Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, febrúar 28, 2003

lag dagsins: Elliott Smith - Waltz #1
ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Ben Elton er fyndnasti maður allra tíma... í fyrsta lagi var hann maðurinn á bakvið Blackadder (allar seríurnar nema fyrstu, sem var hvort sem er ekki fyndin), sem eru fyndnustu þættir allra tíma, og auk þess skrifaði hann Young Ones þættina, sem eru öskrandi snilld, svo var hann líka handritshöfundur "Thin Blue Line" þáttana sem ég hef ekki séð en eiga víst að vera snilld... auk þess hefur hann verið með einhver standup sem eiga einnig að vera geðviek og ég myndi gefa allt fyrir að sjá... þannig að niðurstaðan mín er sú, að hann er að mínu mati undantekningalaust fyndnasti maður allra tíma >:-|
úbeibe... ég er í skólanum að bíða eftir íslenskutíma.. svo er það bara spænska og svo heim!! lífið er æðislegt! tralalal! svo fer ég heim og horfi á Waking Life og drekk te... ég hef miklar væntingar til Waking Life... hún fjallar um drauma... ég elska drauma... það skemmtilegasta við þá er hversu fáránlegir hlutir kunna að virðast fullkomlega rökréttir... en allavegana... Bragi fer að koma... best að slökkva..

fimmtudagur, febrúar 27, 2003

já... í gær minntist ég á það að japanir eru bilaðir, og vill bæta svolitlu við það. Þessa dagana eru japanir soldið áberandi í kvikmyndagerð, og f. löngu spáði ég, að ef slíkt myndi gerast, þá yrðu myndirnar þeirra einhver algjör geðvieki.... fyrst var það Ringu og í dag kemur einmitt ný japönsk mynd sem heitir "Battle Royale" og plot outlineið hljóðar svo: "42 high school students are forced to kill each other on an uninhabited island.".... hvað er málið? ég vil flytja til japan >:-|

en já... á morgun kemur bjarndís í heimsókn frá danmörku... alltaf gaman....

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

ég horfði á Ringu í gær, hún var göðveik... japanir eru bilaðir >:-|

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

lag dagsins: Pixies - Cactus
just cause you feel it, doesn't mean it there
there there
>:-| >:-|

klukkan er 3 um nóttina og ég var að vakna... sofnaði kl 3 eftir skóla í gær... nú hef ég rúmlega 4 tíma til að leika mér áður en skólinn byrjar... mér líður eins og Saddam Hussein, en hann vaknar einmitt kl. 3 á hverjum "morgni"...
annars var ég að komast að því að Stephan G. Stephansson var snillingur, og er farinn að skilja afhverju pabbi hafði fyrir því að skrifa ævisögu um hann... hann spáði t.d. fyrir um hvernig 20. öldin yrði, var einn fyrsti kvenréttindasinninn, og kom með hugmynd um fjölmenningaþjóð í Kanada, en fólk gerði grín að honum, svo 100 árum seinna er það einmitt það sem kanadískt þjóðfélag byggir á... mér finnst það fyndið... ég er að spá í að lesa bókina...

mánudagur, febrúar 24, 2003

ég er virkilega að spá í því að taka það sem eftir er ársins utanskóla, ef ég fæ leyfi til þess.... ég er algjörlega að sálast úr leiðindum í þessum blessaða skóla, og þessir tímar gera nákvæmlega ekkert fyrir mig.... ég er nokkuð viss um að hlutirnir myndu ganga mun betur þannig..... spurning um sjálfsaga... >:-|
já... í gær horfði ég á Tyson rota einhvern á 49 sekúndum... það var mjög gaman, og sérstaklega gaman að sjá hvað þessi geðsjúklingur er búin að þroskast.... hjálpaði andstæðingnum á fætur og alles.... annars hef ég alltaf verið mikill Tyson maður því þó að hann kunni að vera geðsjúkt fífl, þá er hann lengáhugaverðasti litríkasti boxari í heiminum, og boxheimurinn væri heldur súr án hans...
Snæbjörn Guðmundsson er líka byrjaður að blogga... það er nú aldeilis byrjað að fjölga í bloggheiminum og blablablabla hohoho.... allavegana, Snæbjörn er töffari, og skugglega líkur David Bowie þannig að ég mæli með því að allir skoði bloggið hans.... >:-|

