog, people would hear about it and come visit (because you have such a huge fanbase in Iceland).
with fyrirfram þökkum
Egill Viðarsson

ef fíflið svarar ekki þá sný ég mér að Chuck Norris..

sunnudagur, febrúar 01, 2004

jæja hér er plata vikunnar

þessi hljómsveit er geðveik... þetta eru einhverjir franskir gaurar og það er best hægt að lýsa tónlistinni sem My Bloody Valentine með syntha í staðinn fyrir gítara.. annars hef ég aldrei verið neitt hrifinn af my bloody valentine.. en þessir gaurar eru frábærir.. þeim tekst að nota mjög gerfilega syntha og einhverja gamla trommuheila og gera alveg ótrúlega lifandi tónlist.. þessi plata fæst bara í frakklandi þannig að maður verður bara að dánlóda henni eða punga út fullt af pening fyrir e-ð import... mæli samt með að fólk sem vill tékka á þeim sæki annaðhvort lagið "Unrecorded" eða "America"
jæja.. helvítis krátarnir bara evrópumeistarar... blablabla... ég hef ekkert að ssegggjjaaa...

lag dagsins: Can - Paperhouse
þú ert heppin þú ert heppin þú ert HEPPIN
ég er búinn bless