laugardagur, febrúar 22, 2003

enginn annar en Gunnar Eyþórsson er kominn með blogg... það verður vafalust mikil snilld, þar sem Gunni er maður með skoðanir... eða e-ð >:-|
já... ég er nún að klára að horfa á K-19... sæmileg mynd... Ingvar E. Sigurðsson stóð sig vel sem rússi með engar skoðanir sem hálf-reddaði hlutunum á einum stað í myndinni... annars veit ég fátt leiðinlegra en kafbátamyndir... leiðinlegir menn í leiðinlegu umhverfi, og alltaf e-ð hættuástand yfirvofandi, en svo gerist aldrei neitt... venjulega tveir háttsettir menn að rífast alla myndina, og einhver gimp að segja hluti eins og "core tempature 450°C"... þessi mynd var reyndar ágæt... en það allra heimskulega fannst mér þó enskan sem þeir töluðu.... í fyrsta lagi voru þetta rússar, og ekkert annað en rússar, en töluðu samt ensku sín á milli, sem hefði kannski ekki verið neitt athugavert (myndin gerð af könum, fyrir kana o.sv.frv.), nema því þeir töluðu ensku með rússneskum hreim... þegar maður spáir í því er það svo yfirþyrmandi bjánalegt að manni langar að gráta... "við tölum venjulega rússnesku, en ákváðum að tala ensku á meðan myndin stendur yfir..:" jesús minn... jæja þá er það að horfa á conspiracy....

föstudagur, febrúar 21, 2003

ég er á því að E-Bow The Letter með R.E.M er eitt besta lag sem samið hefur verið.... bara smá pæling
ég verð nú bara að segja að það er erfitt að venjast því að ég geti skoðað bloggið mitt á eðlilegan hátt... bara skrifað e-ð og skoðað það án þess að þurf að vesenast e-ð... alveg æðislegt... en já... Gettu Betur var í gær, og var gaman að horfa á MH valta yfir Versló, því eins og allir vita eru bara hálfvitar í versló... í klappliði MH fór hinn mikli víkingur og stórvinur minn, Hjörleifur Skorri Þormóðsson hamförum... það er löngu orðið ljóst að hann er víkingur, fæddur 1000 árum of seint... en já... það minnir mig einmitt á að við ætluðum að leigja alla twin peaks þættina og horfa á þá... best að hóa í hann um helgina >:-|

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

lag dagsins: R.E.M. - Electrolyte
úje!
ný tölva komin í hús... all mine
1,8 Ghz örgjövi
256 mb vinnsluminni
80 gb harður diskur
128 mb skjákort

djöfull er ég sáttur! ég verð hamingjusamasti maður jarðríkis núna næstu 2-3 daga... ef þið viljið hafa mig afsakaðan, þá ætla ég að farað installa tilgangslausu dóti >:-|

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

ég var að dánlóda einhverju pixies-coveri með helvítis hommunum í Papa Roach... þeir tóku lagið Gouge Away, gerðu það ömurlega, og hafa þar með vanhelgað eitt af mínum uppáhaldslögum með einni af mínum uppáhaldshljómsveitum, það verður því héðan í frá mitt heilaga lífstakmark að myrða alla meðlimi þessa ömurlegu hljómsveitar >:-|
JÖSSJÖSSJÖSS!!!!!!!!!!!!!!!!
bloggið mitt er komið í lag!!! fyrsta skipti frá upphafi sem þetta helvíti virkar hjá mér! það VAR þannig að ég gat aldrei séð eigin færslur eftir að ég færði þær inn, og þurfti að fara einhverjar flóknar og leiðinlegar leiðir til að sjá þær og comment hjá fólki, en virðist það allt vera komið í lag! GLEÐI GLEÐI GLEÐI!!!!!! >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-| >:-|
afhverju eru bretar svona fyndnir? í alvöru, það er ekkert betra en virkilega fyndnir breskir sjónvarpsþættir... gamanþættir frá bandaríkjunum eiga það til að vera fyndnir, en þeir ná aldrei sömu hæðum og bretar hafa náð í gegnum tíðina.... og svo hafa þeir alla bestu tónlistamennina.... ég var að fatta að ég elska breta. Ef maður horfir framhjá því hversu fáránlega ljótir þeir eru, þá eru þeir ein af mestu snilldarþjóðum heims, og eru í sama flokki og t.d. færeyingar og japanir >:-| >:-| >:-|

mánudagur, febrúar 17, 2003

ég er veikur... það sukkar að vera veikur >:-|

lag dagsins: And You Will Know Us By The Trail of Dead - It Was There That I saw You
the rappaport


"... the rappaport's doppleganger played multicolored fogorn jazz yearly understudy soap castrated half of the metroindegstibe shooters. happiness has yet to beseach the crows literary genre's gain of triple harlem raviators aviator squirm brew jargon jordan jargon and the dreams of the rappaport's doppleganger. a failure frappe travels in an orb of justice and corporate t shirt readings not that far from home run forest run sun tan rains in an egg. the joker laughs an audience of the opera is on at 4 times the fun for everyone jump in with the new york forks and spoons made of silver. its a heavy world reknown poets write poetry's not my thing is huge man at arms and legs are fake me out the door is open from 3 men and a baby. happily ever after the game is over the mountain range from big time is running out of a job sucks ass whole thing. outstanding medicine is abduction the babies drooling droid decapitating weather spoon's fussing and fighting friends have always dreamed of the rappaport's doppleganger. a sandy candle light gives presents to children never listen to that is the way out of here is the place where is it is so beautiful. he blew out his mind wasn't always the best way to get there is where the hell am i going or not a lot of people today is the greatest way in the back is where to stab someone elses love is the answer what you want? finding your way to go man kind of lucky men dream of the rappaport's doppleganger. fish hooks seize the traps are crucially forgotten. she's a beautiful specimen if only she wasn't fucked by everyone, fucked by everyone, fucked by everyone, fucked by everyone, fucked by everyone, fucked by everyone except for rappaport's doppleganger. in rappaport's dopplerganger's dreams." --- Charlie, aka opel pike (the coolest guy ever).

lesið þetta... núna >:-|
æjá ég gleymdi að segja... Closer er geðveikur diskur... djöfull langar mig í hamborgara
ég held að ég sé algjörlega búinn að missa vitið eftir að hafa þurft að vakna í skólann síðastliðin 13 ár.. í morgun ákvað ég að fara ekki á fætu því ég var ennþá fastur í einhverjum draumi þar sem mér var bannað að fara í skólann því ég hafði ekki klárað að búa til mann úr leir sem var víst e-ð verkefni í skólanum... einhvernegin tókst mér að yfirfæra þetta á raunveruleikann og þegar pabbi kom og spurði hvort ég ætlaði ekki að fara í fyrsta tíma þá held ég að ég hafi svarað með að segja að "ég mætti það ekki"... ég er að missa vitið...>:-|

sunnudagur, febrúar 16, 2003

árshátíðarstússi er nú formlega lokið... skólinn tekur við... oj bara... mig langar að æla yfir einhvern... við tekur langþreyta og dauði og helvítis og allt sem er slæmt í heiminum... mamma vann e-r verðlaun í dag fyrir heimasíðuna sína... til hamingju mamma! >:-|

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

ég var að kaupa Closer með Joy Division... ég ætlað hlusta á hann núna.... ég skrifa svo hvað mér finnst
enn og aftur biðst ég velvirðingar á bloggleysi... en já... í dag er pixies dagur hjá mér. pixies varr besta hljómsveit í heiminum og ég elska þá
<3<3<3<3<3<3<3<3<3<3<3<3<3<3<3

föstudagur, febrúar 07, 2003

lag dagsins: Radiohead - Life In A Glasshouse

og ennþá er ég jafn djöfulli pirraður

fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Anne vinkona mín er komin með blogg. Það er frábært. Því hún er snillingur.
>:-|
djöfull er ég ógeðslega pirraður... ég man ekki hvenær ég var síðast svona reiður, en allavegana,
í fyrsta lagi er ég pirraður útí sjálfselsku systuir mína, og í öðru lagi er ég pirraður útí fólk sem segir að ég hlusti á þunglyndistónlist... það er ekkert í heiminum sem ég hata meira, því ef það er eitthvað sem er þunglyndislegt þá er það helvítis poppviðbjóðurinn sem maður heyrir í útvarpinu, alltaf sömu súru ömurlegu helvítis teknótaktarnir og alltaf sömu helvítis útriðnu heiladauðu forljótu fölsku mellurnar að syngja sömu ömurlegu textana sem einhverjir feitir sveittir svíar sem eru nýbúnir að brunda uppí þær mata þær með, djöfulsins andskotans helvíti mig langar helst til að drepa einhver núna, en ég læt mér nægja að skalla vegg...
allavegana... það kann að vera sniðugt fyrstu 2-3 skiptin, þegar fólk gerir grín að því hversu "þunglyndislegt" það eina sem gefur mínu hundleiðinlega lífi einhvern tilgang, en þegar það er alltaf verið að skjóta á mann í hvert sinn sem maður leyfir fólki að heyra það sem maður hlustar á, þá er það bara orðið móðgandi, særandi, pirrandi, og allt annað.... og ég er búinn að ákveða að næst þegar ég lendi í þessu þá muni ég algjörlega missa stjórn á mér, og segja fólki hvað mér finnst... djöfulsins helvíti.....
mig langar helst að flytja til ástralíu og búa þar með Anne, þar sem hún er sammála mér um þetta... ég hef enga þörf fyrir heimska pakkið sem býr á þessum ljóta klaka, bless

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

jamm... hér er ég í skólanum... að bíða eftir að fá að prenta út ritdóminn minn um LoveStar... alltaf gaman... lalalal
ef það er eitthvað sem ég hata, þá er það þegar það snjór, og svo rignir, og svo kemur einhver gamall kall og setur sand í allt saman... það er viðbjóður og hvetur til þunglyndis og geðveiki... aaaaaaa!!!!
djöfull hef ég nákvæmlega ekkert að segja...
lag dagsins: Pixies - Gouge Away
æjá
lag dagsins: Blackalicious - Blazing arrow
>:-|
klukkan er eitt
ég hata skólann
hatahatahatahatahata
lovísa talaði fallega um mig á blogginu sínu
það gladdi mitt hjarta
ég ætlað gefa henni nammi á morgun
>:-|
>:-|
>:-|

þriðjudagur, febrúar 04, 2003

kvöldið var skemmtilegt... fór á málfund útaf íraksmálinu og fylgdist með æstum áhorfendum hakka einhvern íhaldsplebba í sig sem vissi ekki rassgat í sinn haus... maður sá bara langar leiðir hversu sauðheimskur og illa upplýstur aumingja maðurinn er.... það að svona fólk sé að komast á þing veldur mér miklum áhyggjum...
allavegana, síðasta færslan mín fékk heil 6 comment, sem er æði, og ég vill þakka öllum þennan mergjaða stuðning sem er alveg [vantar asnalegt orð]
allavegana, ég ætlað farað drepa fólk í vice city til að halda upp á það

lag dagsins: Sigur Rós - Salka

sunnudagur, febrúar 02, 2003

ég held að mamma hafi sagt orðrétt við mig, "farðu nú að sofa snemma Egill minn, svo þú fokkir ekki upp svefntímanum þínum"..... hvað er málið? mömmur segja ekki "fokkir ekki upp", sérstaklega ekki mamma mín.... ég er ennþá soldið ringlaður eftir þetta, og er ekki alveg að trúa að ég hafi heyrt rétt.... allavegana, ég hata rússneska landsliðsmarkvörðinn í handbolta, og ég vill að hann deyji.....
mamma vill ekki að ég fari út í kvöld eftir hremmingar síðustu helgar þar sem ég var næstum því dauður...þar sem mamma er eins og hún er, þá heldur hún núna að í hvert einasta skipti sem ég stígi út um hússins dyr þá muni ég enda aftur uppá slysó... ohhhh...

lag dagsins: Liam Lynch - United States Of Whatever
djöfull er ég e-ð langt niðri í kvöld... það er alveg óþolandi... búinn að hanga í Vice City í allan dag... það er þó gaman... mig vantar nýjar linsur.. Ég var að lesa að lesa að Nelson Mandela hefði verið að rakka niður bandaríkja og bretlandsstjórn útaf öllu íraksdæminu... það var mjög sniðugt, enda er Nelson Mandela töffari
mu